Lang markahæstur í 2. deildinni: „Var þetta nokkurn tímann spurning?“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. september 2024 21:12 Jakob Gunnar skoraði 25 mörk í 22 leikjum í sumar og verður leikmaður KR á næsta tímabili. X / @jakobgunnarr Völsungur er á leið upp í Lengjudeild karla og Jakob Gunnar Sigurðsson varð lang markahæsti leikmaður 2. deildarinnar í sumar. Sætið var tryggt með 8-3 sigri gegn KFA í dag, þar sem Jakob skoraði þrennu. Völsungur hefur flogið hátt í sumar með Jakob fremstan í flokki. Fáir bjuggust við eins góðu gengi og raun bar vitni. Í spá þjálfara deildarinnar, sem Fótbolti.net stóð að fyrir tímabil, var Völsungur settur í 9. sæti. Alli Joe: Hold my beer! pic.twitter.com/DwXjDKAshC— Óskar Páll Davíðsson (@Goggarinn) September 14, 2024 Selfoss var löngu búið að tryggja efsta sætið áður en lokaumferðin fór fram í dag. Spennan var hins vegar mikil í baráttunni um 2. sætið. Þróttur Vogum og Víkingur Ólafsvík unnu sína leiki og settu pressu á Völsung en Húsvíkingar stóðust það og gott betur. Stórsigur vannst gegn KFA, 8-3, og sætið í Lengjudeildinni á næsta tímabili þar með tryggt en Þróttur og Víkingar sitja eftir með sárt ennið, einu stigi á eftir Völsungi. Var þetta nokkurn timann spurning? pic.twitter.com/rL47ScoHPJ— Jakob Gunnar (@JakobGunnarr) September 14, 2024 Jakob Gunnar endaði með 25 mörk í 22 leikjum. Hann verður ekki áfram hjá Völsungi enda búinn að skrifa undir hjá KR og mun leika með liðinu á næsta tímabili. Á næstunni kemur í ljós hvort það verði í Bestu deildinni eða hvort hann mæti gömlu félögunum í Lengjudeildinni. Íslenski boltinn Völsungur Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Völsungur hefur flogið hátt í sumar með Jakob fremstan í flokki. Fáir bjuggust við eins góðu gengi og raun bar vitni. Í spá þjálfara deildarinnar, sem Fótbolti.net stóð að fyrir tímabil, var Völsungur settur í 9. sæti. Alli Joe: Hold my beer! pic.twitter.com/DwXjDKAshC— Óskar Páll Davíðsson (@Goggarinn) September 14, 2024 Selfoss var löngu búið að tryggja efsta sætið áður en lokaumferðin fór fram í dag. Spennan var hins vegar mikil í baráttunni um 2. sætið. Þróttur Vogum og Víkingur Ólafsvík unnu sína leiki og settu pressu á Völsung en Húsvíkingar stóðust það og gott betur. Stórsigur vannst gegn KFA, 8-3, og sætið í Lengjudeildinni á næsta tímabili þar með tryggt en Þróttur og Víkingar sitja eftir með sárt ennið, einu stigi á eftir Völsungi. Var þetta nokkurn timann spurning? pic.twitter.com/rL47ScoHPJ— Jakob Gunnar (@JakobGunnarr) September 14, 2024 Jakob Gunnar endaði með 25 mörk í 22 leikjum. Hann verður ekki áfram hjá Völsungi enda búinn að skrifa undir hjá KR og mun leika með liðinu á næsta tímabili. Á næstunni kemur í ljós hvort það verði í Bestu deildinni eða hvort hann mæti gömlu félögunum í Lengjudeildinni.
Íslenski boltinn Völsungur Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira