Pabbinn fékk tattú á punginn Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2024 07:37 David Åhman og Jonathan Hellvig urðu ólympíumeistarar og það hafði sínar afleiðingar fyrir hæstánægðan pabba Åhman. Getty/Instagram Pabbi sænska ólympíumeistarans David Åhman hefur nú staðið við stóru orðin og skartar glæsilegu ólympíutattúi á pungnum. Systirin Fanny Åhman festi allt á filmu og segir menn nú bíða í röðum eftir að skoða punginn á pabba gamla. David Åhman og Jonathan Hellvig unnu til gullverðlauna í strandblaki á Ólympíuleikunum í París og því var að sjálfsögðu fagnað gríðarlega. En eitt það fyrsta sem að Åhman gerði eftir sigurinn var að hlaupa til pabba síns og segja: „Finnurðu fyrir þessu? Í kúlunum?“ Pabbinn, Fredrik, hafði nefnilega lofað því að fá sér tattú með mynd af ólympíuhringjunum ef að sonur hans yrði ólympíumeistari. Fanny gerði ferlinu öllu góð skil í myndbandi á Instagram sem sjá má hér að neðan (stundum þarf að endurhlaða síðuna til að sjá Instagram-færslur). View this post on Instagram A post shared by Fanny Åhman (@faannyahman) Eitthvað sem allir pabbar í Svíþjóð hefðu gert Og Fredrik sá ekki eftir neinu þegar hann var lagstur á bekkinn, til að fá tattúið: „Allir pabbar í Svíþjóð hefðu gert það sama ef sonur þeirra hefði orðið ólympíumeistari,“ sagði Fredrik sem kvartaði þó aðeins yfir því hve óþægilegt væri að hafa nálina á pungnum. Hann tók líka ekki heldur í mál að gera nýtt veðmál varðandi leikana í Los Angeles 2028. „En núna er þetta komið á sinn stað og verður þarna að eilífu,“ sagði Fanny við Aftonbladet um tattúið. Hún fékk mikil viðbrögð við því á samfélagsmiðlum þegar hún sagði frá veðmálinu. Pabbinn ber sig vel „Mér fannst þetta bara svo fyndið og sá fyrir mér að þetta gæti orðið gaman fyrir fjölskylduna. Svo ég hélt áfram að fylgjast með þessu og ýta á pabba að láta verða af þessu. David fannst þetta ógeðslega fyndið,“ sagði Fanny. Hún segir pabba sinn ekki sárþjáðan: „Nei, hann hefur raunar ekkert kvartað. Það eina sem hann kvartar yfir er hve margir vilja bögga hann út af þessu. Þetta er eins og röð af gömlum mönnum í gufubaði sem vilja skoða þetta tattú,“ sagði Fanny. Ólympíuleikar 2024 í París Blak Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sjá meira
David Åhman og Jonathan Hellvig unnu til gullverðlauna í strandblaki á Ólympíuleikunum í París og því var að sjálfsögðu fagnað gríðarlega. En eitt það fyrsta sem að Åhman gerði eftir sigurinn var að hlaupa til pabba síns og segja: „Finnurðu fyrir þessu? Í kúlunum?“ Pabbinn, Fredrik, hafði nefnilega lofað því að fá sér tattú með mynd af ólympíuhringjunum ef að sonur hans yrði ólympíumeistari. Fanny gerði ferlinu öllu góð skil í myndbandi á Instagram sem sjá má hér að neðan (stundum þarf að endurhlaða síðuna til að sjá Instagram-færslur). View this post on Instagram A post shared by Fanny Åhman (@faannyahman) Eitthvað sem allir pabbar í Svíþjóð hefðu gert Og Fredrik sá ekki eftir neinu þegar hann var lagstur á bekkinn, til að fá tattúið: „Allir pabbar í Svíþjóð hefðu gert það sama ef sonur þeirra hefði orðið ólympíumeistari,“ sagði Fredrik sem kvartaði þó aðeins yfir því hve óþægilegt væri að hafa nálina á pungnum. Hann tók líka ekki heldur í mál að gera nýtt veðmál varðandi leikana í Los Angeles 2028. „En núna er þetta komið á sinn stað og verður þarna að eilífu,“ sagði Fanny við Aftonbladet um tattúið. Hún fékk mikil viðbrögð við því á samfélagsmiðlum þegar hún sagði frá veðmálinu. Pabbinn ber sig vel „Mér fannst þetta bara svo fyndið og sá fyrir mér að þetta gæti orðið gaman fyrir fjölskylduna. Svo ég hélt áfram að fylgjast með þessu og ýta á pabba að láta verða af þessu. David fannst þetta ógeðslega fyndið,“ sagði Fanny. Hún segir pabba sinn ekki sárþjáðan: „Nei, hann hefur raunar ekkert kvartað. Það eina sem hann kvartar yfir er hve margir vilja bögga hann út af þessu. Þetta er eins og röð af gömlum mönnum í gufubaði sem vilja skoða þetta tattú,“ sagði Fanny.
Ólympíuleikar 2024 í París Blak Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sjá meira