Vance með yfirhöndina í kurteisum kappræðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2024 07:36 Varaforsetaefnin voru kurteis og hófstillt í svörum sínum. AP/Matt Rourke Varaforsetaefnin J.D. Vance og Tim Walz mættust í kappræðum í New York í gær, sem stjórnmálaskýrendur virðast sammála um að hafi verið óvenju kurteisar og fremur óspennandi. Walz virtist óöruggur framan af og er Vance almennt talinn hafa staðið sig örlítið betur en hann varði stórum hluta kappræðanna í að verja Donald Trump og reyna að setja stefnumál framboðsins í samhengi. Vance talaði um fjölskyldu sína, eiginkonu sína og börn, og uppvaxtarár sín; fátækt og móður í neyslu. Þá freistaði hann þess að endurtúlka ár Trump í Hvíta húsinu og sagði hann meðal annars hafa „bjargað“ Obamacare, þegar hið rétta er að forsetinn gerði ítrekaðar tilraunir til að grafa undan lögunum. Kamala Harris var skotspónn Vance, sem sagði varaforsetann hefðu betur nýtt tíma sinn í embætti til að knýja fram breytingar. Óöld í innflytjendamálum, verðbólga og jafnvel eiturlyfjafaraldurinn væru henni að kenna. "I've been extremely open about how I was wrong about Donald Trump," JD Vance says, when asked why Americans should trust Vance to give Donald Trump the advice he needs to hear. pic.twitter.com/rbiJ9ALekd— NBC News (@NBCNews) October 2, 2024 Vandræðalegasta augnablikið fyrir Vance var ef til vill þegar Walz spurði hann hvort Trump hefði tapað forsetakosningunum 2020. Vance svaraði hvorki nei né já en sagði Demókrata hina raunverulegu ógn við lýðræðið. Walz varð heldur vandræðalegur þegar hann var spurður út í fullyrðingar þess efnis að hann hefði verið í Hong Kong 4. júní 1989, þegar fjöldamorðið á Torgi hins himneska friðar átti sér stað. Á dögunum var uppljóstrað að hann var heima í Nebraska í júní og fór ekki til Hong Kong fyrr en í ágúst. Gekkst hann við því að vera stundum „kjánaprik“ og að hafa farið rangt með. Walz var sterkastur þegar kom að heilbrigðismálum og ekki síst þungunarrofi og sagði gríðarlega mikilvægt að standa vörð um rétt kvenna til að velja. Þegar Vance talaði um að aðgengi að þungunarrofi ætti að vera á forræði ríkjanna, vísaði Walz til þess hvernig konur hefðu dáið eða borið skaða af lögum í sínu ríki. „Staðreyndin er þessi; hvernig getum við sem þjóð sagt að líf þitt og réttur, grundvallar réttur á borð við það að stjórna eigin líkama, eigi að ákvarðast af landafræði?“ sagði Walz. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Sjá meira
Walz virtist óöruggur framan af og er Vance almennt talinn hafa staðið sig örlítið betur en hann varði stórum hluta kappræðanna í að verja Donald Trump og reyna að setja stefnumál framboðsins í samhengi. Vance talaði um fjölskyldu sína, eiginkonu sína og börn, og uppvaxtarár sín; fátækt og móður í neyslu. Þá freistaði hann þess að endurtúlka ár Trump í Hvíta húsinu og sagði hann meðal annars hafa „bjargað“ Obamacare, þegar hið rétta er að forsetinn gerði ítrekaðar tilraunir til að grafa undan lögunum. Kamala Harris var skotspónn Vance, sem sagði varaforsetann hefðu betur nýtt tíma sinn í embætti til að knýja fram breytingar. Óöld í innflytjendamálum, verðbólga og jafnvel eiturlyfjafaraldurinn væru henni að kenna. "I've been extremely open about how I was wrong about Donald Trump," JD Vance says, when asked why Americans should trust Vance to give Donald Trump the advice he needs to hear. pic.twitter.com/rbiJ9ALekd— NBC News (@NBCNews) October 2, 2024 Vandræðalegasta augnablikið fyrir Vance var ef til vill þegar Walz spurði hann hvort Trump hefði tapað forsetakosningunum 2020. Vance svaraði hvorki nei né já en sagði Demókrata hina raunverulegu ógn við lýðræðið. Walz varð heldur vandræðalegur þegar hann var spurður út í fullyrðingar þess efnis að hann hefði verið í Hong Kong 4. júní 1989, þegar fjöldamorðið á Torgi hins himneska friðar átti sér stað. Á dögunum var uppljóstrað að hann var heima í Nebraska í júní og fór ekki til Hong Kong fyrr en í ágúst. Gekkst hann við því að vera stundum „kjánaprik“ og að hafa farið rangt með. Walz var sterkastur þegar kom að heilbrigðismálum og ekki síst þungunarrofi og sagði gríðarlega mikilvægt að standa vörð um rétt kvenna til að velja. Þegar Vance talaði um að aðgengi að þungunarrofi ætti að vera á forræði ríkjanna, vísaði Walz til þess hvernig konur hefðu dáið eða borið skaða af lögum í sínu ríki. „Staðreyndin er þessi; hvernig getum við sem þjóð sagt að líf þitt og réttur, grundvallar réttur á borð við það að stjórna eigin líkama, eigi að ákvarðast af landafræði?“ sagði Walz.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Sjá meira