Lofar að svara árásum Húta af hörku Lovísa Arnardóttir skrifar 15. september 2024 12:18 Sprengjusveitin skoðar aðstæður í Ísrael. Vísir/EPA Flugskeyti sem skotið var frá Jemen til Ísrael virkjuðu í morgun loftvarnaflautur á alþjóðlega flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael. Flugskeytunum var skotið í loft upp af Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen sem studdir eru af írönskum yfirvöldum. Forsætisráðherra Ísrael segir að árásunum verði svarað. Á vef AP segir að ísraelsk yfirvöld hafi gefið í skyn að þau muni svara árásinni. Enginn lést í loftárásinni og engar stórar skemmdir urðu á byggingum en í ísraelskum fjölmiðlum má sjá fólk leita skjóls á flugvellinum. Í frétt AP segir að samkvæmt upplýsingum frá flugvellinum hafi verið hægt að hefja hefðbundna starfsemi stuttu eftir árásina. Þar kemur einnig fram að ísraelski herinn hafi gert nokkrar tilraunir til að stöðva flugskeytið en að það virtist hafa brotnað upp í loftinu. Atvikið sé enn til skoðunar hjá hernum. Ísraelsk sprengjusveit kannar aðstæður þar sem loftskeytin eru talin hafa lent í morgun nærri bænum Kfar Daniel í Ísrael.Vísir/EPA Hútar hafa ítrekað skotið drónum og loftskeytum í átt að Ísrael frá því að átök stigmögnuðust á Gasa í október í fyrra. Ísraelska hernum hefur tekist að stöðva þau nærri öll yfir Rauðahafinu. Einn lést í árás Húta á Tel Avív í júli og tíu særðust. Ísraelar svöruðu þeirri árás með loftárás á svæði Húta í Jemen, þar á meðal á hafnarborgina Hodeidah. Svarar eins og í júlí Í frétt AP segir að Benjamín Netanyahyu hafi í viðtali eftir ríkisstjórnarfund í dag gefið í skyn að viðbrögð Ísraela nú yrðu með svipuðu móti og í júlí. „Hútarnir eiga að vita núna að við krefjumst hárrar greiðslu fyrir allar tilraunir til að meiða okkur,“ sagði hann eftir fundinn og að allir sem þyrftu á áminningu um það að halda gætu heimsótt höfnina við Hodeidah. Haft er eftir talsmanni uppreisnarsinnanna, Yahya Saree, að flugskeytinu hafi verið beint að hernaðarlegu skotmarki í Jaffa í Tel Avív. Auk þess að skjóta að Ísrael hafa Hútar ítrekað síðastliðið ár ráðist að flutningaskipum á Rauðahafinu sem þeir segja tengjast stuðningi við Ísrael. Í frétt AP segir að raunin hafi þó verið sú að flest skipin tengjast Ísrael ekki með neinum hætti. Þúsundir barna hafa ekki getað gengið í skóla frá því að stríðið hófst á Gasa.Vísir/EPA Stríðið á Gasa, sem hófst 7. Október í fyrra, hefur haft gríðarleg áhrif á löndin í kring og er töluverð spenna talin ríkja þar. Yfirvöld í Íran hafa opinberlega stutt við ýmis herskáa uppreisnarhópa á svæðinu eins og Húta, Hamas og Hezbollah en uppreisnarmenn Hezbollah hafa nánast daglega átt í bardaga við ísraelska herinn frá því að stríðið hófst. Íran og bandamenn þeirra segja að það sé gert af stuðningi við palestínsku þjóðina. Hezbollah hefur lýst því yfir að þau muni láta af árásum sínum verði tryggt vopnahlé á Gasa. Sáttamiðlarar frá Egyptalandi, Bandaríkjunum og Katar hafa í marga mánuði reynt að leita leiða til að tryggja vopnahlé án árangurs. Í viðræðunum er einnig leitað leiða til að tryggja frelsun gísla sem Hamas tóku í október í fyrra. Undirgöngin lokuð Forsætisráðherra Ísrael hefur ítrekað sagt að ekkert verði af vopnahléi nema Ísrael taki stjórn á Gasasvæðinu við landamæri Egyptalands, til frambúðar. Hann segir Hamas-liða nota landamærin til að smygla vopnum og búnaði inn á Gasa-svæðið og hafi notað til þess undirgöng. Greint var frá því fyrr í vikunni, samkvæmt frétt AP, að af þeim tugum undirganga sem hafi fundist undir landamærunum hafi níu þeirra náð til Egyptalands og að þeim hafi öllum verið lokað. Frá því að stríðið hófst í október hafa um 40 þúsund Palestínumenn, aðallega konur og börn, látið lífið í árásum Ísraela. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og eru enn á vergangi um Gasa-svæðið. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Líbanon Íran Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Á vef AP segir að ísraelsk yfirvöld hafi gefið í skyn að þau muni svara árásinni. Enginn lést í loftárásinni og engar stórar skemmdir urðu á byggingum en í ísraelskum fjölmiðlum má sjá fólk leita skjóls á flugvellinum. Í frétt AP segir að samkvæmt upplýsingum frá flugvellinum hafi verið hægt að hefja hefðbundna starfsemi stuttu eftir árásina. Þar kemur einnig fram að ísraelski herinn hafi gert nokkrar tilraunir til að stöðva flugskeytið en að það virtist hafa brotnað upp í loftinu. Atvikið sé enn til skoðunar hjá hernum. Ísraelsk sprengjusveit kannar aðstæður þar sem loftskeytin eru talin hafa lent í morgun nærri bænum Kfar Daniel í Ísrael.Vísir/EPA Hútar hafa ítrekað skotið drónum og loftskeytum í átt að Ísrael frá því að átök stigmögnuðust á Gasa í október í fyrra. Ísraelska hernum hefur tekist að stöðva þau nærri öll yfir Rauðahafinu. Einn lést í árás Húta á Tel Avív í júli og tíu særðust. Ísraelar svöruðu þeirri árás með loftárás á svæði Húta í Jemen, þar á meðal á hafnarborgina Hodeidah. Svarar eins og í júlí Í frétt AP segir að Benjamín Netanyahyu hafi í viðtali eftir ríkisstjórnarfund í dag gefið í skyn að viðbrögð Ísraela nú yrðu með svipuðu móti og í júlí. „Hútarnir eiga að vita núna að við krefjumst hárrar greiðslu fyrir allar tilraunir til að meiða okkur,“ sagði hann eftir fundinn og að allir sem þyrftu á áminningu um það að halda gætu heimsótt höfnina við Hodeidah. Haft er eftir talsmanni uppreisnarsinnanna, Yahya Saree, að flugskeytinu hafi verið beint að hernaðarlegu skotmarki í Jaffa í Tel Avív. Auk þess að skjóta að Ísrael hafa Hútar ítrekað síðastliðið ár ráðist að flutningaskipum á Rauðahafinu sem þeir segja tengjast stuðningi við Ísrael. Í frétt AP segir að raunin hafi þó verið sú að flest skipin tengjast Ísrael ekki með neinum hætti. Þúsundir barna hafa ekki getað gengið í skóla frá því að stríðið hófst á Gasa.Vísir/EPA Stríðið á Gasa, sem hófst 7. Október í fyrra, hefur haft gríðarleg áhrif á löndin í kring og er töluverð spenna talin ríkja þar. Yfirvöld í Íran hafa opinberlega stutt við ýmis herskáa uppreisnarhópa á svæðinu eins og Húta, Hamas og Hezbollah en uppreisnarmenn Hezbollah hafa nánast daglega átt í bardaga við ísraelska herinn frá því að stríðið hófst. Íran og bandamenn þeirra segja að það sé gert af stuðningi við palestínsku þjóðina. Hezbollah hefur lýst því yfir að þau muni láta af árásum sínum verði tryggt vopnahlé á Gasa. Sáttamiðlarar frá Egyptalandi, Bandaríkjunum og Katar hafa í marga mánuði reynt að leita leiða til að tryggja vopnahlé án árangurs. Í viðræðunum er einnig leitað leiða til að tryggja frelsun gísla sem Hamas tóku í október í fyrra. Undirgöngin lokuð Forsætisráðherra Ísrael hefur ítrekað sagt að ekkert verði af vopnahléi nema Ísrael taki stjórn á Gasasvæðinu við landamæri Egyptalands, til frambúðar. Hann segir Hamas-liða nota landamærin til að smygla vopnum og búnaði inn á Gasa-svæðið og hafi notað til þess undirgöng. Greint var frá því fyrr í vikunni, samkvæmt frétt AP, að af þeim tugum undirganga sem hafi fundist undir landamærunum hafi níu þeirra náð til Egyptalands og að þeim hafi öllum verið lokað. Frá því að stríðið hófst í október hafa um 40 þúsund Palestínumenn, aðallega konur og börn, látið lífið í árásum Ísraela. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og eru enn á vergangi um Gasa-svæðið.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Líbanon Íran Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira