Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2024 19:02 Florian Wirtz er allt í öllu í sóknarleik Bayer Leverkusen. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. Í Serbíu kom Íslandsvinurinn Kerem Aktürkoğlu gestunum frá Portúgal yfir eftir sendingu frá hinum danska Alexander Bah. Það má segja að Tyrkir hafi verið allt í öllu hjá Benfica í kvöld en Orkun Kökçü skoraði annað mark liðsins og kom liðinu 2-0 yfir áður en fyrri hálfleik var lokið. Angólamaðurinn Milson minnkaði muninn fyrir heimamenn undir lok leiks en nær komst Rauða stjarnan ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri Benfica. Leikmenn Benfica fagna.EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Í Hollandi voru Þýskalandsmeistarar Leverkusen í heimsókn og gengu þeir hreinlega frá leiknum í fyrri hálfleik en öll fjögur mörkin voru skoruð áður en honum lauk. Florian Wirtz kom gestunum yfir strax á 5. mínútu eftir undirbúning Robert Andrich. Það var svo þegar hálftími var liðinn sem Alejandro Grimaldo tvöfaldaði forystuna eftir sendingu frá Jeremie Frimpong. Wirtz var aftur á ferðinni sex mínútum síðar og aftur var það Frimpong sem lagði markið upp. Á lokamínútu fyrri hálfleiks gerði Timon Wellenreuther hræðileg mistök í marki Feyenoord þegar honum tókst að slá boltann í eigið net og staðan 0-4 í hálfleik. Leverkusen score four! 🤩#UCL pic.twitter.com/ibqH5Ph8dz— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Um miðbik síðari hálfleik héldu heimamenn að þeir hefðu fengið vítaspyrnu en eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur í myndbandsskjánum á hliðarlínunni ákvað hann að ekki væri um brot að ræða. Ekki löngu síðar héldu heimamenn að þeir hefðu minnkað muninn en flaggið fór á loft og lauk leiknum með 4-0 sigri gestanna. Benfica og Leverkusen byrja Meistaradeildina þetta árið því með góðum sigrum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Sjá meira
Í Serbíu kom Íslandsvinurinn Kerem Aktürkoğlu gestunum frá Portúgal yfir eftir sendingu frá hinum danska Alexander Bah. Það má segja að Tyrkir hafi verið allt í öllu hjá Benfica í kvöld en Orkun Kökçü skoraði annað mark liðsins og kom liðinu 2-0 yfir áður en fyrri hálfleik var lokið. Angólamaðurinn Milson minnkaði muninn fyrir heimamenn undir lok leiks en nær komst Rauða stjarnan ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri Benfica. Leikmenn Benfica fagna.EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Í Hollandi voru Þýskalandsmeistarar Leverkusen í heimsókn og gengu þeir hreinlega frá leiknum í fyrri hálfleik en öll fjögur mörkin voru skoruð áður en honum lauk. Florian Wirtz kom gestunum yfir strax á 5. mínútu eftir undirbúning Robert Andrich. Það var svo þegar hálftími var liðinn sem Alejandro Grimaldo tvöfaldaði forystuna eftir sendingu frá Jeremie Frimpong. Wirtz var aftur á ferðinni sex mínútum síðar og aftur var það Frimpong sem lagði markið upp. Á lokamínútu fyrri hálfleiks gerði Timon Wellenreuther hræðileg mistök í marki Feyenoord þegar honum tókst að slá boltann í eigið net og staðan 0-4 í hálfleik. Leverkusen score four! 🤩#UCL pic.twitter.com/ibqH5Ph8dz— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Um miðbik síðari hálfleik héldu heimamenn að þeir hefðu fengið vítaspyrnu en eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur í myndbandsskjánum á hliðarlínunni ákvað hann að ekki væri um brot að ræða. Ekki löngu síðar héldu heimamenn að þeir hefðu minnkað muninn en flaggið fór á loft og lauk leiknum með 4-0 sigri gestanna. Benfica og Leverkusen byrja Meistaradeildina þetta árið því með góðum sigrum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Sjá meira