Tölum íslensku Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 26. september 2024 15:01 Því miður grípa allt of margir ósjálfrátt og án mikillar hugsunar til enskunnar þegar talað er við fólk af erlendum uppruna sem sest hefur hér að. Þar með er þjálfun viðmælandans í íslensku varpað fyrir róða. Þótt fólk eigi erfitt með að tjá sig á íslensku getur það í mörgum tilfellum skilið íslensku. Það kann að vera að margir séu ragir við að tala íslensku, finnist málið flókið eins og ókunn tungumál eru iðulega. Við verðum að hjálpa fólki yfir þessa hindrun með því að hvetja og hrósa. Við verðum einnig að senda þau skilaboð til fólks af erlendum uppruna sem ætla að búa á Íslandi til frambúðar að þeim sé nauðsynlegt að læra íslensku til þess að geta notið sín hér til fulls. Íslenskukunnáttan er lykillinn að því að eiga þess kost að sinna fjölbreyttum störfum. Íslenskukunnátta mun auka möguleika á framgangi í íslensku samfélagi. Það mun auðvelda fjölmargt s.s. samskipti við einstaklinga og stofnanir. Margir íslendingar og jafnvel fólk af erlendum uppruna sem náð hafa góðum tökum á málinu vilja bara fá að tala íslensku heima á Íslandi. Þetta á alveg við um fólk sem jafnvel talar reiprennandi ensku en finnst skrýtið að geta ekki sest inn á kaffi- eða veitingahús eða kíkt í Rammagerðina án þess að vera beðin um að tjá sig á ensku við þjóninn eða afgreiðslufólkið. Þeim fer einnig fjölgandi sem vilja gjarnan aðstoða þá sem ætla að búa hér til langframa við að skilja og tala íslensku svo þeir geti aðlagast sem best íslensku samfélagi. Íslenskukunnátta fólks af erlendum uppruna er lykillinn að farsæld og framgangi þeirra í þjóðfélaginu. Til að viðhalda og standa vörð um íslenskuna er sannarlega í mörg horn að líta. Þegar um tungumál er að ræða lærist það hraðast með því að tala það. Ég held að Íslendingar séu mjög umburðarlyndir gagnvart þeim sem spreyta sig á íslenskunni á fyrstu stigum. Flest okkar leggjum okkur fram um að sýna þolinmæði, hlusta og hjálpa til með einstaka orð. Þeir sem henda sér út í djúpu laugina, byrja að reyna að tjá sig á málinu þótt langt sé í land ná iðulega fljótt árangri sérstaklega ef þeim gefst einnig kostur á að sækja íslenskunámskeið. Það skiptir nýja Íslendinga öllu máli að fá tækifæri til að spreyta sig í samtölum við íslenskumælandi fólk. Tölum íslensku. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Borgarstjórn Íslensk tunga Reykjavík Innflytjendamál Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Því miður grípa allt of margir ósjálfrátt og án mikillar hugsunar til enskunnar þegar talað er við fólk af erlendum uppruna sem sest hefur hér að. Þar með er þjálfun viðmælandans í íslensku varpað fyrir róða. Þótt fólk eigi erfitt með að tjá sig á íslensku getur það í mörgum tilfellum skilið íslensku. Það kann að vera að margir séu ragir við að tala íslensku, finnist málið flókið eins og ókunn tungumál eru iðulega. Við verðum að hjálpa fólki yfir þessa hindrun með því að hvetja og hrósa. Við verðum einnig að senda þau skilaboð til fólks af erlendum uppruna sem ætla að búa á Íslandi til frambúðar að þeim sé nauðsynlegt að læra íslensku til þess að geta notið sín hér til fulls. Íslenskukunnáttan er lykillinn að því að eiga þess kost að sinna fjölbreyttum störfum. Íslenskukunnátta mun auka möguleika á framgangi í íslensku samfélagi. Það mun auðvelda fjölmargt s.s. samskipti við einstaklinga og stofnanir. Margir íslendingar og jafnvel fólk af erlendum uppruna sem náð hafa góðum tökum á málinu vilja bara fá að tala íslensku heima á Íslandi. Þetta á alveg við um fólk sem jafnvel talar reiprennandi ensku en finnst skrýtið að geta ekki sest inn á kaffi- eða veitingahús eða kíkt í Rammagerðina án þess að vera beðin um að tjá sig á ensku við þjóninn eða afgreiðslufólkið. Þeim fer einnig fjölgandi sem vilja gjarnan aðstoða þá sem ætla að búa hér til langframa við að skilja og tala íslensku svo þeir geti aðlagast sem best íslensku samfélagi. Íslenskukunnátta fólks af erlendum uppruna er lykillinn að farsæld og framgangi þeirra í þjóðfélaginu. Til að viðhalda og standa vörð um íslenskuna er sannarlega í mörg horn að líta. Þegar um tungumál er að ræða lærist það hraðast með því að tala það. Ég held að Íslendingar séu mjög umburðarlyndir gagnvart þeim sem spreyta sig á íslenskunni á fyrstu stigum. Flest okkar leggjum okkur fram um að sýna þolinmæði, hlusta og hjálpa til með einstaka orð. Þeir sem henda sér út í djúpu laugina, byrja að reyna að tjá sig á málinu þótt langt sé í land ná iðulega fljótt árangri sérstaklega ef þeim gefst einnig kostur á að sækja íslenskunámskeið. Það skiptir nýja Íslendinga öllu máli að fá tækifæri til að spreyta sig í samtölum við íslenskumælandi fólk. Tölum íslensku. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun