Sextán ára dómur fyrir manndráp í Drangahrauni stendur Jón Þór Stefánsson skrifar 26. september 2024 15:07 Maciej Jakub Talik kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness síðasta haust klæddur bol með áletruninni „welcome to gangland“ sem mætti þýða „velkomin í land gengjanna“. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest sextán ára fangelsisdóm Maciej Jakub Talik fyrir að verða herbergisfélaga sínum, Jaroslaw Kaminski, að bana í Drangahrauni í Hafnarfirði sumarið 2023. Honum var gert að greiða þrjár og hálfa milljón króna í áfrýjunarkostnað. Maciej var gefið að sök að svipta Jaroslaw, meðleigjenda sinn, lífi aðfaranótt þjóðhátíðardagsins 17. júní árið 2023. Hann hafi stungið hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk, en samkvæmt ákæru lét Jaroslaw lífið vegna áverka á hjarta. Landsréttur sagði Maciej eiga sér engar málsbætur sem geti haft þýðingu við úrlausn málsins. Honum hafði í héraði verið gert að greiða tveimur aðstandenum hins látna samtals tæplega fjörutíu milljónir króna. Landsréttur staðfesti þær upphæðir. Sjá einnig: Ekki fallist á neyðarvörn og Talik dæmdur í sextán ára fangelsi Fyrir dómi viðurkenndi Maciej að hafa stungið Jaroslaw, en neitaði sök og bar fyrir sig að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Þó sagðist hann taka hvaða refsingu sem er, en gagnrýndi málatilbúnað lögreglu. „Eitt sem ég get ekki tekið undir er að lögreglan hafi snúið málinu við svo það væri eins og ég hefði drepið hann eins og rottu.“ Þeir tveir hafi farið út á lífið í Hafnarfirði kvöldið örlagaríka og verið fram á morgun. Þegar þeir hafi komið heim hafi Maciej verið ákveðinn og sagt að hann myndi ekki greiða honum umfram það sem þeir höfðu samið um í leigu. „Hann var með hníf í hendinni, ég veit ekki hvaðan hann kom, við fórum að hrinda hvor öðrum. Ég veit ekki hvernig ég náði hnífnum af honum eða hvort hann hafi misst hann. Ég stakk hann.“ Hann sagðist hafa orðið mjög hræddur eftir að hafa stungið meðleigjenda sinn ítrekað. Hann hafi flúið íbúðina og athugað hvort honum væri veitt eftirför. „Ég var rosa hræddur og vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég hef aldrei verið svona hræddur.“ „Fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ Á meðal gagna málsins voru skilaboð sem Maciej sendi vini sínum sama kvöld. Þar hótaði hann að myrða Jaroslaw. „Þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig,“ stóð í umræddum skilaboðum. Hann sagðist oft hafa sent skilaboð sem þessi úti í Póllandi. Hann hefði ekkert meint með þeim. „Ég var pirraður út í Jaroslaw en ég vildi ekki drepa hann. Ég var rosalega stressaður, ég hef aldrei verið með svona mikið adrenalín.“ Fréttin var uppfærð eftir að dómur Landsréttar var birtur. Manndráp í Drangahrauni Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Maciej var gefið að sök að svipta Jaroslaw, meðleigjenda sinn, lífi aðfaranótt þjóðhátíðardagsins 17. júní árið 2023. Hann hafi stungið hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk, en samkvæmt ákæru lét Jaroslaw lífið vegna áverka á hjarta. Landsréttur sagði Maciej eiga sér engar málsbætur sem geti haft þýðingu við úrlausn málsins. Honum hafði í héraði verið gert að greiða tveimur aðstandenum hins látna samtals tæplega fjörutíu milljónir króna. Landsréttur staðfesti þær upphæðir. Sjá einnig: Ekki fallist á neyðarvörn og Talik dæmdur í sextán ára fangelsi Fyrir dómi viðurkenndi Maciej að hafa stungið Jaroslaw, en neitaði sök og bar fyrir sig að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Þó sagðist hann taka hvaða refsingu sem er, en gagnrýndi málatilbúnað lögreglu. „Eitt sem ég get ekki tekið undir er að lögreglan hafi snúið málinu við svo það væri eins og ég hefði drepið hann eins og rottu.“ Þeir tveir hafi farið út á lífið í Hafnarfirði kvöldið örlagaríka og verið fram á morgun. Þegar þeir hafi komið heim hafi Maciej verið ákveðinn og sagt að hann myndi ekki greiða honum umfram það sem þeir höfðu samið um í leigu. „Hann var með hníf í hendinni, ég veit ekki hvaðan hann kom, við fórum að hrinda hvor öðrum. Ég veit ekki hvernig ég náði hnífnum af honum eða hvort hann hafi misst hann. Ég stakk hann.“ Hann sagðist hafa orðið mjög hræddur eftir að hafa stungið meðleigjenda sinn ítrekað. Hann hafi flúið íbúðina og athugað hvort honum væri veitt eftirför. „Ég var rosa hræddur og vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég hef aldrei verið svona hræddur.“ „Fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ Á meðal gagna málsins voru skilaboð sem Maciej sendi vini sínum sama kvöld. Þar hótaði hann að myrða Jaroslaw. „Þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig,“ stóð í umræddum skilaboðum. Hann sagðist oft hafa sent skilaboð sem þessi úti í Póllandi. Hann hefði ekkert meint með þeim. „Ég var pirraður út í Jaroslaw en ég vildi ekki drepa hann. Ég var rosalega stressaður, ég hef aldrei verið með svona mikið adrenalín.“ Fréttin var uppfærð eftir að dómur Landsréttar var birtur.
Manndráp í Drangahrauni Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira