Vilja Grafarvogsbúar þéttingu meirihlutans í Reykjavík? Diljá Mist Einarsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson skrifa 7. október 2024 08:01 Meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur kynnt áform um þéttingu byggðar í Grafarvogi. Áformin fela í sér að 500 íbúðir muni rísa þar á næstu árum, en fyrirvari er þó gerður um íbúasamráð og athugasemdir frá nærumhverfi. Fjölmargir íbúar Grafarvogs hafa lýst miklum áhyggjum af þessum áformum og hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun. Meðal áhyggja íbúa eru að þéttingin muni skerða aðgang að útivistarsvæðum og þrengi að starfsemi skóla í hverfinu. Þá hafa íbúar lýst áhyggjum af aukinni umferð og áformin falli ekki að byggð sem þegar er til staðar í hverfinu. Skilningsleysi meirihlutans gagnvart úthverfum borgarinnar hefur einkennt stjórnarfar hans. Það getur skaðað lífsgæði íbúanna verulega þegar ákvarðanatakan er í höndum fólks sem þekkir þessi samfélög ekki. Mikilvægt er að virkt samtal og samráð verði við Grafarvogsbúa um byggingaráformin í þessu rótgróna hverfi sem hefur svipaðan íbúafjölda og Akureyrarbær. Undirrituð hafa búið í Grafarvogi í áratugi og þekkja því hverfið mjög vel. Þótt þétting byggðar, þetta aðalstefnumál meirihlutans, geti átt rétt á sér við ákveðnar aðstæður, er mikilvægt að hún eigi sér ekki stað nema í fullu samráði og sátt við íbúana hverfanna sem um ræðir. Áhyggjur okkar snúa að því að þeir sem stýri borginni skilji ekki að fólk búi í Grafarvogi sem flutti þangað einmitt vegna gerðar og gæða hverfisins. Tæplega var það nálægðin við miðbæinn sem heillaði, en grænu svæðin í Grafarvogi spila á hinn bóginn klárlega stórt hlutverk. Við þurfum að standa vörð um græn svæði borgarinnar og þau mega ekki víkja fyrir yfirgengilegum þéttingaráformum um alla borg. En víða í borginni rísa nú gróðurlitlir steinsteypuskógar. Hver verður dómur framtíðarinnar um þá? Sömu sögu má segja um byggingaráform á Keldum. Þar vill meirihlutinn í borgarstjórn reisa byggð í hróplegu ósamræmi við Grafarvogshverfið sem myndi nær tvöfalda íbúafjöldann á mjög litlu svæði ef áformin ganga eftir. Þar á sömuleiðis að ganga freklega á græn svæði og náttúruminjar sem þar eru fyrir. Við höfum viðrað þessar áhyggjur Grafarvogsbúa við borgaryfirvöld og á vettvangi þingsins og munum halda áfram að gæta hagsmuna hverfisins okkar. Við stjórnmálamenn og hugmyndir okkar erum nefnilega til fyrir fólkið og íbúana, ekki öfugt. Höfundar eru báðir íbúar í Grafarvogi, annar er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hinn er orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Sveitarstjórnarmál Diljá Mist Einarsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson Borgarstjórn Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur kynnt áform um þéttingu byggðar í Grafarvogi. Áformin fela í sér að 500 íbúðir muni rísa þar á næstu árum, en fyrirvari er þó gerður um íbúasamráð og athugasemdir frá nærumhverfi. Fjölmargir íbúar Grafarvogs hafa lýst miklum áhyggjum af þessum áformum og hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun. Meðal áhyggja íbúa eru að þéttingin muni skerða aðgang að útivistarsvæðum og þrengi að starfsemi skóla í hverfinu. Þá hafa íbúar lýst áhyggjum af aukinni umferð og áformin falli ekki að byggð sem þegar er til staðar í hverfinu. Skilningsleysi meirihlutans gagnvart úthverfum borgarinnar hefur einkennt stjórnarfar hans. Það getur skaðað lífsgæði íbúanna verulega þegar ákvarðanatakan er í höndum fólks sem þekkir þessi samfélög ekki. Mikilvægt er að virkt samtal og samráð verði við Grafarvogsbúa um byggingaráformin í þessu rótgróna hverfi sem hefur svipaðan íbúafjölda og Akureyrarbær. Undirrituð hafa búið í Grafarvogi í áratugi og þekkja því hverfið mjög vel. Þótt þétting byggðar, þetta aðalstefnumál meirihlutans, geti átt rétt á sér við ákveðnar aðstæður, er mikilvægt að hún eigi sér ekki stað nema í fullu samráði og sátt við íbúana hverfanna sem um ræðir. Áhyggjur okkar snúa að því að þeir sem stýri borginni skilji ekki að fólk búi í Grafarvogi sem flutti þangað einmitt vegna gerðar og gæða hverfisins. Tæplega var það nálægðin við miðbæinn sem heillaði, en grænu svæðin í Grafarvogi spila á hinn bóginn klárlega stórt hlutverk. Við þurfum að standa vörð um græn svæði borgarinnar og þau mega ekki víkja fyrir yfirgengilegum þéttingaráformum um alla borg. En víða í borginni rísa nú gróðurlitlir steinsteypuskógar. Hver verður dómur framtíðarinnar um þá? Sömu sögu má segja um byggingaráform á Keldum. Þar vill meirihlutinn í borgarstjórn reisa byggð í hróplegu ósamræmi við Grafarvogshverfið sem myndi nær tvöfalda íbúafjöldann á mjög litlu svæði ef áformin ganga eftir. Þar á sömuleiðis að ganga freklega á græn svæði og náttúruminjar sem þar eru fyrir. Við höfum viðrað þessar áhyggjur Grafarvogsbúa við borgaryfirvöld og á vettvangi þingsins og munum halda áfram að gæta hagsmuna hverfisins okkar. Við stjórnmálamenn og hugmyndir okkar erum nefnilega til fyrir fólkið og íbúana, ekki öfugt. Höfundar eru báðir íbúar í Grafarvogi, annar er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hinn er orku- og loftslagsráðherra.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun