Saka rússneskan flugmann um „ófagmannlega“ hegðun Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2024 16:11 Rússnesk orrustuþota af gerðinni Su-35 og Tu-95 sprengjuflugvél er hér í bakgrunni. NORAD Herforingi í flugher Bandaríkjanna segir rússneska flugmenn hafa hagað sér mjög ófagmannlega þegar bandarískir flugmenn flugu að fjórum rússneskum herflugvélum nærri Alasaka. Flugvélarnar fjórar sáust á ratsjám þann 23. september og voru flugmenn sendir til móts við þær. Þá höfðu Rússarnir flogið inn á svokallað varnarsvæði Bandaríkjanna og Kanada, en það er svæði sem liggur fyrir utan formlega lofthelgi en þykir svo nærri lofthelginni að óvinir gætu ógnað öryggi Bandaríkjanna og Kanada. Því eru herþotur sendar til móts við óþekktar flugvélar á þessu svæði. Þegar einni orrustuþotu var flogið í átt að Tupolev Tu-95 sprengjuflugvél, sem kölluð hefur verið „Björn“ í gegn um árin, var rússneskri Su-35 orrustuþotu flogið þar á milli og mjög nærri bandarísku, eða kanadísku, orrustuþotunni, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi og myndum. Gregory M. Guillot, herforingi í flugher Bandaríkjanna, sem stýrir vörnum sameiginlegrar lofthelgi Bandaríkjanna og Kanada (NORAD), segir í yfirlýsingu að flugmaður einnar Su-35 herþotu hafa hagað sér með óábyrgum og ófaglegum hætti. Hegðun hans hafi ógnað lífi fólks og eigi hún ekki að sjást hjá flugmönnum í atvinnuherjum. “On Sept 23, 2024, NORAD aircraft flew a safe and disciplined intercept of Russian Military Aircraft in the Alaska ADIZ. The conduct of one Russian Su-35 was unsafe, unprofessional, and endangered all – not what you’d see in a professional air force.” – Gen. Gregory Guillot pic.twitter.com/gXZj3Ndkag— North American Aerospace Defense Command (@NORADCommand) September 30, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem atvik á við þetta á sér stað. Bandaríkjamenn hafa ítrekað sakað kínverska flugmenn um að haga sér ófagmannlega yfir Suður-Kínahafi. Sjá einnig: Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Þá gerðist það tvisvar sinnum yfir Svartahafi í fyrra að rússneskum flugvélum var flogið mjög nærri bandarískum drónum. Í öðru tilvikinnu flaug rússneskur flugmaður á dróna. Bandaríkin Kanada Rússland Hernaður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Þá höfðu Rússarnir flogið inn á svokallað varnarsvæði Bandaríkjanna og Kanada, en það er svæði sem liggur fyrir utan formlega lofthelgi en þykir svo nærri lofthelginni að óvinir gætu ógnað öryggi Bandaríkjanna og Kanada. Því eru herþotur sendar til móts við óþekktar flugvélar á þessu svæði. Þegar einni orrustuþotu var flogið í átt að Tupolev Tu-95 sprengjuflugvél, sem kölluð hefur verið „Björn“ í gegn um árin, var rússneskri Su-35 orrustuþotu flogið þar á milli og mjög nærri bandarísku, eða kanadísku, orrustuþotunni, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi og myndum. Gregory M. Guillot, herforingi í flugher Bandaríkjanna, sem stýrir vörnum sameiginlegrar lofthelgi Bandaríkjanna og Kanada (NORAD), segir í yfirlýsingu að flugmaður einnar Su-35 herþotu hafa hagað sér með óábyrgum og ófaglegum hætti. Hegðun hans hafi ógnað lífi fólks og eigi hún ekki að sjást hjá flugmönnum í atvinnuherjum. “On Sept 23, 2024, NORAD aircraft flew a safe and disciplined intercept of Russian Military Aircraft in the Alaska ADIZ. The conduct of one Russian Su-35 was unsafe, unprofessional, and endangered all – not what you’d see in a professional air force.” – Gen. Gregory Guillot pic.twitter.com/gXZj3Ndkag— North American Aerospace Defense Command (@NORADCommand) September 30, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem atvik á við þetta á sér stað. Bandaríkjamenn hafa ítrekað sakað kínverska flugmenn um að haga sér ófagmannlega yfir Suður-Kínahafi. Sjá einnig: Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Þá gerðist það tvisvar sinnum yfir Svartahafi í fyrra að rússneskum flugvélum var flogið mjög nærri bandarískum drónum. Í öðru tilvikinnu flaug rússneskur flugmaður á dróna.
Bandaríkin Kanada Rússland Hernaður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira