Netanyahu hafnar tillögum um vopnahlé milli Ísrael og Hezbollah Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2024 06:59 Stuðningsmenn Palestínu mótmæla við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. AP/Julia Demaree Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir Ísraelsmenn ekki munu láta af árásum sínum gegn Hezbollah þrátt fyrir áköll og tillögur Bandaríkjamanna og Frakka um tímabundið vopnahlé. Tillögurnar voru lagðar fram á miðvikudag en hafnað strax í gær af nokkrum ráðamönnum Ísraels. Abdallah Bouhabib, utanríkisráðherra Líbanon, sagðist hins vegar í gær fylgjandi tillögunum en á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sagði hann land sitt nú ganga í gegnum átök sem ógnaði tilvist þjóðarinnar. Ísraelar héldu áfram árásum sínum á skotmörk Hezbollah í Líbanon í gær og eru 92 sagðir hafa látist, þeirra á meðal Mohammad Surur, yfirmaður drónaafla samtakanna. Þá var um 150 eldflaugum skotið frá Líbanon á Ísrael. Netanyahu, sem mun ávarpa allsherjarþingið í dag, sagði við blaðamenn þegar hann lenti í New York að Ísraelsher myndi ekki láta af aðgerðum sínum fyrr en öllum markmiðum hefði verið náð. Þar mætti helst nefna að allir íbúar í norðurhluta Ísrael gætu snúið aftur til síns heima, öruggir frá árásum Hezbollah. Talið er að um 60 þúsund Ísraelsmenn hafi neyðst til að flýja heimili sín eftir að Hezbollah-liðar hófu árásir á norðurhluta Ísrael í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október í fyrra. Bandarískir embættismenn eru sagðir vonast til þess að geta sannfært Netanyahu um að ganga að tillögunum í dag en vopnahléinu á milli Ísrael og Hezbollah er meðal annars ætlað að greiða fyrir frekari viðræðum um vopnahlé á milli Ísrael og Hamas. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu haft fulla ástæðu til að trúa að stjórnvöld í Ísrael væru fylgjandi tillögunum þegar þær voru í smíðum. Það væri óvíst hvers vegna Netanyahu hefði slegið þær útaf borðinu. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Tillögurnar voru lagðar fram á miðvikudag en hafnað strax í gær af nokkrum ráðamönnum Ísraels. Abdallah Bouhabib, utanríkisráðherra Líbanon, sagðist hins vegar í gær fylgjandi tillögunum en á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sagði hann land sitt nú ganga í gegnum átök sem ógnaði tilvist þjóðarinnar. Ísraelar héldu áfram árásum sínum á skotmörk Hezbollah í Líbanon í gær og eru 92 sagðir hafa látist, þeirra á meðal Mohammad Surur, yfirmaður drónaafla samtakanna. Þá var um 150 eldflaugum skotið frá Líbanon á Ísrael. Netanyahu, sem mun ávarpa allsherjarþingið í dag, sagði við blaðamenn þegar hann lenti í New York að Ísraelsher myndi ekki láta af aðgerðum sínum fyrr en öllum markmiðum hefði verið náð. Þar mætti helst nefna að allir íbúar í norðurhluta Ísrael gætu snúið aftur til síns heima, öruggir frá árásum Hezbollah. Talið er að um 60 þúsund Ísraelsmenn hafi neyðst til að flýja heimili sín eftir að Hezbollah-liðar hófu árásir á norðurhluta Ísrael í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október í fyrra. Bandarískir embættismenn eru sagðir vonast til þess að geta sannfært Netanyahu um að ganga að tillögunum í dag en vopnahléinu á milli Ísrael og Hezbollah er meðal annars ætlað að greiða fyrir frekari viðræðum um vopnahlé á milli Ísrael og Hamas. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu haft fulla ástæðu til að trúa að stjórnvöld í Ísrael væru fylgjandi tillögunum þegar þær voru í smíðum. Það væri óvíst hvers vegna Netanyahu hefði slegið þær útaf borðinu.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira