Grótta tyllti sér á toppinn og KA fékk fyrstu stigin Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. október 2024 21:30 Elvar Otri Hjálmarsson hefur verið öflugur með Gróttu í upphafi tímabils. vísir / hulda margrét Grótta er í efsta sæti Olís deildar karla eftir 32-30 sigur gegn ÍBV í kvöld. KA reif sig upp af botninum með 28-24 sigri gegn ÍBV. Afturelding lagði Fram örugglega með fimm marka mun, 34-29. KA – ÍR 28-24 KA tók þriggja marka forystu snemma, sem hélst nokkurn veginn allan leikinn. ÍR náði ágætis áhlaupi í byrjun seinni hálfleiks og jafnaði leikinn en hélt ekki lengi út. KA gaf aftur í og það stefndi í stærri sigur en raunin varð, ÍR minnkaði muninn aðeins undir lokin og 28-24 urðu lokatölur. Dagur Árni Heimisson var markahæstur hjá heimamönnum með 7 mörk, Ott Varik var á eftir honum með 5 mörk. Nicolai Kristensen í marki KA átti ekkert sérstakan leik en Bruno Bernat kom vel inn fyrir hann og varði 5 af 12 skotum sem hann fékk á sig. Hjá ÍR var Baldur Fritz Bjarnason öflugastur sóknarlega og skoraði 8 mörk úr 13 skotum. Þetta var fyrsti sigur KA á tímabilinu. Liðið er nú í næstneðsta sæti með tvö stig, ÍR er einu stigi og sæti ofar. Grótta – ÍBV 32-30 Æsispennandi leikur þar sem liðin skiptust á sterkum áhlaupum. Grótta byrjaði betur og komst 7-3 yfir en ÍBV sneri taflinu við og tók forystuna 7-8. Leikurinn hélst nokkuð jafn þar til um miðjan seinni hálfleik þegar Grótta skoraði þrjú mörk í röð og komst 25-21 yfir. ÍBV elti þá hins vegar uppi og jafnaði 26-26. Eftir það voru heimamenn sterkari aðilinn og tóku tveggja marka forystu sem hélst alveg til enda. Magnús Gunnar í marki Gróttu hafði nóg að gera og varði 21 af 51 skoti (41 prósent). Kollegi hans hinum megin var ekki eins iðinn og varði aðeins 6 af 37 skotum (16 prósent). Jón Ómar Gíslason í liði Gróttu varð langmarkahæstur með 10 mörk. Næstu menn á eftir skoruðu fimm mörk. Grótta hefur nú unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum tímabilsins og er í efsta sæti deildarinnar, þökk sé því að FH tapaði gegn Val. ÍBV hefur safnað fimm stigum í jafnmörgum leikjum og situr í 6. sæti. Afturelding – Fram 34-29 Að lokum fór fram leikur Aftureldingar og Fram. Jafnt framan af en Afturelding alltaf skrefi á undan. Heimamenn brunuðu svo fram úr undir lok fyrri hálfleiks og fóru með fimm marka forskot inn í búningsherbergi. Þannig héldu þeir gestunum, í hæfilegri fjarlægð, allan seinni hálfleik og sigldu sigrinum á endanum örugglega heim. Blær Hinriksson og Birgir Steinn Jónsson voru atkvæðamestir í Mosfellsbæ með 8 mörk hver. Olís-deild karla Grótta ÍBV ÍR KA Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
KA – ÍR 28-24 KA tók þriggja marka forystu snemma, sem hélst nokkurn veginn allan leikinn. ÍR náði ágætis áhlaupi í byrjun seinni hálfleiks og jafnaði leikinn en hélt ekki lengi út. KA gaf aftur í og það stefndi í stærri sigur en raunin varð, ÍR minnkaði muninn aðeins undir lokin og 28-24 urðu lokatölur. Dagur Árni Heimisson var markahæstur hjá heimamönnum með 7 mörk, Ott Varik var á eftir honum með 5 mörk. Nicolai Kristensen í marki KA átti ekkert sérstakan leik en Bruno Bernat kom vel inn fyrir hann og varði 5 af 12 skotum sem hann fékk á sig. Hjá ÍR var Baldur Fritz Bjarnason öflugastur sóknarlega og skoraði 8 mörk úr 13 skotum. Þetta var fyrsti sigur KA á tímabilinu. Liðið er nú í næstneðsta sæti með tvö stig, ÍR er einu stigi og sæti ofar. Grótta – ÍBV 32-30 Æsispennandi leikur þar sem liðin skiptust á sterkum áhlaupum. Grótta byrjaði betur og komst 7-3 yfir en ÍBV sneri taflinu við og tók forystuna 7-8. Leikurinn hélst nokkuð jafn þar til um miðjan seinni hálfleik þegar Grótta skoraði þrjú mörk í röð og komst 25-21 yfir. ÍBV elti þá hins vegar uppi og jafnaði 26-26. Eftir það voru heimamenn sterkari aðilinn og tóku tveggja marka forystu sem hélst alveg til enda. Magnús Gunnar í marki Gróttu hafði nóg að gera og varði 21 af 51 skoti (41 prósent). Kollegi hans hinum megin var ekki eins iðinn og varði aðeins 6 af 37 skotum (16 prósent). Jón Ómar Gíslason í liði Gróttu varð langmarkahæstur með 10 mörk. Næstu menn á eftir skoruðu fimm mörk. Grótta hefur nú unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum tímabilsins og er í efsta sæti deildarinnar, þökk sé því að FH tapaði gegn Val. ÍBV hefur safnað fimm stigum í jafnmörgum leikjum og situr í 6. sæti. Afturelding – Fram 34-29 Að lokum fór fram leikur Aftureldingar og Fram. Jafnt framan af en Afturelding alltaf skrefi á undan. Heimamenn brunuðu svo fram úr undir lok fyrri hálfleiks og fóru með fimm marka forskot inn í búningsherbergi. Þannig héldu þeir gestunum, í hæfilegri fjarlægð, allan seinni hálfleik og sigldu sigrinum á endanum örugglega heim. Blær Hinriksson og Birgir Steinn Jónsson voru atkvæðamestir í Mosfellsbæ með 8 mörk hver.
Olís-deild karla Grótta ÍBV ÍR KA Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita