Diddy á sjálfsvígsvakt Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. september 2024 17:08 Mörg mál er varða meint kynferðisbrot Sean „Diddy“ Combs eru til meðferðar hjá dómstólum vestanhafs. Getty Tónlistarmaðurinn Diddy hefur verið settur á sjálfsvígsvakt á meðan hann bíður réttarhalda. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal og gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisdóm. Diddy, sem heitir fullu nafni Sean Combs, var handtekinn á mánudag og ákærður fyrir að hafa frá árinu 2008 verið hluti af glæpasamtökum sem báru ábyrgð á mansali, nauðungarvinnu, mannráni, íkveikjum, mútuþægni og að hindra framgang réttvísinnar. Saksóknarar sökuðu rapparann um að nota peninga sína og völd til að skipuleggja „niðrandi og á köflum ofbeldisfullar kynlífsathafnir sem kölluðust ,freak-offs'.“ Hann hafi leikstýrt og framleitt margra klukkutíma og margra daga upptökur af slíkum athöfnum þar sem hann hafi hótað og þvingað konur til að uppfylla kynferðislegar þarfir sínar. Fulltrúar Alríkislögreglunnar sögðust hafa gert meira en þúsund flöskur af barnaolíu og öðrum sleipiefnum upptækar af heimilum rapparans. Hlakkar til að hreinsa nafn sitt Þingfesting í málinu fór fram í alríkisdómstóli í New York á þriðjudag þar sem dómarinn Robyn Tarnofsky neitaði honum um lausn úr varðhaldi gegn tryggingu. Eftir þingfestinguna sagði Marc Agnofilo, lögfræðingur Diddy, við blaðamenn fyrir utan dómshúsið að Diddy hefði beðið eftir þessum degi. „Hann hefur hlakkað til að hreinsa nafn sitt, og ætlar að gera það,“ sagði lögfræðingurinn. Agnofilo áfrýjaði ákvörðun dómarans á miðvikudag um að halda Diddy í varðhaldi en dómarinn staðfesti fyrri ákvörðun. Samkvæmt heimildarmönnum NBC hefur rapparinn verið settur á sjálfsvígsvakt og fylgjast verðir Metropolitan varðhaldsstöðvarinnar (e. Metropolitan Detention Center) náið með honum. Talsmaður Diddy sagði sömuleiðis við NBC að hann væri hraustur, sterkur og einbeittur að því að vinna málið. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Bandaríkin Tónlist Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Ákærur gefnar út og Sean Combs handtekinn í New York Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Diddy eða Puff Daddy, var handtekinn á Manhattan í New York í gærkvöldi eftir að ákærur voru gefnar út á hendur honum. 17. september 2024 06:53 1,4 milljarðar króna fyrir að mæta ekki fyrir rétt Bandaríski rapparinn Sean „Diddy“ Combs var í dag dæmdur til þess að greiða meintum brotaþola 100 milljónir dala, um 1,4 milljarða króna, vegna kynferðisbrots fyrir 27 árum síðan. 11. september 2024 00:02 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Diddy, sem heitir fullu nafni Sean Combs, var handtekinn á mánudag og ákærður fyrir að hafa frá árinu 2008 verið hluti af glæpasamtökum sem báru ábyrgð á mansali, nauðungarvinnu, mannráni, íkveikjum, mútuþægni og að hindra framgang réttvísinnar. Saksóknarar sökuðu rapparann um að nota peninga sína og völd til að skipuleggja „niðrandi og á köflum ofbeldisfullar kynlífsathafnir sem kölluðust ,freak-offs'.“ Hann hafi leikstýrt og framleitt margra klukkutíma og margra daga upptökur af slíkum athöfnum þar sem hann hafi hótað og þvingað konur til að uppfylla kynferðislegar þarfir sínar. Fulltrúar Alríkislögreglunnar sögðust hafa gert meira en þúsund flöskur af barnaolíu og öðrum sleipiefnum upptækar af heimilum rapparans. Hlakkar til að hreinsa nafn sitt Þingfesting í málinu fór fram í alríkisdómstóli í New York á þriðjudag þar sem dómarinn Robyn Tarnofsky neitaði honum um lausn úr varðhaldi gegn tryggingu. Eftir þingfestinguna sagði Marc Agnofilo, lögfræðingur Diddy, við blaðamenn fyrir utan dómshúsið að Diddy hefði beðið eftir þessum degi. „Hann hefur hlakkað til að hreinsa nafn sitt, og ætlar að gera það,“ sagði lögfræðingurinn. Agnofilo áfrýjaði ákvörðun dómarans á miðvikudag um að halda Diddy í varðhaldi en dómarinn staðfesti fyrri ákvörðun. Samkvæmt heimildarmönnum NBC hefur rapparinn verið settur á sjálfsvígsvakt og fylgjast verðir Metropolitan varðhaldsstöðvarinnar (e. Metropolitan Detention Center) náið með honum. Talsmaður Diddy sagði sömuleiðis við NBC að hann væri hraustur, sterkur og einbeittur að því að vinna málið. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Bandaríkin Tónlist Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Ákærur gefnar út og Sean Combs handtekinn í New York Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Diddy eða Puff Daddy, var handtekinn á Manhattan í New York í gærkvöldi eftir að ákærur voru gefnar út á hendur honum. 17. september 2024 06:53 1,4 milljarðar króna fyrir að mæta ekki fyrir rétt Bandaríski rapparinn Sean „Diddy“ Combs var í dag dæmdur til þess að greiða meintum brotaþola 100 milljónir dala, um 1,4 milljarða króna, vegna kynferðisbrots fyrir 27 árum síðan. 11. september 2024 00:02 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Ákærur gefnar út og Sean Combs handtekinn í New York Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Diddy eða Puff Daddy, var handtekinn á Manhattan í New York í gærkvöldi eftir að ákærur voru gefnar út á hendur honum. 17. september 2024 06:53
1,4 milljarðar króna fyrir að mæta ekki fyrir rétt Bandaríski rapparinn Sean „Diddy“ Combs var í dag dæmdur til þess að greiða meintum brotaþola 100 milljónir dala, um 1,4 milljarða króna, vegna kynferðisbrots fyrir 27 árum síðan. 11. september 2024 00:02