Fjölmenntu í Aðalbyggingu HÍ og vilja svör frá rektor Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2024 14:50 Hér má sjá þegar nemendur voru að koma sér fyrir inn í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Stúdentar í Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands stóðu fyrir verkfalli og mótmælum í hádeginu í dag. Gróflega áætlað voru um tvö hundruð manns samankomin til að krefjast þess að menntastofnanirnar skýrðu afstöðu sína. Nemendur LHÍ í Laugarnesi gengu út úr tíma klukkan 11.20 í morgun og gengu fylktu liði eftir Kringlumýrarbraut, Laugarvegi og að Stakkahlíð þar sem mótmælt var. Verkfallið hófst á Háskólatorgi þar sem ræður voru fluttar en svo héldu nemendur yfir í aðalbyggingu þar sem kröfur til rektors voru útlistaðar. Kröfurnar eru eftirfarandi, samkvæmt fréttatilkynningu: „Að Háskóli Íslands og allar stofnanir hans taki skýra afstöðu gegn þjóðarmorðinu í Palestínu og menntamorðinu sem á sér stað á Gaza. Að Háskóli Íslands og allar stofnanir hans slíti öllu samstarfi við ísraelska háskóla og tengdar stofnanir og stofni ekki til nýs samstarfs. Að Háskóli Íslands opinberi öll tengsl háskólans og tengdra stofnana við ísraelska háskóla, stofnanir, fyrirtæki og aðra tengda aðila og bindi tafarlaust enda á þau. Að Háskóli Íslands taki virkan þátt í enduruppbyggingu menntakerfisins á Gaza, auki samstarf við palestínska háskóla og styðji á annan hátt við menntun nemenda á Gaza, til dæmis með því að bjóða þeim upp á fjarnám við HÍ.“ Nemendur vilja draga stjórnendur menntastofnana til ábyrgðar.Vísir/Sigurjón Daníel Andrason, nemandi HÍ, er einn þeirra sem stóð að verkfallinu og mótmælunum. Hann sagði að ungt fólk gæti ekki þolað að horfa upp á svo mikið óréttlæti. „Þegar ungt fólk horfir upp á svona þá sér það óréttlæti blasa við og þegar svona mikill siðferðislegur tvískinnungur ríkir hjá okkar æðstu menntastofnunum, sem við horfum upp til, þá getum við ekki annað gert en að láta í okkur heyra,“ sagði Daníel. Háskólar Skóla- og menntamál Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tengdar fréttir Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Það tók íslenska háskóla aðeins sex daga að sammælast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu opinberlega, og aðeins tvær vikur fyrir Háskóla Íslands að setja upp sérstaka síðu þar sem árás Rússlands var fordæmd og „samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins“ lýst yfir. 5. október 2024 09:01 Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Þórdís Kolbrún, ég, Margrét Rut Eddudóttir hef nú mótmælt aðgerðaleysi þínu og ábyrgðarleysi í að verða eitt ár. Í eitt ár hafa þú og Bjarni Benediktsson lagt ykkur fram við að viðhalda þjóðarmorðinu í Palestínu og nú Líbanon. 6. október 2024 10:01 Ganga frá Hallgrímskirkju og spila hljóð frá sprengjuregni Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til mótmælagöngu klukkan 14 á morgun, þar sem gengið verður með barnavagna frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. Í kerrunum verða myndir af börnum sem hafa verið drepin á Gasa, og spiluð verða hljóð frá sprengjuregni á Gasa. 2. ágúst 2024 22:40 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Nemendur LHÍ í Laugarnesi gengu út úr tíma klukkan 11.20 í morgun og gengu fylktu liði eftir Kringlumýrarbraut, Laugarvegi og að Stakkahlíð þar sem mótmælt var. Verkfallið hófst á Háskólatorgi þar sem ræður voru fluttar en svo héldu nemendur yfir í aðalbyggingu þar sem kröfur til rektors voru útlistaðar. Kröfurnar eru eftirfarandi, samkvæmt fréttatilkynningu: „Að Háskóli Íslands og allar stofnanir hans taki skýra afstöðu gegn þjóðarmorðinu í Palestínu og menntamorðinu sem á sér stað á Gaza. Að Háskóli Íslands og allar stofnanir hans slíti öllu samstarfi við ísraelska háskóla og tengdar stofnanir og stofni ekki til nýs samstarfs. Að Háskóli Íslands opinberi öll tengsl háskólans og tengdra stofnana við ísraelska háskóla, stofnanir, fyrirtæki og aðra tengda aðila og bindi tafarlaust enda á þau. Að Háskóli Íslands taki virkan þátt í enduruppbyggingu menntakerfisins á Gaza, auki samstarf við palestínska háskóla og styðji á annan hátt við menntun nemenda á Gaza, til dæmis með því að bjóða þeim upp á fjarnám við HÍ.“ Nemendur vilja draga stjórnendur menntastofnana til ábyrgðar.Vísir/Sigurjón Daníel Andrason, nemandi HÍ, er einn þeirra sem stóð að verkfallinu og mótmælunum. Hann sagði að ungt fólk gæti ekki þolað að horfa upp á svo mikið óréttlæti. „Þegar ungt fólk horfir upp á svona þá sér það óréttlæti blasa við og þegar svona mikill siðferðislegur tvískinnungur ríkir hjá okkar æðstu menntastofnunum, sem við horfum upp til, þá getum við ekki annað gert en að láta í okkur heyra,“ sagði Daníel.
Háskólar Skóla- og menntamál Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tengdar fréttir Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Það tók íslenska háskóla aðeins sex daga að sammælast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu opinberlega, og aðeins tvær vikur fyrir Háskóla Íslands að setja upp sérstaka síðu þar sem árás Rússlands var fordæmd og „samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins“ lýst yfir. 5. október 2024 09:01 Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Þórdís Kolbrún, ég, Margrét Rut Eddudóttir hef nú mótmælt aðgerðaleysi þínu og ábyrgðarleysi í að verða eitt ár. Í eitt ár hafa þú og Bjarni Benediktsson lagt ykkur fram við að viðhalda þjóðarmorðinu í Palestínu og nú Líbanon. 6. október 2024 10:01 Ganga frá Hallgrímskirkju og spila hljóð frá sprengjuregni Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til mótmælagöngu klukkan 14 á morgun, þar sem gengið verður með barnavagna frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. Í kerrunum verða myndir af börnum sem hafa verið drepin á Gasa, og spiluð verða hljóð frá sprengjuregni á Gasa. 2. ágúst 2024 22:40 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Það tók íslenska háskóla aðeins sex daga að sammælast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu opinberlega, og aðeins tvær vikur fyrir Háskóla Íslands að setja upp sérstaka síðu þar sem árás Rússlands var fordæmd og „samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins“ lýst yfir. 5. október 2024 09:01
Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Þórdís Kolbrún, ég, Margrét Rut Eddudóttir hef nú mótmælt aðgerðaleysi þínu og ábyrgðarleysi í að verða eitt ár. Í eitt ár hafa þú og Bjarni Benediktsson lagt ykkur fram við að viðhalda þjóðarmorðinu í Palestínu og nú Líbanon. 6. október 2024 10:01
Ganga frá Hallgrímskirkju og spila hljóð frá sprengjuregni Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til mótmælagöngu klukkan 14 á morgun, þar sem gengið verður með barnavagna frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. Í kerrunum verða myndir af börnum sem hafa verið drepin á Gasa, og spiluð verða hljóð frá sprengjuregni á Gasa. 2. ágúst 2024 22:40