Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2024 09:12 Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, um bókun 35 hefur hlotið töluvert umtal að undanförnu. Vísir/Einar Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með. Frumvarp utanríkisráðherra um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið og kennt hefur verið við bókun 35 hefur vakið nokkuð umtal undanfarin misseri. Andstæðingar frumvarpsins og Evrópusambandsaðildar hafa lýst frumvarpinu sem framsali á fullveldi landsins. Yrði frumvarpið að lögum gengi ákvæði laga þar sem skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum eru réttilega innleiddar framar öðrum almennum lagaákvæðum ef þau eru ósamrýmanleg nema ef Alþingi ákveður annað. Í greinargerð með frumvarpinu er ítrekað að ef Alþingi vill setja reglur sem samrýmast ekki innleiddum EES-reglum komi frumvarpið ekki í veg fyrir það. Þá hafi þingið vald til þess að fella ákvæðið úr gildi hvenær sem er. Í spurningu sem Heimsýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, lét Prósent leggja fyrir í skoðanakönnun er frumvarpið sagt fela í sér þá breytingu að þegar lög sem byggja á EES-samningnum stangast á við önnur almenn íslensk lög þá skuli fyrrnefndu lögin ganga framar. Ekki kemur fram í spurningunni að Alþingi geti mælt fyrir um annað samkvæmt frumvarpinu. Tæpur fimmtungur sagðist mjög andvígur frumvarpinu í könnuninni og ellefu prósent frekar andvíg, samtals 29 prósent á móti. Tólf prósent sögðust mjög hlynnt bókun 35 og fimmtán prósent frekar hlynnt, samtals 27 prósent. Fimmtungur sagði hvorki né og tæpur fjórðungur sagðist ekki vita. Þegar aðeins eru teknir þeir sem gáfu upp einhvers konar afstöðu voru 39 prósent andvíg frumvarpinu en 35 prósent hlynnt því. Rétt rúmur fjórðungur sagði þá hvorki né. Miðflokksfólk og landsbyggðarbúar mest á móti Langmest andstaða við frumvarpið var á meðal svarenda sem sögðust ætla að kjósa Miðflokkinn í næstu kosningum, 61 prósent. Andstaða mældist einnig mikil á meðal kjósenda Framsóknarflokksins, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins. Mestu stuðningur við frumvarpið var á meðal kjósenda Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Eins og oft áður í skoðanakönnunum höfðu karlar eindregnari skoðun á málefninu en konur. Jafnmargir karla voru hlynntir frumvarpinu og andvígir því, 37 prósent. Fjórðungur kvenna sagðist því hlynntur og fjórðungur mótfallinn. Umtalsvert meiri andstaða er við frumvarpið á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík og nágrenni sagðist um þriðjungur hlynntur og rúmur fjórðungur á móti en á landsbyggðinni voru rúmlega tveir af hverjum fimm á móti en fjórðungur fylgjandi. Haraldur Ólafsson, formaður Heimsýnar, ræddi könnunina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Evrópusambandið Skoðanakannanir Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Utanríkismál Bítið Bókun 35 EES-samningurinn Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Frumvarp utanríkisráðherra um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið og kennt hefur verið við bókun 35 hefur vakið nokkuð umtal undanfarin misseri. Andstæðingar frumvarpsins og Evrópusambandsaðildar hafa lýst frumvarpinu sem framsali á fullveldi landsins. Yrði frumvarpið að lögum gengi ákvæði laga þar sem skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum eru réttilega innleiddar framar öðrum almennum lagaákvæðum ef þau eru ósamrýmanleg nema ef Alþingi ákveður annað. Í greinargerð með frumvarpinu er ítrekað að ef Alþingi vill setja reglur sem samrýmast ekki innleiddum EES-reglum komi frumvarpið ekki í veg fyrir það. Þá hafi þingið vald til þess að fella ákvæðið úr gildi hvenær sem er. Í spurningu sem Heimsýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, lét Prósent leggja fyrir í skoðanakönnun er frumvarpið sagt fela í sér þá breytingu að þegar lög sem byggja á EES-samningnum stangast á við önnur almenn íslensk lög þá skuli fyrrnefndu lögin ganga framar. Ekki kemur fram í spurningunni að Alþingi geti mælt fyrir um annað samkvæmt frumvarpinu. Tæpur fimmtungur sagðist mjög andvígur frumvarpinu í könnuninni og ellefu prósent frekar andvíg, samtals 29 prósent á móti. Tólf prósent sögðust mjög hlynnt bókun 35 og fimmtán prósent frekar hlynnt, samtals 27 prósent. Fimmtungur sagði hvorki né og tæpur fjórðungur sagðist ekki vita. Þegar aðeins eru teknir þeir sem gáfu upp einhvers konar afstöðu voru 39 prósent andvíg frumvarpinu en 35 prósent hlynnt því. Rétt rúmur fjórðungur sagði þá hvorki né. Miðflokksfólk og landsbyggðarbúar mest á móti Langmest andstaða við frumvarpið var á meðal svarenda sem sögðust ætla að kjósa Miðflokkinn í næstu kosningum, 61 prósent. Andstaða mældist einnig mikil á meðal kjósenda Framsóknarflokksins, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins. Mestu stuðningur við frumvarpið var á meðal kjósenda Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Eins og oft áður í skoðanakönnunum höfðu karlar eindregnari skoðun á málefninu en konur. Jafnmargir karla voru hlynntir frumvarpinu og andvígir því, 37 prósent. Fjórðungur kvenna sagðist því hlynntur og fjórðungur mótfallinn. Umtalsvert meiri andstaða er við frumvarpið á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík og nágrenni sagðist um þriðjungur hlynntur og rúmur fjórðungur á móti en á landsbyggðinni voru rúmlega tveir af hverjum fimm á móti en fjórðungur fylgjandi. Haraldur Ólafsson, formaður Heimsýnar, ræddi könnunina í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Evrópusambandið Skoðanakannanir Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Utanríkismál Bítið Bókun 35 EES-samningurinn Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira