Aftur fram af hengifluginu? Ingólfur Sverrisson skrifar 29. september 2024 17:30 Mikil undur og stórmerki voru talin ríkja fyrir tveimur áratugum þegar heimsbyggðinni var talin trú um að hér á landi byggju óviðjafnanlegir fjármálasnillingar. Við hefðum erft yfirskilvitleg gen frá víkingaöld sem síðan þróuðust í einangruninni úti í ballarhafi með þeim árangri að íslenska fjármálakerfið gat boðið hærri ávöxtun fjármuna en afgangurinn af veröldinni treysti sér til enda ekki náð sama þroska á þessu sviði. Peningar streymdu til landsins úr öllum heimshornum til að ná mestu ávöxtun sem sögur fóru af. Þegar þessi dapurlegi hrunadans stóð sem hæst gafst undirrituðum tækifæri til að spyrja í fáfræði einn bankastjóra stærstu bankanna í hverju snilldin væri fólgin. Hann taldi skýringarnar eflaust margar en nefndi þó eitt sérstaklega, að við hefðum Reiknistofu bankanna! Við svarið gafst ég endanlega upp á að skilja þetta sjónarspil og ekki leið á löngu þar til við svifum fram af bjargbrúninni eins og vængjalausir kálfar. Niðurstaðan varð hrikalegt áfall fyrir hið opinbera, einstaklinga og fyrirtæki sem enginn tók ábyrgð á og fáir lærðu af auk þess sem víða erlendis var litið á þessa þjóð eins og viðundur sem lifði í eigin sjálfsblekkingu og væri ekki við bjargandi. Nú bendir allt til þess að aftur sé tekið að hlaðast upp í samskonar bálköst sem gæti haft enn verri afleiðingar eftir nokkur ár fyrir land og þjóð. Í þetta skipti er það ekki ofurtrú á yfirburðafærni Íslendinga í fjármálum heldur að hér sé búið að rækta enn eitt snilldarverkið sem er íslenska krónan – minnsti gjaldmiðill í veröldinni. Þessi óviðjafnanlegi kjörgripur hafi reynst svo vel að ekki megi einu sinni ræða að taka upp annan og traustari alþjóðlegan gjaldmiðil eins og evruna. Slíkt og þvílíkt tal flokkast að margra mati undir helgispjöll. Þrátt fyrir það hefur um árabil verið hér mikill fjármálaóstöðugleiki og verðbólga meiri en annars staðar. Sífelldar aðgerðir til að halda dýrtíðinni niðri og minnka skaðann sem aðrar þjóðir með öflugri gjaldmiðla eru lausar við. Af þeim sökum hafa íslensk fyrirtæki með yfir 40% þjóðarframleiðslunnar, og keppa á alþjóðamarkaði, komið sér undan áhrifavaldi krónunnar og þar á meðal vaxtavendinum sem ætlað er að halda verðbólgunni niðri. Þess vegna er því pyntingartæki - með dyggri aðstoð íslensku bankanna - eingöngu beint að þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem eru lokuð inni í krónuhagkerfinu, skulda og komast ekki annað. Í þessum hópi má finna unga fólkið að koma sér þaki yfir höfuðið ásamt minni fyrirtækjum sem eru að mestu eða eingöngu með viðskipti á innanlandsmarkaði. Um þessar mundir sjást merki um að þetta fyrirkomulag sé að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar þar sem önnur býr við sömu aðstæður og fólk og fyrirtæki í nágrannalöndunum en hin verður að lúta allt öðrum og lakari kjörum. Með því að lítill áhugi virðist hjá þorra stjórnmálaflokkanna að móta stefnu til lengri tíma til að stöðva þessa þróun mun ójöfnuðurinn aðeins aukast næstu árin og að lokum springur þessi óskapnaður allur í andlitið á þjóðinni með miklum látum. Svona stigvaxandi mismunum gengur einfaldlega ekki til lengdar án alvarlegra afleiðinga. Tvær þjóðir í sama landi við gjörólík kjör til þess eins að halda í þennan örgjaldmiðil af því er virðist af trúarlegri og tilbeiðslukenndri sannfæringu um mikilvægi hans. Þrátt fyrir allt eru þó vísbendingar um að þeim fari fjölgandi sem sjá að í mikið óefni stefnir ef ekkert er að gert enda ekki seinna vænna að taka til hendi áður en við svífum í annað sinn fram af hengifluginu mikla eins og saklausir óvitar. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Mikil undur og stórmerki voru talin ríkja fyrir tveimur áratugum þegar heimsbyggðinni var talin trú um að hér á landi byggju óviðjafnanlegir fjármálasnillingar. Við hefðum erft yfirskilvitleg gen frá víkingaöld sem síðan þróuðust í einangruninni úti í ballarhafi með þeim árangri að íslenska fjármálakerfið gat boðið hærri ávöxtun fjármuna en afgangurinn af veröldinni treysti sér til enda ekki náð sama þroska á þessu sviði. Peningar streymdu til landsins úr öllum heimshornum til að ná mestu ávöxtun sem sögur fóru af. Þegar þessi dapurlegi hrunadans stóð sem hæst gafst undirrituðum tækifæri til að spyrja í fáfræði einn bankastjóra stærstu bankanna í hverju snilldin væri fólgin. Hann taldi skýringarnar eflaust margar en nefndi þó eitt sérstaklega, að við hefðum Reiknistofu bankanna! Við svarið gafst ég endanlega upp á að skilja þetta sjónarspil og ekki leið á löngu þar til við svifum fram af bjargbrúninni eins og vængjalausir kálfar. Niðurstaðan varð hrikalegt áfall fyrir hið opinbera, einstaklinga og fyrirtæki sem enginn tók ábyrgð á og fáir lærðu af auk þess sem víða erlendis var litið á þessa þjóð eins og viðundur sem lifði í eigin sjálfsblekkingu og væri ekki við bjargandi. Nú bendir allt til þess að aftur sé tekið að hlaðast upp í samskonar bálköst sem gæti haft enn verri afleiðingar eftir nokkur ár fyrir land og þjóð. Í þetta skipti er það ekki ofurtrú á yfirburðafærni Íslendinga í fjármálum heldur að hér sé búið að rækta enn eitt snilldarverkið sem er íslenska krónan – minnsti gjaldmiðill í veröldinni. Þessi óviðjafnanlegi kjörgripur hafi reynst svo vel að ekki megi einu sinni ræða að taka upp annan og traustari alþjóðlegan gjaldmiðil eins og evruna. Slíkt og þvílíkt tal flokkast að margra mati undir helgispjöll. Þrátt fyrir það hefur um árabil verið hér mikill fjármálaóstöðugleiki og verðbólga meiri en annars staðar. Sífelldar aðgerðir til að halda dýrtíðinni niðri og minnka skaðann sem aðrar þjóðir með öflugri gjaldmiðla eru lausar við. Af þeim sökum hafa íslensk fyrirtæki með yfir 40% þjóðarframleiðslunnar, og keppa á alþjóðamarkaði, komið sér undan áhrifavaldi krónunnar og þar á meðal vaxtavendinum sem ætlað er að halda verðbólgunni niðri. Þess vegna er því pyntingartæki - með dyggri aðstoð íslensku bankanna - eingöngu beint að þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem eru lokuð inni í krónuhagkerfinu, skulda og komast ekki annað. Í þessum hópi má finna unga fólkið að koma sér þaki yfir höfuðið ásamt minni fyrirtækjum sem eru að mestu eða eingöngu með viðskipti á innanlandsmarkaði. Um þessar mundir sjást merki um að þetta fyrirkomulag sé að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar þar sem önnur býr við sömu aðstæður og fólk og fyrirtæki í nágrannalöndunum en hin verður að lúta allt öðrum og lakari kjörum. Með því að lítill áhugi virðist hjá þorra stjórnmálaflokkanna að móta stefnu til lengri tíma til að stöðva þessa þróun mun ójöfnuðurinn aðeins aukast næstu árin og að lokum springur þessi óskapnaður allur í andlitið á þjóðinni með miklum látum. Svona stigvaxandi mismunum gengur einfaldlega ekki til lengdar án alvarlegra afleiðinga. Tvær þjóðir í sama landi við gjörólík kjör til þess eins að halda í þennan örgjaldmiðil af því er virðist af trúarlegri og tilbeiðslukenndri sannfæringu um mikilvægi hans. Þrátt fyrir allt eru þó vísbendingar um að þeim fari fjölgandi sem sjá að í mikið óefni stefnir ef ekkert er að gert enda ekki seinna vænna að taka til hendi áður en við svífum í annað sinn fram af hengifluginu mikla eins og saklausir óvitar. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun