„Kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. október 2024 12:05 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram, þrátt fyrir að óvíst sé hvenær kosið yrði. Svandís Svavarsdóttir var kjörin formaður Vinstri grænna í gær, en hún var ein í framboði til embættisins. Í fyrstu ræðu sinni sem formaður ítrekaði hún mikilvægi vinstri stjórnmála og félagshyggju. „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa fyrir kerfunum okkar, það grefur undan almannaþjónustunni og lætur greipar sópa um auðlindirnar okkar,“ sagði Svandís í ræðu sinni í gær. Hér að neðan má sjá umfjöllun um landsfundinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Nýr tónn en ekki óviðbúinn Prófessor í stjórnmálafræði segir augljóst að þarna vísi Svandís til samstarfslokka VG í ríkisstjórn. „Þar kveður auðvitað við nýjan tón í þessu samstarfi. Ekki óviðbúið, við áttum von á þessari afstöðubreytingu. En, nýr formaður kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Tími málamiðlana liðinn Fyrir landsfundi liggur tillaga að ályktun um að slíta stjórnarsamstarfinu, en kjörtímabilið rennur út í september á næsta ári. Tillagan verður afgreidd í dag, en afgreiðsla ályktana hefst klukkan 12:45 samkvæmt dagskrá fundarins. „[Kosningar] eru á næsta ári, augljóslega. En gætu verið eitthvað fyrr en áætlað er, ef mið er tekið af orðum nýs formanns VG.“ Eiríkur segir ljóst að VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda samstarfinu ekki áfram. „Eftir því sem nær dregur kosningum verður stöðugt erfiðara að ná málamiðlun í ríkisstjórn, einfaldlega vegna þess að flokkarnir eru farnir að líta meira til eigin afstöðu fremur en málamiðlunarinnar í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir var kjörin formaður Vinstri grænna í gær, en hún var ein í framboði til embættisins. Í fyrstu ræðu sinni sem formaður ítrekaði hún mikilvægi vinstri stjórnmála og félagshyggju. „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa fyrir kerfunum okkar, það grefur undan almannaþjónustunni og lætur greipar sópa um auðlindirnar okkar,“ sagði Svandís í ræðu sinni í gær. Hér að neðan má sjá umfjöllun um landsfundinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Nýr tónn en ekki óviðbúinn Prófessor í stjórnmálafræði segir augljóst að þarna vísi Svandís til samstarfslokka VG í ríkisstjórn. „Þar kveður auðvitað við nýjan tón í þessu samstarfi. Ekki óviðbúið, við áttum von á þessari afstöðubreytingu. En, nýr formaður kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Tími málamiðlana liðinn Fyrir landsfundi liggur tillaga að ályktun um að slíta stjórnarsamstarfinu, en kjörtímabilið rennur út í september á næsta ári. Tillagan verður afgreidd í dag, en afgreiðsla ályktana hefst klukkan 12:45 samkvæmt dagskrá fundarins. „[Kosningar] eru á næsta ári, augljóslega. En gætu verið eitthvað fyrr en áætlað er, ef mið er tekið af orðum nýs formanns VG.“ Eiríkur segir ljóst að VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda samstarfinu ekki áfram. „Eftir því sem nær dregur kosningum verður stöðugt erfiðara að ná málamiðlun í ríkisstjórn, einfaldlega vegna þess að flokkarnir eru farnir að líta meira til eigin afstöðu fremur en málamiðlunarinnar í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira