Ullarvika til heiðurs íslensku sauðkindinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. september 2024 14:05 Ullarvikan á Suðurlandi er alltaf mjög spennandi enda fjölbreytt dagskrá i boði til heiðurs íslensku sauðkindinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verður mikið um að vera á Suðurlandi næstu sjö daga þegar íslenska ullin er annars vegar því sérstök ullarvika er að hefjast með fjölbreyttri dagskrá eins og fjárlitasýningu, spunasamkeppni og tískusýningu. Nú þegar sauðfjárbændur eru búnir að sækja fé sitt á fjall og sækja það í réttirnar sínar þá heldur gleðin áfram því Ullarvika Suðurlands er að hefjast með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í sjö daga. Hulda Brynjólfsdóttir hjá Uppspuna í Ásahreppi og sauðfjárbóndi veit allt um Ullarviku Suðurlands. „Ullarvika á Suðurlandi er hátíð til heiðurs íslensku sauðkindinni fyrst og fremst og ullinni, sem hún framleiðir og hvað hægt er að gera úr henni, svona brota brot af því hvað er hægt að gera úr henni því að það eru svo endalausir möguleikar,“ segir Hulda. Hulda segir að tilgangur og markmið vikunnar sé fyrst og fremst að auka virðingu fyrir kindinni og ullinni og gefa fólki tækifæri til að læra að vinna úr henni eins og að spinna, prjóna, þæfa og lita svo eitthvað sé nefnt. Dagskrá vikunnar hefst formlega á morgun, sunnudag með fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu skammt frá Hellu frá 14:00 til 16:00 þar sem allir eru velkomnir og svo rekur vikan sig áfram með fjölbreyttri dagskrá. Hulda Brynjólfsdóttir (t.v.) og Maja Siska, sem eru meðal annars allt í öllu varðandi Ullarvikuna á Suðurlandi 2024.Aðsend En hvernig hefur gengið að fá bændur og búalið og fleiri til að taka þátt í ullarvikunni? „Bara mjög vel. Það er mikill áhugi og mikið af skráningum, bæði á námskeiðin, sum eru orðin uppseld og það gekk líka mjög vel að fá kennara, þannig að það er ekki hægt að segja annað en að fólk sé áhugasamt um þetta á allan hátt,“ segir Hulda. En hver verður hápunktur vikunnar? „Ég myndi segja að það væri markaðsdagurinn en hann verður í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi laugardaginn 5. október. Þá er bara gleði þar allan daginn, það er markaður, það verður spunakeppni, það verður tískusýning og kynningar og allt mögulegt í boði og svo er hægt að fá sér kaffi og með því.“ Nokkur mjög spennandi ullarnámskeið verða haldin.Aðsend Alla dagskrá vikunnar er hægt að sjá á heimasíðu vikunnar Ásahreppur Rangárþing ytra Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Nú þegar sauðfjárbændur eru búnir að sækja fé sitt á fjall og sækja það í réttirnar sínar þá heldur gleðin áfram því Ullarvika Suðurlands er að hefjast með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í sjö daga. Hulda Brynjólfsdóttir hjá Uppspuna í Ásahreppi og sauðfjárbóndi veit allt um Ullarviku Suðurlands. „Ullarvika á Suðurlandi er hátíð til heiðurs íslensku sauðkindinni fyrst og fremst og ullinni, sem hún framleiðir og hvað hægt er að gera úr henni, svona brota brot af því hvað er hægt að gera úr henni því að það eru svo endalausir möguleikar,“ segir Hulda. Hulda segir að tilgangur og markmið vikunnar sé fyrst og fremst að auka virðingu fyrir kindinni og ullinni og gefa fólki tækifæri til að læra að vinna úr henni eins og að spinna, prjóna, þæfa og lita svo eitthvað sé nefnt. Dagskrá vikunnar hefst formlega á morgun, sunnudag með fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu skammt frá Hellu frá 14:00 til 16:00 þar sem allir eru velkomnir og svo rekur vikan sig áfram með fjölbreyttri dagskrá. Hulda Brynjólfsdóttir (t.v.) og Maja Siska, sem eru meðal annars allt í öllu varðandi Ullarvikuna á Suðurlandi 2024.Aðsend En hvernig hefur gengið að fá bændur og búalið og fleiri til að taka þátt í ullarvikunni? „Bara mjög vel. Það er mikill áhugi og mikið af skráningum, bæði á námskeiðin, sum eru orðin uppseld og það gekk líka mjög vel að fá kennara, þannig að það er ekki hægt að segja annað en að fólk sé áhugasamt um þetta á allan hátt,“ segir Hulda. En hver verður hápunktur vikunnar? „Ég myndi segja að það væri markaðsdagurinn en hann verður í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi laugardaginn 5. október. Þá er bara gleði þar allan daginn, það er markaður, það verður spunakeppni, það verður tískusýning og kynningar og allt mögulegt í boði og svo er hægt að fá sér kaffi og með því.“ Nokkur mjög spennandi ullarnámskeið verða haldin.Aðsend Alla dagskrá vikunnar er hægt að sjá á heimasíðu vikunnar
Ásahreppur Rangárþing ytra Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira