„Þetta var ekki fallegt en við tökum tvö stigin“ Siggeir Ævarsson skrifar 2. október 2024 21:55 Ólafur Jónas Sigurðsson fékk draumabyrjun í kvöld í fyrsta leik með Stjörnuna Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ólafur Jónas Sigurðsson, nýr þjálfari Stjörnunnar, gat sennilega ekki beðið um betri byrjun en að leggja Íslandsmeistara Keflavíkur í fyrsta leik haustsins en Stjarnan lagði Keflavík í kvöld 71-64. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en gestirnir leiddu með 13 stigum eftir fyrsta leikhluta, 13-26. „Byrjaði nú ekki eins og við ætluðum okkur en ég er rosalega ánægður með stelpurnar í dag. Þær trúðu á verkefnið og þetta var upplagið allan tímann, að taka þennan leik. Þetta var ekki fallegt en við tökum tvö stigin.“ Að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana var nokkurs konar einkennismerki Stjörnunnar í fyrra og það virðist ekkert hafa breyst í þeim efnum. „Auðvitað. Eins og ég sagði fyrir leik, þetta eru náttúrulega bara geggjaðar stelpur. Það er nóg af ungum stelpum hérna sem eru tilbúnar að taka gólfið. Við sjáum bara að Berglind kemur hérna inn og hún er óhrædd. Hún er í 9. bekk! Það eru bara forréttindi að fá að þjálfa svona hóp.“ Diljá Ögn Lárusdóttir spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma en hún missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Hún skilaði 14 stigum í kvöld og er ljóst að Stjarnan fær mikinn liðsstyrk í henni. „Það er óhætt að segja það. Þú sérð bara hvernig hún hreyfir sig, þetta er svolítið öðruvísi leikmaður. Ótrúlega gaman að hún skuli vera komin aftur og standa sig svona vel í fyrsta leik eftir hvað, eitt og hálft ár.“ Denia Davis-Stewart er að hefja sitt annað tímabil með Stjörnunni en það má segja að hún sé sannkölluð frákastavél, 20 slík hjá henni í kvöld. „Hún er það. Hún er svo stressuð, hún er eiginlega bara betri þegar hún er svona stressuð. Sækir öll helvítis fráköstin, ryksugar þetta að sér.“ Denia Davis-Stewart reif niður 28 fráköst í kvöld og skoraði 17 stigVísir/Pawel Cieslikiewicz Ólafur viðurkenndi fúslega að það væri sætt að leggja Íslandsmeistarana í fyrsta leik haustsins en sagði jafnframt að hans lið ætti mikið inni. „Auðvitað og ef það er einhvern tímann tími til að vinna þær þá er það núna, þær eru náttúrulega með hálft liðið úti. Ég er rosalega ánægður að við komum svona beittar til leiks. Við sjáum samt að það vantar alveg helling í okkar leik ennþá finnst mér. Þakið er miklu miklu hærra en þetta.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira
Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en gestirnir leiddu með 13 stigum eftir fyrsta leikhluta, 13-26. „Byrjaði nú ekki eins og við ætluðum okkur en ég er rosalega ánægður með stelpurnar í dag. Þær trúðu á verkefnið og þetta var upplagið allan tímann, að taka þennan leik. Þetta var ekki fallegt en við tökum tvö stigin.“ Að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana var nokkurs konar einkennismerki Stjörnunnar í fyrra og það virðist ekkert hafa breyst í þeim efnum. „Auðvitað. Eins og ég sagði fyrir leik, þetta eru náttúrulega bara geggjaðar stelpur. Það er nóg af ungum stelpum hérna sem eru tilbúnar að taka gólfið. Við sjáum bara að Berglind kemur hérna inn og hún er óhrædd. Hún er í 9. bekk! Það eru bara forréttindi að fá að þjálfa svona hóp.“ Diljá Ögn Lárusdóttir spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma en hún missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Hún skilaði 14 stigum í kvöld og er ljóst að Stjarnan fær mikinn liðsstyrk í henni. „Það er óhætt að segja það. Þú sérð bara hvernig hún hreyfir sig, þetta er svolítið öðruvísi leikmaður. Ótrúlega gaman að hún skuli vera komin aftur og standa sig svona vel í fyrsta leik eftir hvað, eitt og hálft ár.“ Denia Davis-Stewart er að hefja sitt annað tímabil með Stjörnunni en það má segja að hún sé sannkölluð frákastavél, 20 slík hjá henni í kvöld. „Hún er það. Hún er svo stressuð, hún er eiginlega bara betri þegar hún er svona stressuð. Sækir öll helvítis fráköstin, ryksugar þetta að sér.“ Denia Davis-Stewart reif niður 28 fráköst í kvöld og skoraði 17 stigVísir/Pawel Cieslikiewicz Ólafur viðurkenndi fúslega að það væri sætt að leggja Íslandsmeistarana í fyrsta leik haustsins en sagði jafnframt að hans lið ætti mikið inni. „Auðvitað og ef það er einhvern tímann tími til að vinna þær þá er það núna, þær eru náttúrulega með hálft liðið úti. Ég er rosalega ánægður að við komum svona beittar til leiks. Við sjáum samt að það vantar alveg helling í okkar leik ennþá finnst mér. Þakið er miklu miklu hærra en þetta.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira