Osaka vill ekki sjá eftir neinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. september 2024 07:01 Naomi Osaka og nýi þjálfarinn hennar, Patrick Mouratoglou. Robert Prange/Getty Images Naomi Osaka segist vera á þeim stað í lífinu að hún vilji ekki sjá eftir neinu. Hún hefur því ráðið fyrrverandi þjálfara Serenu Williams, Patrick Mouratoglou, til að hjálpa sér að komast aftur í sitt besta form. Hin 26 ára gamla Osaka lét þjálfarann Wim Fisette fara í september á þessu ári en undir hans handleiðslu vann hún fjögur risamót. Hún er nú mætt á Opna kínverska og vann sinn fyrsta leik gegn Luciu Bronzetti, 6-3 og 6-2. Var það hennar fyrsti leikur með Mouratoglou á hliðarlinunni. View this post on Instagram A post shared by 大坂なおみ🇭🇹🇯🇵 (@naomiosaka) Osaka hefur opinberað að upphaflega var hún efins varðandi það að vinna með hinum franska Mouratoglou. „Sú staðreynd að hann var þjálfari Serenu gerði það að verkum að ég vildi forðast hann, af því hann sem persóna er svo stór. Svo vissi ég ekki hvort hann væri góður þjálfari eða einfaldlega þjálfarinn hennar Serenu.“ „Síðan hef ég talað við hann og unnið með honum á vellinum. Hann er án efa virkilega góður þjálfari,“ sagði Osaka um nýja þjálfarann sinn. Hún sneri aftur á völlinn í janúar eftir fæðingarorlof en hefur átt erfitt með að sýna stöðugleika. Hún hefur komist í átta manna úrslit á aðeins tveimur af síðustu 16 mótum sem hún hefur tekið þátt í. Jafnframt hefur hún ekki komist lengra en í aðra umferð á stórmóti. Just too good 😎@NaomiOsaka | #ChinaOpen pic.twitter.com/NmSiALr73w— wta (@WTA) September 25, 2024 „Ég tel mig vera á þeim stað í lífinu að ég vil ekki sjá eftir neinu. Mér líður eins og ég sé á þeim stað ferilsins að ég þurfi að læra eins mikið og mögulegt er,“ sagði Osaka um ástæðu þess að hún vildi vinna með Mouratoglou. „Það er ekki minn stíll að fara inn í sambönd sem þessi til styttri tíma. Ég hugsa um þetta sem langtíma samstarf,“ bætti hún að endingu við. Osaka mætir næst Yulia Putintseva í annarri umferð mótsins sem fram fer í Peking. Tennis Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Hin 26 ára gamla Osaka lét þjálfarann Wim Fisette fara í september á þessu ári en undir hans handleiðslu vann hún fjögur risamót. Hún er nú mætt á Opna kínverska og vann sinn fyrsta leik gegn Luciu Bronzetti, 6-3 og 6-2. Var það hennar fyrsti leikur með Mouratoglou á hliðarlinunni. View this post on Instagram A post shared by 大坂なおみ🇭🇹🇯🇵 (@naomiosaka) Osaka hefur opinberað að upphaflega var hún efins varðandi það að vinna með hinum franska Mouratoglou. „Sú staðreynd að hann var þjálfari Serenu gerði það að verkum að ég vildi forðast hann, af því hann sem persóna er svo stór. Svo vissi ég ekki hvort hann væri góður þjálfari eða einfaldlega þjálfarinn hennar Serenu.“ „Síðan hef ég talað við hann og unnið með honum á vellinum. Hann er án efa virkilega góður þjálfari,“ sagði Osaka um nýja þjálfarann sinn. Hún sneri aftur á völlinn í janúar eftir fæðingarorlof en hefur átt erfitt með að sýna stöðugleika. Hún hefur komist í átta manna úrslit á aðeins tveimur af síðustu 16 mótum sem hún hefur tekið þátt í. Jafnframt hefur hún ekki komist lengra en í aðra umferð á stórmóti. Just too good 😎@NaomiOsaka | #ChinaOpen pic.twitter.com/NmSiALr73w— wta (@WTA) September 25, 2024 „Ég tel mig vera á þeim stað í lífinu að ég vil ekki sjá eftir neinu. Mér líður eins og ég sé á þeim stað ferilsins að ég þurfi að læra eins mikið og mögulegt er,“ sagði Osaka um ástæðu þess að hún vildi vinna með Mouratoglou. „Það er ekki minn stíll að fara inn í sambönd sem þessi til styttri tíma. Ég hugsa um þetta sem langtíma samstarf,“ bætti hún að endingu við. Osaka mætir næst Yulia Putintseva í annarri umferð mótsins sem fram fer í Peking.
Tennis Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira