Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. september 2024 19:13 Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu hafa verið önnum kafnir vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð, innviðir í lamasessi og neyðarástandi víða verið lýst yfir. Í Tékklandi þurfti að rýma um tugþúsundir heimila í norðurhluta landsins þar sem einnig hefur verið rafmagnslaust. Flóðavarnir hafa verið settar upp í höfuðborginni Prag, og ár flætt víða yfir bakka sína, meðal annars í Póllandi. Ástandið hefur einnig verið slæmt í Rúmeníu, Slóvakíu, Ungverjalandi og hluta Þýskalands. Í Austurríki hafa stjórnvöld lýst yfir hamfarasvæði í fjölda bæja þar sem íbúum var gert að rýma, meðal annars í grennd við höfuðborgina Vín. Jakob Veigar Sigurðsson, myndlistamaðurinn búsettur í Vín, segir ástandið verst í úthverfum borgarinnar og í grennd við ár og sýki. „Í kringum kanalana, þar er fullt af veitingastöðum þar sem að vatnið er komið upp á miðjar hurðar og bara mjög illa farið. Ég er búin að vera hérna í átta ár og ég hef aldrei séð neitt nálægt þessu,“ segir Jakob Veigar. Sjálfur býr hann í hverfi sem hefur sloppið nokkuð vel, en annað er að segja um önnur svæði í lægum í útjaðri borgarinnar. Ástandið hefur mikil áhrif á daglegt líf en einhverjum vegum hefur til að mynda verið lokað og neðanjarðarlestarkerfið liggur að miklu leyti niðri í úthverfum. „Neðanjarðarlestarkerfið virkar bara í alveg innsta hring, öll úthverfin eru úti. Þannig að það er stopp. Svo er rok, það er leiðindarok, en eitthvað sem Íslendingur er mjög vanur er vanur. En fólkið er bara á taugum hérna, hefur aldrei upplifað neitt þessu líkt,“ segir Jakob. Fátt sé til bragðs að taka þar sem ástandið er verst, annað enn að koma sér í skjól og bíða eftir að verinu sloti. „Ég hef náttúrlega aldrei kynnst svona vatnsveðri. Það er rosa skrítið hvernig þetta skiptist niður. Mér skilst að bara hérna í kringum Vín sé ástandið miklu verra. Vinir mínir búa hérna rétt fyrir utan Vín og þau þurftu að yfirgefa húsið sitt. Ég sá myndir áðan og þar er sko hálfs meters vatn yfir öllu í íbúðinni þeirra. Þetta hefur aldrei komið yfir áður.“ Veður Austurríki Pólland Rúmenía Slóvakía Ungverjaland Þýskaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Mannskæð flóð og fækkun fiskbúða í borginni Minnst sjö hafa látist í flóðunum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 18:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira
Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu hafa verið önnum kafnir vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð, innviðir í lamasessi og neyðarástandi víða verið lýst yfir. Í Tékklandi þurfti að rýma um tugþúsundir heimila í norðurhluta landsins þar sem einnig hefur verið rafmagnslaust. Flóðavarnir hafa verið settar upp í höfuðborginni Prag, og ár flætt víða yfir bakka sína, meðal annars í Póllandi. Ástandið hefur einnig verið slæmt í Rúmeníu, Slóvakíu, Ungverjalandi og hluta Þýskalands. Í Austurríki hafa stjórnvöld lýst yfir hamfarasvæði í fjölda bæja þar sem íbúum var gert að rýma, meðal annars í grennd við höfuðborgina Vín. Jakob Veigar Sigurðsson, myndlistamaðurinn búsettur í Vín, segir ástandið verst í úthverfum borgarinnar og í grennd við ár og sýki. „Í kringum kanalana, þar er fullt af veitingastöðum þar sem að vatnið er komið upp á miðjar hurðar og bara mjög illa farið. Ég er búin að vera hérna í átta ár og ég hef aldrei séð neitt nálægt þessu,“ segir Jakob Veigar. Sjálfur býr hann í hverfi sem hefur sloppið nokkuð vel, en annað er að segja um önnur svæði í lægum í útjaðri borgarinnar. Ástandið hefur mikil áhrif á daglegt líf en einhverjum vegum hefur til að mynda verið lokað og neðanjarðarlestarkerfið liggur að miklu leyti niðri í úthverfum. „Neðanjarðarlestarkerfið virkar bara í alveg innsta hring, öll úthverfin eru úti. Þannig að það er stopp. Svo er rok, það er leiðindarok, en eitthvað sem Íslendingur er mjög vanur er vanur. En fólkið er bara á taugum hérna, hefur aldrei upplifað neitt þessu líkt,“ segir Jakob. Fátt sé til bragðs að taka þar sem ástandið er verst, annað enn að koma sér í skjól og bíða eftir að verinu sloti. „Ég hef náttúrlega aldrei kynnst svona vatnsveðri. Það er rosa skrítið hvernig þetta skiptist niður. Mér skilst að bara hérna í kringum Vín sé ástandið miklu verra. Vinir mínir búa hérna rétt fyrir utan Vín og þau þurftu að yfirgefa húsið sitt. Ég sá myndir áðan og þar er sko hálfs meters vatn yfir öllu í íbúðinni þeirra. Þetta hefur aldrei komið yfir áður.“
Veður Austurríki Pólland Rúmenía Slóvakía Ungverjaland Þýskaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Mannskæð flóð og fækkun fiskbúða í borginni Minnst sjö hafa látist í flóðunum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 18:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira
Mannskæð flóð og fækkun fiskbúða í borginni Minnst sjö hafa látist í flóðunum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 18:01