„Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 18. september 2024 07:57 Guðrún Karls Helgudóttir tekur við embætti biskups Íslands í dag. Vísir/Vilhelm Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir lög sem heimili lögreglu að fara inn á spítala til að sækja barn um miðja nótt „ólög og ómanneskjuleg“. Guðrún segir tímabært fyrir samfélagið að staldra við og skoða betur hvernig það geti verið manneskjulegra og í meiri kærleika. Þetta segir Guðrún í aðsendri grein á vef Vísis í dag. Guðrún segir eðlilegt við slíkar aðstæður að staldra við og tekur nokkur dæmi. Til dæmis þegar ráðafólk, fullorðið fólk, tekst á um það hvort spænskir spítalar séu nógu góðir fyrir langveikt barn, en skauti framhjá því að „lögregla hafi farið inn á barnaspítala í skjóli nætur og sótt þar sjúkling til brottvísunar“. Þá á hún við aðgerðir lögreglu á Landspítalanum á mánudag þegar Yazan Tamimi var sóttur og farið með hann upp á flugvöll til brottvísunar. Hún segir samfélagið hafa orðið fyrir mörgum áföllum síðustu vikur og að mánudagurinn síðasti, 16. september, hafi verið sérstaklega erfiður mörgum. „Hann var kaldranalegur, mánudagsmorguninn 16. september þegar fréttir voru sagðar af langveikum dreng í hjólastól að hann hefði verið sóttur af lögreglufólki á Landspítalann og biði brottvísunar í haldi lögreglu á Keflavíkurflugvelli. Drengurinn hafði það til saka unnið að vera í röngu landi á röngum tíma. Sama morgun var okkur sagt að tíu ára stúlka hafi fundist látin í hrauni við Krýsuvík, ekki langt frá Keflavíkurflugvelli. Faðir stúlkunnar var handtekinn, grunaður um morð,“ segir Guðrún. Hvetur fólk til að staldra við Það sé ekki undra að fólk spyrji sig hvað sé eiginlega að gerast á landinu okkar. Hún hvetur til þess að það sé staldrað við og spurt hvernig hægt sé að skapa kærleiksríkara samfélag. Guðrún segir því reglulega slengt fram að reglur megi ekki fjalla um einstaklinga og að þær verði að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. „Það kann vel að vera, en reglur samfélags mega heldur ekki vera ómanneskjulegar. Með lögum skal land byggja, lesum við á skildi lögreglunnar. En gleymum ekki síðari hluta setningar Njáls á Bergþórshvoli, „en með ólögum eyða.“ Lög sem heimila aðgerðir lögreglu aðfaranótt mánudags síðastliðins, eru ólög og þau eru ómanneskjuleg,“ segir Guðrún í grein sinni. Vill að rætt sé við börn Þar hvetur hún fólk einnig til að tala saman og leita sér aðstoðar þurfi það á því að halda. Hún segir kirkjur landsins öllum opnar og presta og djákna til samtals. „Tökum utan um hvert annað og ekki síst börnin okkar og sýnum þeim hvernig við vinnum úr áföllum. Það er hlutverk okkar og skylda að ræða við börnin okkar og við megum alls ekki færa það mikilvæga dagskrárvald til samfélagsmiðla,“ segir Guðrún. Hún biðlar að lokum til fólks að rísa upp í kærleika. „Ég votta öllum þeim sem nú eiga um sárt að binda vegna atburða undanfarinna vikna og mánaða mína dýpstu samúð og bið þess að við getum sameinast um að rísa upp í kærleika í samfélagi þar sem nægt rými er fyrir alla: litla langveika drengi og börn sem eiga það skilið að fá að lifa.“ Mál Yazans Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Börn og uppeldi Geðheilbrigði Þjóðkirkjan Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Þetta segir Guðrún í aðsendri grein á vef Vísis í dag. Guðrún segir eðlilegt við slíkar aðstæður að staldra við og tekur nokkur dæmi. Til dæmis þegar ráðafólk, fullorðið fólk, tekst á um það hvort spænskir spítalar séu nógu góðir fyrir langveikt barn, en skauti framhjá því að „lögregla hafi farið inn á barnaspítala í skjóli nætur og sótt þar sjúkling til brottvísunar“. Þá á hún við aðgerðir lögreglu á Landspítalanum á mánudag þegar Yazan Tamimi var sóttur og farið með hann upp á flugvöll til brottvísunar. Hún segir samfélagið hafa orðið fyrir mörgum áföllum síðustu vikur og að mánudagurinn síðasti, 16. september, hafi verið sérstaklega erfiður mörgum. „Hann var kaldranalegur, mánudagsmorguninn 16. september þegar fréttir voru sagðar af langveikum dreng í hjólastól að hann hefði verið sóttur af lögreglufólki á Landspítalann og biði brottvísunar í haldi lögreglu á Keflavíkurflugvelli. Drengurinn hafði það til saka unnið að vera í röngu landi á röngum tíma. Sama morgun var okkur sagt að tíu ára stúlka hafi fundist látin í hrauni við Krýsuvík, ekki langt frá Keflavíkurflugvelli. Faðir stúlkunnar var handtekinn, grunaður um morð,“ segir Guðrún. Hvetur fólk til að staldra við Það sé ekki undra að fólk spyrji sig hvað sé eiginlega að gerast á landinu okkar. Hún hvetur til þess að það sé staldrað við og spurt hvernig hægt sé að skapa kærleiksríkara samfélag. Guðrún segir því reglulega slengt fram að reglur megi ekki fjalla um einstaklinga og að þær verði að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. „Það kann vel að vera, en reglur samfélags mega heldur ekki vera ómanneskjulegar. Með lögum skal land byggja, lesum við á skildi lögreglunnar. En gleymum ekki síðari hluta setningar Njáls á Bergþórshvoli, „en með ólögum eyða.“ Lög sem heimila aðgerðir lögreglu aðfaranótt mánudags síðastliðins, eru ólög og þau eru ómanneskjuleg,“ segir Guðrún í grein sinni. Vill að rætt sé við börn Þar hvetur hún fólk einnig til að tala saman og leita sér aðstoðar þurfi það á því að halda. Hún segir kirkjur landsins öllum opnar og presta og djákna til samtals. „Tökum utan um hvert annað og ekki síst börnin okkar og sýnum þeim hvernig við vinnum úr áföllum. Það er hlutverk okkar og skylda að ræða við börnin okkar og við megum alls ekki færa það mikilvæga dagskrárvald til samfélagsmiðla,“ segir Guðrún. Hún biðlar að lokum til fólks að rísa upp í kærleika. „Ég votta öllum þeim sem nú eiga um sárt að binda vegna atburða undanfarinna vikna og mánaða mína dýpstu samúð og bið þess að við getum sameinast um að rísa upp í kærleika í samfélagi þar sem nægt rými er fyrir alla: litla langveika drengi og börn sem eiga það skilið að fá að lifa.“
Mál Yazans Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Börn og uppeldi Geðheilbrigði Þjóðkirkjan Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira