Öldrunarþjónustan – tækifæri og áskoranir Sandra B. Franks skrifar 24. september 2024 13:01 Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir vaxandi þörf fyrir öldrunarþjónustu. Með hækkandi aldri þjóðarinnar er brýnt að tryggja öldruðum vandaða, virðulega og skilvirka þjónustu. Umönnun aldraðra nær yfir fjölþætta þjónustu sem tekur mið af líkamlegum, andlegum og félagslegum þörfum þeirra. Þetta kallar á nýsköpun, aukna fagþekkingu og betri nýtingu á tækni. Þrátt fyrir marga styrkleika innan kerfisins, er ljóst að veikleikar eru til staðar sem þarf að vinna bug á. Með aukinni samhæfingu, fjármögnun og fjölbreytni í þjónustunni er hægt að bæta gæði hennar verulega. Lykilhlutverk í þessari framtíðaruppbyggingu leika sjúkraliðar, - og sjúkraliðar með diplómapróf, sem búa yfir sérhæfðri þekkingu sem nauðsynlegt er að nýta betur í öldrunarþjónustunni. Mannaflaskortur Mannaflaskortur er eitt af stærstu vandamálum sem öldrunarþjónustan stendur frammi fyrir í dag. Með vaxandi fjölda aldraðra eykst þörfin fyrir fagmenntað starfsfólk til að mæta auknum kröfum. Skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum hefur leitt til verulegs álags á núverandi starfsfólk, sem getur haft neikvæð áhrif á gæði og umfang þjónustunnar. Álagið getur leitt til þess að brestur verður á þjónustunni sem aldraðir þurfa. Nýlegar kannanir og rannsóknir hafa sýnt að langvarandi skortur á starfsfólki eykur líkur á kulnun í starfi, sem eykur vanda heilbrigðisþjónustunnar enn frekar og þá öldrunarþjónustuna sérstaklega. Aðgengi að öldrunarþjónustu er einn af lykilþáttum sem tryggir velferð aldraðra. Til þess að þessi þjónusta nýtist sem best þarf dagþjónusta, hjúkrunarheimili og önnur úrræði að vera bæði aðgengileg og vel samhæfð. Eitt stærsta vandamálið í þessu samhengi eru langir biðlistar á hjúkrunarheimili, sem oft veldur því að þjónustan kemur of seint til þeirra sem þurfa á henni að halda. Það getur verið erfitt fyrir þann aldraða og aðstandendur, að bíða eftir viðeigandi úrræðum á meðan heilsa þeirra versnar. Samhæfing milli stofnana, ríkis og sveitarfélaga er nauðsynleg til að leysa úr þessum vanda og tryggja að aldraðir fái viðeigandi þjónustu á réttum tíma. Tækninýjungar bjóða upp á tækifæri til framfara í öldrunarþjónustu, þar sem þær geta bætt samskipti, aukið skilvirkni og létt á álagi heilbrigðisstarfsfólks. Snjalltækni, stafrænar lausnir og sjálfvirknivædd heilbrigðiskerfi geta haft stórkostleg áhrif á þjónustu við aldraða. Með því að nýta tæknina betur, t.d. í formi rafrænna samskiptaforrita eins og Heilsuveru, getur verið auðveldara að samræma þjónustu, fylgjast með heilsufari aldraðra og bregðast hraðar við þegar þörf krefur. Þessar tæknilausnir geta einnig létt á álagi starfsfólks og gert þeim betur kleift að einbeita sér að hjúkrun og umönnun skjólstæðinga, frekar en pappírsvinnu. Með réttri innleiðingu tækni og aukinni fjárfestingu í þessari þróun er hægt að bæta lífsgæði aldraðra og um leið auka afköst og gæði þjónustunnar. Stefna og fjármögnun Til að tryggja samfellu og skilvirkni í öldrunarþjónustu er nauðsynlegt að auka samhæfingu milli þjónustuaðila, ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Skortur á samræmdri stefnu hefur valdið því að aldraðir falla oft á milli kerfa og fá ekki þá þjónustu sem þeir þurfa á réttum tíma. Til að leysa úr þessu þarf að móta heildstæða stefnu sem tryggir samþættingu ólíkra þjónustuleiða og setur þarfir aldraðra í forgang. Slík stefna ætti að tryggja einstaklingsmiðaða þjónustu og auðvelt aðgengi að henni, þar sem samskipti og upplýsingaflæði er markvisst og skýrt. Fjármögnun er hins vegar lykilatriði til að gera stefnu í öldrunarþjónustu að veruleika. Skortur á fjármagni hefur lengi staðið í vegi fyrir nauðsynlegum framförum. Til að fjölga fagmenntuðum starfsmönnum, bæta þjónustu og innleiða nýja tækni þarf aukna fjárfestingu bæði frá ríki og sveitarfélögum. Fjárfesting í öldrunarþjónustu er ekki aðeins nauðsynleg fyrir nútíðina, heldur fjárfesting í framtíðina, þar sem öldruðum fjölgar stöðugt og þarfir þeirra verða umfangsmeiri á komandi árum. Sjúkraliðar með diplómapróf Til að bæta öldrunarþjónustuna er afar mikilvægt að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf tryggar og öflugar stöður innan hennar. Diplómanám sjúkraliða er viðbótarnám sem bætir við grunnmenntun þeirra og undirbýr þá fyrir krefjandi hlutverk í umönnun aldraðra. Að loknu námi eru sjúkraliðar með diplómapróf í kjöraðstöðu til að taka á sig aukna ábyrgð og gegna lykilhlutverki í að bæta þjónustu við aldraða. Þeir búa yfir sérstakri þjálfun í samskiptum við aldraða og aðstandendur, sem eykur öryggi, vellíðan og lífsgæði skjólstæðinga. Þessi hæfni er ekki aðeins mikilvæg fyrir skjólstæðinga heldur einnig fyrir samstarfsfólk þeirra, þar sem sjúkraliðar með diplómapróf geta tekið á sig verkefni sem létta álagi af hjúkrunarfræðingum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum, sem leiðir til betri nýtingar mannafla í heilbrigðiskerfinu. Sérhæfð þekking sjúkraliða með diplómapróf spannar fjölbreyttar umönnunarþarfir aldraðra, svo sem lyfjagjöf, grunnhjúkrun og samskipti við skjólstæðinga og aðstandendur. Þessi dýrmæta sérþekking er auðlind sem þarf að nýta betur til að tryggja að aldraðir fái þá heildrænu og persónulegu umönnun sem þeir þurfa, bæði í heimahjúkrun og á hjúkrunarheimilum. Sjúkraliðar með diplómapróf eru einnig sérlega vel þjálfaðir til að nýta nýjustu tækni í starfi sínu. Með aukinni tækniþekkingu geta þeir fylgst betur með heilsufari skjólstæðinga, sinnt lyfjagjöf með meiri nákvæmni og stuðlað að skilvirkari samskiptum milli heilbrigðisstofnana. Með því að nýta hæfni sjúkraliða með diplómapróf til fulls er hægt að tryggja betri þjónustu, auka öryggi í umönnun aldraðra og skapa skilvirkara heilbrigðiskerfi til framtíðar. Með aukinni fjármögnun, samræmdri stefnu og nýsköpun í tækni og menntun er hægt að nýta þessa sérhæfðu þekkingu betur til að efla þjónustu við aldraða. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Vinnumarkaður Eldri borgarar Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir vaxandi þörf fyrir öldrunarþjónustu. Með hækkandi aldri þjóðarinnar er brýnt að tryggja öldruðum vandaða, virðulega og skilvirka þjónustu. Umönnun aldraðra nær yfir fjölþætta þjónustu sem tekur mið af líkamlegum, andlegum og félagslegum þörfum þeirra. Þetta kallar á nýsköpun, aukna fagþekkingu og betri nýtingu á tækni. Þrátt fyrir marga styrkleika innan kerfisins, er ljóst að veikleikar eru til staðar sem þarf að vinna bug á. Með aukinni samhæfingu, fjármögnun og fjölbreytni í þjónustunni er hægt að bæta gæði hennar verulega. Lykilhlutverk í þessari framtíðaruppbyggingu leika sjúkraliðar, - og sjúkraliðar með diplómapróf, sem búa yfir sérhæfðri þekkingu sem nauðsynlegt er að nýta betur í öldrunarþjónustunni. Mannaflaskortur Mannaflaskortur er eitt af stærstu vandamálum sem öldrunarþjónustan stendur frammi fyrir í dag. Með vaxandi fjölda aldraðra eykst þörfin fyrir fagmenntað starfsfólk til að mæta auknum kröfum. Skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum hefur leitt til verulegs álags á núverandi starfsfólk, sem getur haft neikvæð áhrif á gæði og umfang þjónustunnar. Álagið getur leitt til þess að brestur verður á þjónustunni sem aldraðir þurfa. Nýlegar kannanir og rannsóknir hafa sýnt að langvarandi skortur á starfsfólki eykur líkur á kulnun í starfi, sem eykur vanda heilbrigðisþjónustunnar enn frekar og þá öldrunarþjónustuna sérstaklega. Aðgengi að öldrunarþjónustu er einn af lykilþáttum sem tryggir velferð aldraðra. Til þess að þessi þjónusta nýtist sem best þarf dagþjónusta, hjúkrunarheimili og önnur úrræði að vera bæði aðgengileg og vel samhæfð. Eitt stærsta vandamálið í þessu samhengi eru langir biðlistar á hjúkrunarheimili, sem oft veldur því að þjónustan kemur of seint til þeirra sem þurfa á henni að halda. Það getur verið erfitt fyrir þann aldraða og aðstandendur, að bíða eftir viðeigandi úrræðum á meðan heilsa þeirra versnar. Samhæfing milli stofnana, ríkis og sveitarfélaga er nauðsynleg til að leysa úr þessum vanda og tryggja að aldraðir fái viðeigandi þjónustu á réttum tíma. Tækninýjungar bjóða upp á tækifæri til framfara í öldrunarþjónustu, þar sem þær geta bætt samskipti, aukið skilvirkni og létt á álagi heilbrigðisstarfsfólks. Snjalltækni, stafrænar lausnir og sjálfvirknivædd heilbrigðiskerfi geta haft stórkostleg áhrif á þjónustu við aldraða. Með því að nýta tæknina betur, t.d. í formi rafrænna samskiptaforrita eins og Heilsuveru, getur verið auðveldara að samræma þjónustu, fylgjast með heilsufari aldraðra og bregðast hraðar við þegar þörf krefur. Þessar tæknilausnir geta einnig létt á álagi starfsfólks og gert þeim betur kleift að einbeita sér að hjúkrun og umönnun skjólstæðinga, frekar en pappírsvinnu. Með réttri innleiðingu tækni og aukinni fjárfestingu í þessari þróun er hægt að bæta lífsgæði aldraðra og um leið auka afköst og gæði þjónustunnar. Stefna og fjármögnun Til að tryggja samfellu og skilvirkni í öldrunarþjónustu er nauðsynlegt að auka samhæfingu milli þjónustuaðila, ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Skortur á samræmdri stefnu hefur valdið því að aldraðir falla oft á milli kerfa og fá ekki þá þjónustu sem þeir þurfa á réttum tíma. Til að leysa úr þessu þarf að móta heildstæða stefnu sem tryggir samþættingu ólíkra þjónustuleiða og setur þarfir aldraðra í forgang. Slík stefna ætti að tryggja einstaklingsmiðaða þjónustu og auðvelt aðgengi að henni, þar sem samskipti og upplýsingaflæði er markvisst og skýrt. Fjármögnun er hins vegar lykilatriði til að gera stefnu í öldrunarþjónustu að veruleika. Skortur á fjármagni hefur lengi staðið í vegi fyrir nauðsynlegum framförum. Til að fjölga fagmenntuðum starfsmönnum, bæta þjónustu og innleiða nýja tækni þarf aukna fjárfestingu bæði frá ríki og sveitarfélögum. Fjárfesting í öldrunarþjónustu er ekki aðeins nauðsynleg fyrir nútíðina, heldur fjárfesting í framtíðina, þar sem öldruðum fjölgar stöðugt og þarfir þeirra verða umfangsmeiri á komandi árum. Sjúkraliðar með diplómapróf Til að bæta öldrunarþjónustuna er afar mikilvægt að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf tryggar og öflugar stöður innan hennar. Diplómanám sjúkraliða er viðbótarnám sem bætir við grunnmenntun þeirra og undirbýr þá fyrir krefjandi hlutverk í umönnun aldraðra. Að loknu námi eru sjúkraliðar með diplómapróf í kjöraðstöðu til að taka á sig aukna ábyrgð og gegna lykilhlutverki í að bæta þjónustu við aldraða. Þeir búa yfir sérstakri þjálfun í samskiptum við aldraða og aðstandendur, sem eykur öryggi, vellíðan og lífsgæði skjólstæðinga. Þessi hæfni er ekki aðeins mikilvæg fyrir skjólstæðinga heldur einnig fyrir samstarfsfólk þeirra, þar sem sjúkraliðar með diplómapróf geta tekið á sig verkefni sem létta álagi af hjúkrunarfræðingum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum, sem leiðir til betri nýtingar mannafla í heilbrigðiskerfinu. Sérhæfð þekking sjúkraliða með diplómapróf spannar fjölbreyttar umönnunarþarfir aldraðra, svo sem lyfjagjöf, grunnhjúkrun og samskipti við skjólstæðinga og aðstandendur. Þessi dýrmæta sérþekking er auðlind sem þarf að nýta betur til að tryggja að aldraðir fái þá heildrænu og persónulegu umönnun sem þeir þurfa, bæði í heimahjúkrun og á hjúkrunarheimilum. Sjúkraliðar með diplómapróf eru einnig sérlega vel þjálfaðir til að nýta nýjustu tækni í starfi sínu. Með aukinni tækniþekkingu geta þeir fylgst betur með heilsufari skjólstæðinga, sinnt lyfjagjöf með meiri nákvæmni og stuðlað að skilvirkari samskiptum milli heilbrigðisstofnana. Með því að nýta hæfni sjúkraliða með diplómapróf til fulls er hægt að tryggja betri þjónustu, auka öryggi í umönnun aldraðra og skapa skilvirkara heilbrigðiskerfi til framtíðar. Með aukinni fjármögnun, samræmdri stefnu og nýsköpun í tækni og menntun er hægt að nýta þessa sérhæfðu þekkingu betur til að efla þjónustu við aldraða. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun