Fólk hafi samband við lögreglu í stað þess að deila sögum á netinu Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. september 2024 16:21 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Vísir/Arnar Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað tíu ára dóttur sinni á sunnudag var yfirheyrður nú síðdegis. Yfirlögregluþjónn hvetur fólk sem hefur haldbærar upplýsingar, sem hafi þýðingu fyrir rannsókn málsins, til að koma með þær til lögreglu. Þar eigi þær heima, en ekki í sögusögnum sem gangi manna á milli á internetinu. „Við töluðum við hann í dag. Hann var yfirheyrður nú fyrir stuttu,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir yfirheyrslur hafa gengið ágætlega, án þess að geta farið nánar út í framburð mannsins. Spurður hvort maðurinn hafi játað að hafa orðið dóttur sinni að bana ítrekaði Grímur að hann gæti ekki farið út í það sem fram hefði komið við yfirheyrslur. „En eins og ég hef sagt áður, þá hringdi hann sjálfur inn með upplýsingar á sunnudaginn,“ segir Grímur. Kanna hvað manninum gekk til Hann segir að bifreið sem talið sé að maðurinn hafi verið á hafi fundist nálægt vettvanginum þar sem maðurinn var handtekinn. Verið sé að rannsaka hvar verknaðurinn sjálfur átti sér stað. Hluti af rannsókninni sé að upplýsa um ásetning mannsins, og rannsókninni miði ágætlega. „Það er ekki tímabært að fara neitt út í það hver var ásetningur eða afstaða þess sem grunaður er til þessa verknaðar.“ Byggja á staðreyndum Sögusagnir hafa gengið manna á milli, um að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi, og fleiri eigi þátt í málinu en maðurinn sem er í haldi lögreglu. Grímur segir engar upplýsingar um aðkomu annarra en mannsins hafa borist lögreglu, sem hægt sé að telja til staðreynda. „Ég verð að segja það almennt séð um sögusagnir, að við getum ekki leyft okkur að eyða tíma í að elta þær. Hins vegar segi ég það að ef fólk hefur upplýsingar um að einhver annar tengist þessu máli heldur en sá sem við höfum handtekið, þá hvet ég fólk til að koma með slíkar upplýsingar til lögreglunnar. Þar eiga þær heima, en ekki í sögusögnum á internetinu.“ Við rannsóknir á sakamálum geti komið upp upplýsingar sem beini þeim í aðrar áttir. „En á þessu stigi höfum við engar upplýsingar um það að aðrir séu viðriðnir þetta mál en sá sem hefur verið handtekinn.“ Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Við töluðum við hann í dag. Hann var yfirheyrður nú fyrir stuttu,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir yfirheyrslur hafa gengið ágætlega, án þess að geta farið nánar út í framburð mannsins. Spurður hvort maðurinn hafi játað að hafa orðið dóttur sinni að bana ítrekaði Grímur að hann gæti ekki farið út í það sem fram hefði komið við yfirheyrslur. „En eins og ég hef sagt áður, þá hringdi hann sjálfur inn með upplýsingar á sunnudaginn,“ segir Grímur. Kanna hvað manninum gekk til Hann segir að bifreið sem talið sé að maðurinn hafi verið á hafi fundist nálægt vettvanginum þar sem maðurinn var handtekinn. Verið sé að rannsaka hvar verknaðurinn sjálfur átti sér stað. Hluti af rannsókninni sé að upplýsa um ásetning mannsins, og rannsókninni miði ágætlega. „Það er ekki tímabært að fara neitt út í það hver var ásetningur eða afstaða þess sem grunaður er til þessa verknaðar.“ Byggja á staðreyndum Sögusagnir hafa gengið manna á milli, um að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi, og fleiri eigi þátt í málinu en maðurinn sem er í haldi lögreglu. Grímur segir engar upplýsingar um aðkomu annarra en mannsins hafa borist lögreglu, sem hægt sé að telja til staðreynda. „Ég verð að segja það almennt séð um sögusagnir, að við getum ekki leyft okkur að eyða tíma í að elta þær. Hins vegar segi ég það að ef fólk hefur upplýsingar um að einhver annar tengist þessu máli heldur en sá sem við höfum handtekið, þá hvet ég fólk til að koma með slíkar upplýsingar til lögreglunnar. Þar eiga þær heima, en ekki í sögusögnum á internetinu.“ Við rannsóknir á sakamálum geti komið upp upplýsingar sem beini þeim í aðrar áttir. „En á þessu stigi höfum við engar upplýsingar um það að aðrir séu viðriðnir þetta mál en sá sem hefur verið handtekinn.“
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira