Tók rúmlega ár að fá „nei“ við einfaldri fyrirspurn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. september 2024 18:29 Friðjón (t.h.) segist ekkert sérlega hissa á hve langan tíma tók að fá formlegt svar við einfaldri fyrirspurn. Vísir/Vilhelm Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar var ekki upplýst um að undirgöngum við Nauthólsveg hefði verið lokað á síðasta ári. Fyrirspurn um hvort ráðið hefði fengið upplýsingar um þetta var lögð fram í ágúst á síðasta ári. Formlegt svar, sem var eitt orð, barst fyrir nokkrum dögum. Friðjón R. Friðjónsson lagði fyrirspurnina fram á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar þann 25. ágúst 2023. Fyrirspurnin var svohljóðandi: „Var menningar og íþróttasvið upplýst um að undirgöngum við Nauthólsveg væri lokað og aðkoma barna og annarra hjólandi og gangandi skert að einu fjölsóttasta íþrótta og tómstundasvæði borgarinnar?“ Á síðasta fundi ráðsins, þann 13. september síðastliðinn, var svar við fyrirspurninni lagt fram. Það er dagsett þremur dögum fyrr, 10. september 2024, og er svohljóðandi: „Nei.“ Ekki fyrsta skiptið Í samtali við Vísi segist Friðjón muna óljóst eftir fyrirspurninni. Hann var ekki á fundinum þar sem hið stutta svar var lagt fram, en hann er varamaður í ráðinu. „Okkur þótti þetta mjög skrýtið. Þarna voru krakkar sem hjóla úr Fossvogi inn á Hlíðarendasvæðið á æfingar, vegna þess að Víkingur er ekki með körfuboltadeild. Þeir lenda í því að þurfa þarna allt í einu að fara yfir götu, sem er þónokkur umferðargata. Þó það sé ekki hröð umferð frá Háskólanum í Reykjavík, þá er þetta mikil umferð,“ segir Friðjón. Því hafi fyrirspurnin verið lögð fram, þar sem sífellt sé verið að reyna að tryggja öryggi barna og auka aðgengi í umferðinni á sama tíma og fyllt hafi verið upp í göngin í ágúst í fyrra. „Sviðsstjórinn hvíslaði nú svarinu óformlega að okkur á fundinum [2023] en ég skal viðurkenna að mig undrar ekki að formlegt svar hafi komið núna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í því að það taki meira en ár að svara fyrirspurn frá mér,“ segir Friðjón. Kjörnir fulltrúar í Ráðhúsinu hafa það mun verra en kollegar þeirra á þingi, þegar kemur að því að fá svör við fyrirspurnum sínum, að sögn Friðjóns.Vísir/Vilhelm Nokkurra vikna bið eftir ráðherrum hátíð miðað við þetta Hann telur um mjög óheppilega stjórnsýslu að ræða. „Ég lagði fram fyrirspurn á þriðja fundi mínum í stafrænu ráði, sem tók ár að svara líka, á milli áranna 2022 og '23. Þrátt fyrir sífellt fjölmennari miðlæga stjórnsýslu þá gengur stundum mjög erfiðlega að fá svör við fyrirspurnum.“ Friðjón segist hafa lagt inn aðra fyrirspurn í maí síðastliðnum, um eignir borgarinnar. „Sem maður skyldi ætla að væru til upplýsingar um nánast í Excel-skjali eða gagnagrunni. Svar við þeirri fyrirspurn er ekki heldur komið.“ Friðjón bendir á að á Alþingi þyki það óheppilegt þegar ráðherrar svari ekki innan nokkurra vikna. Fólkið hinu megin Vonarstrætis hafi það því mjög gott, í samanburði við kjörna fulltrúa í Ráðhúsinu. „Guð forði okkur frá því að svarið hefði verið lengra, þá hefði kjörtímabilið kannski klárast áður en það kæmi,“ segir Friðjón. Fyrirspurnina og svar við henni má nálgast í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl FyrirspurnFYRIRSPURNUNDIRGÖNGSækja skjal SvarSVARUNDIRGÖNGSækja skjal Stjórnsýsla Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Sjá meira
Friðjón R. Friðjónsson lagði fyrirspurnina fram á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar þann 25. ágúst 2023. Fyrirspurnin var svohljóðandi: „Var menningar og íþróttasvið upplýst um að undirgöngum við Nauthólsveg væri lokað og aðkoma barna og annarra hjólandi og gangandi skert að einu fjölsóttasta íþrótta og tómstundasvæði borgarinnar?“ Á síðasta fundi ráðsins, þann 13. september síðastliðinn, var svar við fyrirspurninni lagt fram. Það er dagsett þremur dögum fyrr, 10. september 2024, og er svohljóðandi: „Nei.“ Ekki fyrsta skiptið Í samtali við Vísi segist Friðjón muna óljóst eftir fyrirspurninni. Hann var ekki á fundinum þar sem hið stutta svar var lagt fram, en hann er varamaður í ráðinu. „Okkur þótti þetta mjög skrýtið. Þarna voru krakkar sem hjóla úr Fossvogi inn á Hlíðarendasvæðið á æfingar, vegna þess að Víkingur er ekki með körfuboltadeild. Þeir lenda í því að þurfa þarna allt í einu að fara yfir götu, sem er þónokkur umferðargata. Þó það sé ekki hröð umferð frá Háskólanum í Reykjavík, þá er þetta mikil umferð,“ segir Friðjón. Því hafi fyrirspurnin verið lögð fram, þar sem sífellt sé verið að reyna að tryggja öryggi barna og auka aðgengi í umferðinni á sama tíma og fyllt hafi verið upp í göngin í ágúst í fyrra. „Sviðsstjórinn hvíslaði nú svarinu óformlega að okkur á fundinum [2023] en ég skal viðurkenna að mig undrar ekki að formlegt svar hafi komið núna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í því að það taki meira en ár að svara fyrirspurn frá mér,“ segir Friðjón. Kjörnir fulltrúar í Ráðhúsinu hafa það mun verra en kollegar þeirra á þingi, þegar kemur að því að fá svör við fyrirspurnum sínum, að sögn Friðjóns.Vísir/Vilhelm Nokkurra vikna bið eftir ráðherrum hátíð miðað við þetta Hann telur um mjög óheppilega stjórnsýslu að ræða. „Ég lagði fram fyrirspurn á þriðja fundi mínum í stafrænu ráði, sem tók ár að svara líka, á milli áranna 2022 og '23. Þrátt fyrir sífellt fjölmennari miðlæga stjórnsýslu þá gengur stundum mjög erfiðlega að fá svör við fyrirspurnum.“ Friðjón segist hafa lagt inn aðra fyrirspurn í maí síðastliðnum, um eignir borgarinnar. „Sem maður skyldi ætla að væru til upplýsingar um nánast í Excel-skjali eða gagnagrunni. Svar við þeirri fyrirspurn er ekki heldur komið.“ Friðjón bendir á að á Alþingi þyki það óheppilegt þegar ráðherrar svari ekki innan nokkurra vikna. Fólkið hinu megin Vonarstrætis hafi það því mjög gott, í samanburði við kjörna fulltrúa í Ráðhúsinu. „Guð forði okkur frá því að svarið hefði verið lengra, þá hefði kjörtímabilið kannski klárast áður en það kæmi,“ segir Friðjón. Fyrirspurnina og svar við henni má nálgast í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl FyrirspurnFYRIRSPURNUNDIRGÖNGSækja skjal SvarSVARUNDIRGÖNGSækja skjal
Stjórnsýsla Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Sjá meira