Kynferðisleg svefnröskun hélt ekki vatni Jón Þór Stefánsson skrifar 3. október 2024 18:57 Brotið var framið í íbúð í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm á hendur manni í nauðgunarmáli. Honum var gefið að sök að nauðga konu sem var sofandi, en maðurinn bar fyrir sig að hann sé haldinn af kynferðislegri svefnröskun. Atvikið sem málið varðar átti sér stað að morgni sunnudagsins 23. maí 2023 í svefnherbergi konunnar. Hún lýsti því að hún hefði verið í samkvæmi kvöldið áður og farið ásamt unnusta sínum heim á leið í Keflavík. Skömmu seinna hafi vinur þeirra, sakborningur málsins, sem hún hafi þekkt frá tólf ára aldri komið til þeirra. Þau hafi leyft honum að gista, en hann hefði oft gert það áður. Konan og unnusti hennar hafi farið að sofa, og hún kvaðst hafa verið nakin. Hún hefði vaknað við það að vinurinn væri kominn upp í rúm til þeirra, legið á hliðinni og verið að hafa samfarir við hana um leggöng. Hún hafi vaknað, stokkið upp og ofan á unnusta sinn sem vaknaði fyrir vikið. Hún hafi sagt unnustanum frá því sem átti sér stað. Unnustinn hafi spurt vininn hvað hann hefði verið að gera og hann sagði ekkert hafa gerst, hann hefði verið sofandi. Skömmu síðar hafi vinurinn farið úr íbúðinni. Maðurinn krafðist að hann yrði sýknaður, og byggði á því að hann væri haldinn kynferðislegri svefnröskun. Hann hafi því sýnt af sér ósjálfráða og óviljandi kynferðislega hegðun þegar hann var sofandi. Fyrir Landsrétti setti hann út á niðurstöðu héraðsdóms og benti á að bæði barnsmóðir hans og sambýliskona hans hefðu lýst kynferðislegu athæfi hans á meðan hann var sofandi. Framburður mannsins ekki óstöðugur Matsmenn voru kallaðir fyrir héraðsdóm og Landsrétt til þess að meta þessa svefnröskun. Þeir sögðu að atburðarásin í þessu máli væri ekki dæmigerð fyrir kynferðislega svefnröskun. Í úrlausn sinni segir Landsréttur að þrátt fyrir að framburður mannsins hafi ekki verið óstöðgur væri það mat matsmannanna að það væri mjög ólíklegt og nánast útilokað að maðurinn hefði framið brotið undir áhrifum kynferðislegrar svefnröskunar þegar atvikið átti sér stað. Því var það niðurstaða dómsins að maðurinn hefði haft samræði við konuna umrætt sinn þegar hún var sofandi og án hennar samþykkis. Hann hefði því notfært sér ástand hennar þegar hún gat ekki spornað við verknaðnum. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur tveggja og hálfs árs fangelsisdóm mannsins. Þá var honum gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins, um tvær og hálfa milljón króna, sem bætast við miskabætur, fyrri lögmannskostnað, og sakarkostnað sem samtals hljóðaði upp á rúmar átta milljónir. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjanesbær Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað að morgni sunnudagsins 23. maí 2023 í svefnherbergi konunnar. Hún lýsti því að hún hefði verið í samkvæmi kvöldið áður og farið ásamt unnusta sínum heim á leið í Keflavík. Skömmu seinna hafi vinur þeirra, sakborningur málsins, sem hún hafi þekkt frá tólf ára aldri komið til þeirra. Þau hafi leyft honum að gista, en hann hefði oft gert það áður. Konan og unnusti hennar hafi farið að sofa, og hún kvaðst hafa verið nakin. Hún hefði vaknað við það að vinurinn væri kominn upp í rúm til þeirra, legið á hliðinni og verið að hafa samfarir við hana um leggöng. Hún hafi vaknað, stokkið upp og ofan á unnusta sinn sem vaknaði fyrir vikið. Hún hafi sagt unnustanum frá því sem átti sér stað. Unnustinn hafi spurt vininn hvað hann hefði verið að gera og hann sagði ekkert hafa gerst, hann hefði verið sofandi. Skömmu síðar hafi vinurinn farið úr íbúðinni. Maðurinn krafðist að hann yrði sýknaður, og byggði á því að hann væri haldinn kynferðislegri svefnröskun. Hann hafi því sýnt af sér ósjálfráða og óviljandi kynferðislega hegðun þegar hann var sofandi. Fyrir Landsrétti setti hann út á niðurstöðu héraðsdóms og benti á að bæði barnsmóðir hans og sambýliskona hans hefðu lýst kynferðislegu athæfi hans á meðan hann var sofandi. Framburður mannsins ekki óstöðugur Matsmenn voru kallaðir fyrir héraðsdóm og Landsrétt til þess að meta þessa svefnröskun. Þeir sögðu að atburðarásin í þessu máli væri ekki dæmigerð fyrir kynferðislega svefnröskun. Í úrlausn sinni segir Landsréttur að þrátt fyrir að framburður mannsins hafi ekki verið óstöðgur væri það mat matsmannanna að það væri mjög ólíklegt og nánast útilokað að maðurinn hefði framið brotið undir áhrifum kynferðislegrar svefnröskunar þegar atvikið átti sér stað. Því var það niðurstaða dómsins að maðurinn hefði haft samræði við konuna umrætt sinn þegar hún var sofandi og án hennar samþykkis. Hann hefði því notfært sér ástand hennar þegar hún gat ekki spornað við verknaðnum. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur tveggja og hálfs árs fangelsisdóm mannsins. Þá var honum gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins, um tvær og hálfa milljón króna, sem bætast við miskabætur, fyrri lögmannskostnað, og sakarkostnað sem samtals hljóðaði upp á rúmar átta milljónir.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjanesbær Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira