Sárnar hvernig fjölskyldunni bárust tíðindin hörmulegu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2024 15:40 Hulda Margrét segir Kolfinnu Eldeyju hafa verið augastein föður síns. Getty Systir karlmanns sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana segist sár yfir því hve seint nánustu aðstandendum í föðurlegg stúlkunnar voru færð tíðindin. Hún leggur áherslu á að feðginin hafi átt í mjög góðu sambandi. Lögregla greindi frá nafni stúlkunnar á þriðja tímanum í dag. Hún hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir og var tíu ára gömul, búsett í Reykjavík. Sigurður Fannar Þórsson, faðir hennar, hringdi í lögreglu um kvöldmatarleytið á sunnudagskvöld og sagðist að sögn lögreglu hafa orðið henni að bana. Heyrðu af málinu úti á götu Hulda Margrét Þorláksdóttir er ein sex systkina Sigurðar. Hún gagnrýnir hvernig lögregla nálgaðist fjölskylduna varðandi atburðinn. Að sögn Huldu hafi lögregla byrjað á því að mæta heim til móður Kolfinnu Eldeyjar á sunnudagskvöld. Lögregla hafi tilkynnt henni að að dóttir hennar hefði verið myrt og barnsfaðir hennar handtekinn. Móðirin hafi beðið lögreglu um að upplýsa föðurfjölskyldu stúlkunnar um málið eftir að henni höfðu verið færð tíðindin. „Hún biður lögreglu á sunnudagskvöldinu að hafa samband við föðurfjölskylduna,“ segir Hulda Margrét. Það hafi ekki verið gert. Fyrir vikið hafi þau systkinin og amma stúlkunnar í föðurlegg ekki vitað neitt. Sjálf hafi hún verið grunlaus þegar hún var spurð að því úti á götu í hádeginu á mánudag hvort fréttirnar úr Krýsuvík væru af bróður hennar og litlu frænku. Augasteinn föður síns „Sólarhring eftir atburðinn mæta loksins tveir lögreglumenn og prestar. Við erum fjölskylda, bróðir hennar, amma og við systkinin. Það spáir enginn í þessu,“ segir Hulda Margrét. „Á bak við þennan hörmulega atburð eru tvær stórar fjölskyldur sem eiga um sárt að binda og mörg lítil börn sem þekktu frænku sína vel,“ segir Hulda Margrét. Þá áréttar hún að feðginin hafi átt í góðum samskiptum og Kolfinna verið augasteinn föður síns. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu sagði að enginn prestur hefði verið í för með lögreglumönnum á sunnudagskvöldið. Beðist er velvirðingar á því. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Tengdar fréttir Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem fannst látin á sunnudagskvöld hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir. 17. september 2024 14:53 Til rannsóknar hvar stúlkan var myrt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar það nú hvort að tíu ára stúlka hafi verið myrt í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg á sunnudag eða hvort hún hafi verið myrt annars staðar. Lögreglan leggur mikla áhersla á aðdraganda morðsins í rannsókn sinni. Frá þessu var greint í hádegisfréttum RÚV. 17. september 2024 14:48 Finnum sérstaklega til þegar börn eigi í hlut Aldrei hafa verið framin jafn mörg manndráp á Íslandi á einu ári líkt og það sem af er þessu ári. Afbrotafræðingur vonast til þess að um sé að ræða topp sem gangi svo aftur niður. Þjóðin finni sérstaklega til þegar börn eiga í hlut í málunum. 17. september 2024 12:17 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Lögregla greindi frá nafni stúlkunnar á þriðja tímanum í dag. Hún hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir og var tíu ára gömul, búsett í Reykjavík. Sigurður Fannar Þórsson, faðir hennar, hringdi í lögreglu um kvöldmatarleytið á sunnudagskvöld og sagðist að sögn lögreglu hafa orðið henni að bana. Heyrðu af málinu úti á götu Hulda Margrét Þorláksdóttir er ein sex systkina Sigurðar. Hún gagnrýnir hvernig lögregla nálgaðist fjölskylduna varðandi atburðinn. Að sögn Huldu hafi lögregla byrjað á því að mæta heim til móður Kolfinnu Eldeyjar á sunnudagskvöld. Lögregla hafi tilkynnt henni að að dóttir hennar hefði verið myrt og barnsfaðir hennar handtekinn. Móðirin hafi beðið lögreglu um að upplýsa föðurfjölskyldu stúlkunnar um málið eftir að henni höfðu verið færð tíðindin. „Hún biður lögreglu á sunnudagskvöldinu að hafa samband við föðurfjölskylduna,“ segir Hulda Margrét. Það hafi ekki verið gert. Fyrir vikið hafi þau systkinin og amma stúlkunnar í föðurlegg ekki vitað neitt. Sjálf hafi hún verið grunlaus þegar hún var spurð að því úti á götu í hádeginu á mánudag hvort fréttirnar úr Krýsuvík væru af bróður hennar og litlu frænku. Augasteinn föður síns „Sólarhring eftir atburðinn mæta loksins tveir lögreglumenn og prestar. Við erum fjölskylda, bróðir hennar, amma og við systkinin. Það spáir enginn í þessu,“ segir Hulda Margrét. „Á bak við þennan hörmulega atburð eru tvær stórar fjölskyldur sem eiga um sárt að binda og mörg lítil börn sem þekktu frænku sína vel,“ segir Hulda Margrét. Þá áréttar hún að feðginin hafi átt í góðum samskiptum og Kolfinna verið augasteinn föður síns. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu sagði að enginn prestur hefði verið í för með lögreglumönnum á sunnudagskvöldið. Beðist er velvirðingar á því.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Tengdar fréttir Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem fannst látin á sunnudagskvöld hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir. 17. september 2024 14:53 Til rannsóknar hvar stúlkan var myrt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar það nú hvort að tíu ára stúlka hafi verið myrt í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg á sunnudag eða hvort hún hafi verið myrt annars staðar. Lögreglan leggur mikla áhersla á aðdraganda morðsins í rannsókn sinni. Frá þessu var greint í hádegisfréttum RÚV. 17. september 2024 14:48 Finnum sérstaklega til þegar börn eigi í hlut Aldrei hafa verið framin jafn mörg manndráp á Íslandi á einu ári líkt og það sem af er þessu ári. Afbrotafræðingur vonast til þess að um sé að ræða topp sem gangi svo aftur niður. Þjóðin finni sérstaklega til þegar börn eiga í hlut í málunum. 17. september 2024 12:17 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem fannst látin á sunnudagskvöld hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir. 17. september 2024 14:53
Til rannsóknar hvar stúlkan var myrt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar það nú hvort að tíu ára stúlka hafi verið myrt í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg á sunnudag eða hvort hún hafi verið myrt annars staðar. Lögreglan leggur mikla áhersla á aðdraganda morðsins í rannsókn sinni. Frá þessu var greint í hádegisfréttum RÚV. 17. september 2024 14:48
Finnum sérstaklega til þegar börn eigi í hlut Aldrei hafa verið framin jafn mörg manndráp á Íslandi á einu ári líkt og það sem af er þessu ári. Afbrotafræðingur vonast til þess að um sé að ræða topp sem gangi svo aftur niður. Þjóðin finni sérstaklega til þegar börn eiga í hlut í málunum. 17. september 2024 12:17