Öryggi byggir á mönnun og launum Jórunn Frímannsdóttir skrifar 19. september 2024 15:02 Öryggi í heilbrigðisþjónustu er í beinu samhengi við mönnun fagfólks innan geirans. Á ráðstefnu Bandalags hjúkrunarfélaga á Norðurlöndunum, NNF, sem haldin var á Íslandi í síðustu viku voru kynntar rannsóknarniðurstöður sem allar bentu á mikilvægi fagmenntaðra hjúkrunarfræðinga þegar kemur að öryggi sjúklinga. Í fyrra urðu stór tímamót hér á landi. Í fyrsta skipti síðan Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga var stofnað árið 1919 fækkaði starfandi hjúkrunarfræðingum á Íslandi milli ára. Það er grafalvarlegt mál sem við verðum að bregðast við. Þetta gerist þrátt fyrir fjölgun nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga og fjölgun erlendra hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Staða hjúkrunar er með þeim hætti að fyrir löngu eru farin að blikka gul og jafnvel rauð ljós. Alls staðar heyrum við um vöntun á hjúkrunarfræðingum og sífellt fleiri verk hjúkrunarfræðinga eru á könnu sjúkraliða og annars sérþjálfaðs aðstoðarfólks. Hjúkrunarfræðinámið er heilmikið nám sem skilar hæfum einstaklingum með skilning á líffræði, líffærafræði, lyfjafræði og samspili líkama og sálar. Hjúkrunarfræðingar fá þjálfun í stjórnun og verkstjórn, sem er stór hluti starfsins. Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á þeim hjúkrunarverkum sem unnin eru, lyfjagjöfum og annarri almennri aðhlynningu og meðferð sjúklings, hvort sem þeir vinna verkin sjálfir eða fá aðra til að sinna þeim. Örugg mönnun Hver einasti hjúkrunarfræðingur verður að hafa góða yfirsýn yfir þann sjúklingahóp sem hann ber ábyrgð á hverju sinni. Niðurstöður stórrar rannsóknar frá 1999 (10.000 hjúkrunarfræðingar og 168.000 sjúklingar) sem unnin var í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sýnir nauðsyn þess að setja viðmið um mönnun. Þar kom í ljós að ef hjúkrunarfræðingur bar ábyrgð á átta sjúklingum í stað fjögurra voru sjúklingarnir 31% líklegri til að deyja innan 30 daga frá innskrift. Þessi rannsókn var gerð fyrir 25 árum síðan en nýlegar rannsóknir benda allar í sömu átt. Fækkun hjúkrunarfræðinga er ávísun á fleiri dauðsföll. Niðurstöður rannsóknar sem kom frá Centre for Health Outcomes and Policy Research, University of Pennsylvania School of Nursing núna í júlí 2024 benda til þess sama. Rannsóknin var yfirgripsmikil og byggði á 6,5 milljón sjúklingum á 2.676 bráðasjúkrahúsum. Rannsóknin sýndi að það að ráða almennt sérþjálfað starfsfólk, jafnvel sjúkraliða með lægri menntun í stað hjúkrunarfræðinga var í beinu samhengi við fleiri andlát, auknar endurkomur sjúklinga, lengri sjúkrahúsdvöl, minni ánægju sjúklinga og hærri kostnað. 10% fækkun fagmenntaðra hjúkrunarfræðinga þýðir 7% fleiri andlát. Áætlað var að með réttri mönnun mætti koma í veg fyrir andlát 11.000 einstaklinga í USA á ári hverju. Kostnaður við endurkomur og lengri dvalir á sjúkrahúsum var áætlaður 68,6 milljónir dollara á ári. Hvað þarf að gera: Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga, ICN, hefur sett niður tíu atriði sem nauðsynlegt er að grípa til ef við ætlum að reyna að spyrna við fótum og viðhalda okkar góða heilbrigðiskerfi. Vernda og fjárfesta í sérhæfingu hjúkrunarfræðinnar. Tryggja öruggar og heilbrigðar starfsaðstæður og virða réttindi hjúkrunarfræðinnar. Tryggja réttlát launakjör og jákvætt starfsumhverfi ásamt eðlilegri endurnýjun í stéttinni. Þróa, fjármagna og innleiða áætlun um fjölda hjúkrunarfræðinga fyrir landið allt, mismunandi starfstöðvar og innleiða mönnunarviðmið. Fjárfesta í hágæða viðurkenndu námi, útskrifa enn fleiri menntaða hjúkrunarfræðinga. Gera hjúkrunarfræðingum kleift að vinna í samræmi við menntun og reynslu. Meta hæfni og þekkingu hjúkrunarfræðinga til fulls og sérhæfingu þeirra hjúkrunarfræðinga sem hafa sérhæft sig og menntað sérstaklega. Viðurkenna Félög hjúkrunarfræðinga og fulltrúa þeirra sem sérfræðinga í faginu með aðkomu að ákvörðunum á öllum stigum stjórnsýslunnar. Vernda viðkvæma hópa þjóðfélagsins, hefja upp og standa vörð um mannréttindi, jafnrétti og samfélagslegt réttlæti. Leiðtogar hjúkrunarfræðinga séu í ábyrgðastöðum innan stjórnkerfisins og hafi aðkomu að ákvörðunum á frumstigum. Öryggi mönnunar er samhangandi launum Það er alveg sama hvernig við hugsum það eða skoðum. Laun hjúkrunarfræðinga skipta máli. Árið 2018 fóru danskir hjúkrunarfræðinga í átta vikna verkfall sem endaði með lagasetningu án þess að kjör þeirra væru leiðrétt. Í kjölfarið fækkaði um fimm þúsund starfandi hjúkrunarfræðinga í Danmörku sem var mikil blóðtaka fyrir danskt heilbrigðiskerfi. Allir þessir hjúkrunarfræðingar kusu að fara og starfa við annað. Nýverið voru gerðir góðir kjarasamningar við danska hjúkrunarfræðinga, laun þeirra hækkuðu aftur og það kom ákveðin leiðrétting. Stór hluti þeirra fimm þúsund hjúkrunarfræðinga sem hurfu frá störfum árið 2018 er nú, í kjölfar þessarar hækkunar, að skila sér aftur inn í heilbrigðiskerfið. Launin skipta máli og nauðsynlegt að laun hjúkrunarfræðinga hækki og hjúkrunarfræðingar finni að þeir séu metnir að verðleikum og störf þeirra mikilvæg. Nú hafa kjarasamningar hjúkrunarfræðinga verið lausir frá 1.apríl. Það er mikilvægt að við förum að sjá til lands í samningum. Óánægja almennra hjúkrunarfræðinga fer vaxandi og nauðsynlegt að eitthvað fari að gerast, annars er hætt við því að fleiri hverfi til annarra starfa. Hjúkrunarfræðingar vilja vera metnir að verðleikum og starfa við mannsæmandi vinnuaðstæður. Stór hluti af því er að innleiða mönnunarviðmið. Það þarf að útskrifa fleiri hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Það þarf jafnframt að vinna að því að samræma nám sjúkraliða og þá sérstaklega framhaldsnám sjúkraliða við nám í hjúkrunarfræði svo sjúkraliðar geti með framhaldsmenntun tekið einingar innan hjúkrunarfræðinnar og sérhæfing þeirra sé samræmd námi í hjúkrunarfræði. Hjúkrunarfræðingar þurfa að vera metnir til jafns við aðrar háskólastéttir og launaröðun og framgangur að vera í takt við það sem gerist hjá öðrum háskólastéttum. Starfandi hjúkrunarfræðingar á Íslandi í dag eru 3.721. Samkvæmt skýrslu um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga frá 2017 eru um 20% útskrifaðra hjúkrunarfræðinga starfandi utan heilbrigðiskerfisins. Það er til mikils að vinna fyrir land og þjóð að hjúkrunarfræðingar vilji vinna í heilbrigðiskerfinu og það sé áhugavert að mennta sig sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Droplaugarstaða hjúkrunarheimilis, formaður Öldrunarráðs Íslands og situr í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Öryggi í heilbrigðisþjónustu er í beinu samhengi við mönnun fagfólks innan geirans. Á ráðstefnu Bandalags hjúkrunarfélaga á Norðurlöndunum, NNF, sem haldin var á Íslandi í síðustu viku voru kynntar rannsóknarniðurstöður sem allar bentu á mikilvægi fagmenntaðra hjúkrunarfræðinga þegar kemur að öryggi sjúklinga. Í fyrra urðu stór tímamót hér á landi. Í fyrsta skipti síðan Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga var stofnað árið 1919 fækkaði starfandi hjúkrunarfræðingum á Íslandi milli ára. Það er grafalvarlegt mál sem við verðum að bregðast við. Þetta gerist þrátt fyrir fjölgun nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga og fjölgun erlendra hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Staða hjúkrunar er með þeim hætti að fyrir löngu eru farin að blikka gul og jafnvel rauð ljós. Alls staðar heyrum við um vöntun á hjúkrunarfræðingum og sífellt fleiri verk hjúkrunarfræðinga eru á könnu sjúkraliða og annars sérþjálfaðs aðstoðarfólks. Hjúkrunarfræðinámið er heilmikið nám sem skilar hæfum einstaklingum með skilning á líffræði, líffærafræði, lyfjafræði og samspili líkama og sálar. Hjúkrunarfræðingar fá þjálfun í stjórnun og verkstjórn, sem er stór hluti starfsins. Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á þeim hjúkrunarverkum sem unnin eru, lyfjagjöfum og annarri almennri aðhlynningu og meðferð sjúklings, hvort sem þeir vinna verkin sjálfir eða fá aðra til að sinna þeim. Örugg mönnun Hver einasti hjúkrunarfræðingur verður að hafa góða yfirsýn yfir þann sjúklingahóp sem hann ber ábyrgð á hverju sinni. Niðurstöður stórrar rannsóknar frá 1999 (10.000 hjúkrunarfræðingar og 168.000 sjúklingar) sem unnin var í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sýnir nauðsyn þess að setja viðmið um mönnun. Þar kom í ljós að ef hjúkrunarfræðingur bar ábyrgð á átta sjúklingum í stað fjögurra voru sjúklingarnir 31% líklegri til að deyja innan 30 daga frá innskrift. Þessi rannsókn var gerð fyrir 25 árum síðan en nýlegar rannsóknir benda allar í sömu átt. Fækkun hjúkrunarfræðinga er ávísun á fleiri dauðsföll. Niðurstöður rannsóknar sem kom frá Centre for Health Outcomes and Policy Research, University of Pennsylvania School of Nursing núna í júlí 2024 benda til þess sama. Rannsóknin var yfirgripsmikil og byggði á 6,5 milljón sjúklingum á 2.676 bráðasjúkrahúsum. Rannsóknin sýndi að það að ráða almennt sérþjálfað starfsfólk, jafnvel sjúkraliða með lægri menntun í stað hjúkrunarfræðinga var í beinu samhengi við fleiri andlát, auknar endurkomur sjúklinga, lengri sjúkrahúsdvöl, minni ánægju sjúklinga og hærri kostnað. 10% fækkun fagmenntaðra hjúkrunarfræðinga þýðir 7% fleiri andlát. Áætlað var að með réttri mönnun mætti koma í veg fyrir andlát 11.000 einstaklinga í USA á ári hverju. Kostnaður við endurkomur og lengri dvalir á sjúkrahúsum var áætlaður 68,6 milljónir dollara á ári. Hvað þarf að gera: Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga, ICN, hefur sett niður tíu atriði sem nauðsynlegt er að grípa til ef við ætlum að reyna að spyrna við fótum og viðhalda okkar góða heilbrigðiskerfi. Vernda og fjárfesta í sérhæfingu hjúkrunarfræðinnar. Tryggja öruggar og heilbrigðar starfsaðstæður og virða réttindi hjúkrunarfræðinnar. Tryggja réttlát launakjör og jákvætt starfsumhverfi ásamt eðlilegri endurnýjun í stéttinni. Þróa, fjármagna og innleiða áætlun um fjölda hjúkrunarfræðinga fyrir landið allt, mismunandi starfstöðvar og innleiða mönnunarviðmið. Fjárfesta í hágæða viðurkenndu námi, útskrifa enn fleiri menntaða hjúkrunarfræðinga. Gera hjúkrunarfræðingum kleift að vinna í samræmi við menntun og reynslu. Meta hæfni og þekkingu hjúkrunarfræðinga til fulls og sérhæfingu þeirra hjúkrunarfræðinga sem hafa sérhæft sig og menntað sérstaklega. Viðurkenna Félög hjúkrunarfræðinga og fulltrúa þeirra sem sérfræðinga í faginu með aðkomu að ákvörðunum á öllum stigum stjórnsýslunnar. Vernda viðkvæma hópa þjóðfélagsins, hefja upp og standa vörð um mannréttindi, jafnrétti og samfélagslegt réttlæti. Leiðtogar hjúkrunarfræðinga séu í ábyrgðastöðum innan stjórnkerfisins og hafi aðkomu að ákvörðunum á frumstigum. Öryggi mönnunar er samhangandi launum Það er alveg sama hvernig við hugsum það eða skoðum. Laun hjúkrunarfræðinga skipta máli. Árið 2018 fóru danskir hjúkrunarfræðinga í átta vikna verkfall sem endaði með lagasetningu án þess að kjör þeirra væru leiðrétt. Í kjölfarið fækkaði um fimm þúsund starfandi hjúkrunarfræðinga í Danmörku sem var mikil blóðtaka fyrir danskt heilbrigðiskerfi. Allir þessir hjúkrunarfræðingar kusu að fara og starfa við annað. Nýverið voru gerðir góðir kjarasamningar við danska hjúkrunarfræðinga, laun þeirra hækkuðu aftur og það kom ákveðin leiðrétting. Stór hluti þeirra fimm þúsund hjúkrunarfræðinga sem hurfu frá störfum árið 2018 er nú, í kjölfar þessarar hækkunar, að skila sér aftur inn í heilbrigðiskerfið. Launin skipta máli og nauðsynlegt að laun hjúkrunarfræðinga hækki og hjúkrunarfræðingar finni að þeir séu metnir að verðleikum og störf þeirra mikilvæg. Nú hafa kjarasamningar hjúkrunarfræðinga verið lausir frá 1.apríl. Það er mikilvægt að við förum að sjá til lands í samningum. Óánægja almennra hjúkrunarfræðinga fer vaxandi og nauðsynlegt að eitthvað fari að gerast, annars er hætt við því að fleiri hverfi til annarra starfa. Hjúkrunarfræðingar vilja vera metnir að verðleikum og starfa við mannsæmandi vinnuaðstæður. Stór hluti af því er að innleiða mönnunarviðmið. Það þarf að útskrifa fleiri hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Það þarf jafnframt að vinna að því að samræma nám sjúkraliða og þá sérstaklega framhaldsnám sjúkraliða við nám í hjúkrunarfræði svo sjúkraliðar geti með framhaldsmenntun tekið einingar innan hjúkrunarfræðinnar og sérhæfing þeirra sé samræmd námi í hjúkrunarfræði. Hjúkrunarfræðingar þurfa að vera metnir til jafns við aðrar háskólastéttir og launaröðun og framgangur að vera í takt við það sem gerist hjá öðrum háskólastéttum. Starfandi hjúkrunarfræðingar á Íslandi í dag eru 3.721. Samkvæmt skýrslu um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga frá 2017 eru um 20% útskrifaðra hjúkrunarfræðinga starfandi utan heilbrigðiskerfisins. Það er til mikils að vinna fyrir land og þjóð að hjúkrunarfræðingar vilji vinna í heilbrigðiskerfinu og það sé áhugavert að mennta sig sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Droplaugarstaða hjúkrunarheimilis, formaður Öldrunarráðs Íslands og situr í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar