„Sérstakar ástæður“ urðu til þess að dómur skrifstofustjórans var ekki birtur Árni Sæberg skrifar 26. september 2024 07:01 Magnús Stefán var forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar og skrifstofustjóri Afls sparisjóðs á Siglufirði. Vísir/Jóhann K Sérstakar ástæður, sem ekki er talið unnt að gefa upp á grundvelli persónuverndarsjónarmiða, urðu til þess að dómur yfir Magnúsi Stefáni Jónassyni, fyrrverandi forseta bæjarstjórnar Fjallabyggðar og skrifstofustjóra Afls sparisjóðs á Siglufirði, var ekki birtur. Á föstudaginn fjallaði Morgunblaðið um að dómur Magnúsar Stefáns hefði ekki verið birtur, en almennt eru flestar úrlausnir héraðsdómstóla birtar á vef dómstólanna. Vísir sendi Arnbjörgu Sverrisdóttur, dómstjóra Héraðsdóms Norðurlands eystra, fyrirspurn vegna málsins og falaðist eftir svörum um hvers vegna dómurinn var ekki birtur. Hún segir dóminn ekki hafa verið birtan á grundvelli greinar reglna dómstólasýslunnar um birtingu úrlausna, sem kveður á um að þegar sérstaklega stendur á geti dómstjóri með hliðsjón af hagsmunum málsaðila eða annarra sem getið er í dómsúrlausn ákveðið að vikið skuli frá meginreglunni um að úrlausnir skuli birtar. „Þær sérstöku ástæður sem fyrir hendi voru eru þess eðlis að persónuverndarsjónarmið standa því í vegi að ég geti upplýst um þær,“ segir í Svari Arnbjargar. Dómurinn óskilorðsbundinn að hluta Með fyrirspurn Vísis fylgdi einnig beiðni um afhendingu á dóminum en dómstólum er skylt að verða við slíkri beiðni. Í dómsorði segir að Magnús Stefán skyldi sæti fangelsi í tvö ár en fresta skyldi fullnustu 21 mánaðar af refsingunni og sá hluti hennar falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dómsins. Þá skyldi hann sæta upptöku á 7.644.514 krónum sem embætti sérstaks saksóknara lagði hald á árið 2015. Þeim fjármunum skyldi ráðstafað til greiðslu á dæmdum skaðabótum Arion banka samkvæmt dómi Hæstaréttar í máli bankans á hendur Magnúsi Stefáni. Þá skyldi Bás ehf., verktakafyrirtæki sem einnig var ákært, sæta upptöku á 4,6 milljónum króna. Loks var Magnús Stefán dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar upp á 15,6 milljóna króna. Notaði bankareikninga viðskiptavina í eigin þágu Í dóminum segir að Magnús Stefán hafi verið skrifstofustjóri Afls en látið þar af störfum í júní árið 2015. Í september sama ár hafi embætti sérstaks saksóknara borist kæra sparisjóðsins, vegna gruns um mögulega refsiverða háttsemi Magnúsar Stefáns, í tengslum við störf hans fyrir sjóðinn. Hann hafi verið grunaður um að hafa misnotað bankareikninga viðskiptavina sparisjóðsins í eigin þágu og í þágu verktakafyrirtækisins Báss ehf., þar sem hann var einn af eigendum, og framkvæmdastjóri fram til ársins 2010. Rannsóknin hafi undið upp á sig þar sem í ljós hafi komið fleiri brot. Þann 27. september árið 2016 hafi Arion banki, sem þá hefði tekið við öllum réttindum og skyldum Afls, lagt fram aðra kæru á hendur Magnúsi Stefáni. Rannsóknin hafi verið umfangsmikil og einnig tafist vegna veikinda Magnúsar Stefáns. Dró sér og Bás alls 53 milljónir króna Í dóminum segir að Magnús Stefán hafi verið ákærður fyrir fjárdrátt í sjö ákæruliðum. Hann hafi helst dregið Bás ehf. fé en einnig sjálfum sér. Alls hafi fjárdrátturinn numið 53.491.588 krónum. Þá hafi hann verið ákærður fyrir umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fjármunum sparisjóðsins í verulega hættu á árinu 2011. Hann hafi farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og gegn starfsfyrirmælum með því að láta Afl veita fjórum ótilgreindum einstaklingum ótryggt lán í formi fimm milljóna króna hækkunar yfirdráttarheimildar á bankareikningum hjá hverjum þeirra, samtals að upphæð tuttugu milljóna króna. Það hafi hann gert í tilefni af beiðni fyrirsvarsmanns ótilgreinds einkahlutafélags, um lánveitingu að sömu heildarupphæð, en fjárhæðirnar hafi hann millifært af reikningum mannanna fjögurra yfir á bankareikning í eigu einkahlutafélagsins til lækkunar á yfirdráttarskuld félagsins við sparisjóðinn, sem hafi gert því mögulegt að auka yfirdrátt af bankareikningnum sem þeirri fjárhæð nam. Loks hafi hann verið ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við og umbreytt ávinningi af refsiverðri háttsemi úr reiðufé í bankainnstæðu með því að taka við og leggja inn á bankareikning sinn hjá Afli samtals 10,500 króna í reiðufé sem að öllu leyti eða að hluta til var ávinningur ótilgreindra refsiverðra brota en umræddum fjármunum ráðstafaði ákærði út af reikningi sínum. Játaði sök að öllu leyti Í dóminum segir að Magnús Stefán hafi komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Með játningu hans, sem ekki væri ástæða til að efa að væri sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, væri nægilega sannað að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst. Því yrði lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu. Við ákvörðun refsingar yrði litið til þess að um umtalsverða fjármuni hafi verið að ræða og þess að sá tími sem brotin stóðu yfir og aðgerðir Magnúsar Stefáns til að leyna þeim bendi til einbeitts ásetnings. Hins vegar yrði einnig litið til þess að Magnús Stefán hefði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað og að hann hafi gengist við brotum sínum, að miklu leyti frá upphafi rannsóknar. Þá yrði til þess liðið að nær átta ár hafi verið liðin frá síðasta broti sem Magnús Stefán væri dæmdur fyrir. Með vísan til þess hve langt er liðið væri frá brotunum, þess tíma sem rannsókn og meðferð málsins hefði tekið og veikinda Magnúsar Stefáns þætti mega fresta fullnustu hluta refsingarinnar skilorðsbundið. Efnahagsbrot Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Rannsókn á ís vegna veikinda sakbornings AFL sparisjóður er í dag hluti af Arion banka, en þegar sparisjóðurinn sameinaðist bankanum var farið að skoða bókhald sjóðsins og vaknaði þá grunur um misferli. 29. mars 2017 07:00 Fyrrum sparisjóðsstjóri í haldi: Fjárdráttur í heildina upp á hundruð milljóna Embætti héraðssaksóknara gerði húsleit á fimm stöðum í bænum. Rannsóknin angi af stærra máli frá í fyrra. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Á föstudaginn fjallaði Morgunblaðið um að dómur Magnúsar Stefáns hefði ekki verið birtur, en almennt eru flestar úrlausnir héraðsdómstóla birtar á vef dómstólanna. Vísir sendi Arnbjörgu Sverrisdóttur, dómstjóra Héraðsdóms Norðurlands eystra, fyrirspurn vegna málsins og falaðist eftir svörum um hvers vegna dómurinn var ekki birtur. Hún segir dóminn ekki hafa verið birtan á grundvelli greinar reglna dómstólasýslunnar um birtingu úrlausna, sem kveður á um að þegar sérstaklega stendur á geti dómstjóri með hliðsjón af hagsmunum málsaðila eða annarra sem getið er í dómsúrlausn ákveðið að vikið skuli frá meginreglunni um að úrlausnir skuli birtar. „Þær sérstöku ástæður sem fyrir hendi voru eru þess eðlis að persónuverndarsjónarmið standa því í vegi að ég geti upplýst um þær,“ segir í Svari Arnbjargar. Dómurinn óskilorðsbundinn að hluta Með fyrirspurn Vísis fylgdi einnig beiðni um afhendingu á dóminum en dómstólum er skylt að verða við slíkri beiðni. Í dómsorði segir að Magnús Stefán skyldi sæti fangelsi í tvö ár en fresta skyldi fullnustu 21 mánaðar af refsingunni og sá hluti hennar falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dómsins. Þá skyldi hann sæta upptöku á 7.644.514 krónum sem embætti sérstaks saksóknara lagði hald á árið 2015. Þeim fjármunum skyldi ráðstafað til greiðslu á dæmdum skaðabótum Arion banka samkvæmt dómi Hæstaréttar í máli bankans á hendur Magnúsi Stefáni. Þá skyldi Bás ehf., verktakafyrirtæki sem einnig var ákært, sæta upptöku á 4,6 milljónum króna. Loks var Magnús Stefán dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar upp á 15,6 milljóna króna. Notaði bankareikninga viðskiptavina í eigin þágu Í dóminum segir að Magnús Stefán hafi verið skrifstofustjóri Afls en látið þar af störfum í júní árið 2015. Í september sama ár hafi embætti sérstaks saksóknara borist kæra sparisjóðsins, vegna gruns um mögulega refsiverða háttsemi Magnúsar Stefáns, í tengslum við störf hans fyrir sjóðinn. Hann hafi verið grunaður um að hafa misnotað bankareikninga viðskiptavina sparisjóðsins í eigin þágu og í þágu verktakafyrirtækisins Báss ehf., þar sem hann var einn af eigendum, og framkvæmdastjóri fram til ársins 2010. Rannsóknin hafi undið upp á sig þar sem í ljós hafi komið fleiri brot. Þann 27. september árið 2016 hafi Arion banki, sem þá hefði tekið við öllum réttindum og skyldum Afls, lagt fram aðra kæru á hendur Magnúsi Stefáni. Rannsóknin hafi verið umfangsmikil og einnig tafist vegna veikinda Magnúsar Stefáns. Dró sér og Bás alls 53 milljónir króna Í dóminum segir að Magnús Stefán hafi verið ákærður fyrir fjárdrátt í sjö ákæruliðum. Hann hafi helst dregið Bás ehf. fé en einnig sjálfum sér. Alls hafi fjárdrátturinn numið 53.491.588 krónum. Þá hafi hann verið ákærður fyrir umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fjármunum sparisjóðsins í verulega hættu á árinu 2011. Hann hafi farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og gegn starfsfyrirmælum með því að láta Afl veita fjórum ótilgreindum einstaklingum ótryggt lán í formi fimm milljóna króna hækkunar yfirdráttarheimildar á bankareikningum hjá hverjum þeirra, samtals að upphæð tuttugu milljóna króna. Það hafi hann gert í tilefni af beiðni fyrirsvarsmanns ótilgreinds einkahlutafélags, um lánveitingu að sömu heildarupphæð, en fjárhæðirnar hafi hann millifært af reikningum mannanna fjögurra yfir á bankareikning í eigu einkahlutafélagsins til lækkunar á yfirdráttarskuld félagsins við sparisjóðinn, sem hafi gert því mögulegt að auka yfirdrátt af bankareikningnum sem þeirri fjárhæð nam. Loks hafi hann verið ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við og umbreytt ávinningi af refsiverðri háttsemi úr reiðufé í bankainnstæðu með því að taka við og leggja inn á bankareikning sinn hjá Afli samtals 10,500 króna í reiðufé sem að öllu leyti eða að hluta til var ávinningur ótilgreindra refsiverðra brota en umræddum fjármunum ráðstafaði ákærði út af reikningi sínum. Játaði sök að öllu leyti Í dóminum segir að Magnús Stefán hafi komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Með játningu hans, sem ekki væri ástæða til að efa að væri sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, væri nægilega sannað að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst. Því yrði lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu. Við ákvörðun refsingar yrði litið til þess að um umtalsverða fjármuni hafi verið að ræða og þess að sá tími sem brotin stóðu yfir og aðgerðir Magnúsar Stefáns til að leyna þeim bendi til einbeitts ásetnings. Hins vegar yrði einnig litið til þess að Magnús Stefán hefði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað og að hann hafi gengist við brotum sínum, að miklu leyti frá upphafi rannsóknar. Þá yrði til þess liðið að nær átta ár hafi verið liðin frá síðasta broti sem Magnús Stefán væri dæmdur fyrir. Með vísan til þess hve langt er liðið væri frá brotunum, þess tíma sem rannsókn og meðferð málsins hefði tekið og veikinda Magnúsar Stefáns þætti mega fresta fullnustu hluta refsingarinnar skilorðsbundið.
Efnahagsbrot Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Rannsókn á ís vegna veikinda sakbornings AFL sparisjóður er í dag hluti af Arion banka, en þegar sparisjóðurinn sameinaðist bankanum var farið að skoða bókhald sjóðsins og vaknaði þá grunur um misferli. 29. mars 2017 07:00 Fyrrum sparisjóðsstjóri í haldi: Fjárdráttur í heildina upp á hundruð milljóna Embætti héraðssaksóknara gerði húsleit á fimm stöðum í bænum. Rannsóknin angi af stærra máli frá í fyrra. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Rannsókn á ís vegna veikinda sakbornings AFL sparisjóður er í dag hluti af Arion banka, en þegar sparisjóðurinn sameinaðist bankanum var farið að skoða bókhald sjóðsins og vaknaði þá grunur um misferli. 29. mars 2017 07:00
Fyrrum sparisjóðsstjóri í haldi: Fjárdráttur í heildina upp á hundruð milljóna Embætti héraðssaksóknara gerði húsleit á fimm stöðum í bænum. Rannsóknin angi af stærra máli frá í fyrra. 2. desember 2016 06:00