Nýir aðilar ráðast í uppbyggingu Vesturbugtar Heimir Már Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa 7. október 2024 19:30 Fara á í mikla uppbyggingu á svæðinu. Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hefur gengið til samninga við M3 fasteignaþróun um uppbyggingu tæplega 200 íbúða í Vesturbugt við Slippinn í Reykjavík. Félagið greiðir samanlagt um 3,2 milljarða króna fyrir byggingaréttinn og gatnagerðargjöld. Vorið 2017 var undirritað samkomulag um uppbyggingu íbúða í Vesturburgt og áttu framkvæmdir að hefjast átján mánuðum síðar. Rétturinn endaði í höndum Kaldalóns og eftir að ekkert bólaði á framkvæmdum árum saman, rifti Reykjavíkurborg samningum við Kaldalón í júní í fyrra. Á lóðunum Hlésgötu 1 og 2 verða 177 íbúðir í 2-5 hæða húsum auk bílakjallara og um 1.420 fermetra af atvinnuhúsnæði. Byggingarréttur er seldur á rúmlega 2,8 milljarða og álögð gatnagerðargjöld eru um 330 milljónir. Greiðslur til Reykjavíkurborgar nema því um 3,2 milljörðum króna, samkvæmt tilkynningu frá borginni. „Að lágmarki 25 prósent íbúða á byggingarreitnum eiga að vera leiguíbúðir samkvæmt deiliskipulagi. Þar af eiga Félagsbústaðir kauprétt á allt að fjórtán íbúðum og Félagsstofnun stúdenta á kauprétt á allt að fimmtíu íbúðum,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri M3 fasteignaþróunar, sagði í fréttum Stöðvar 2 að framkvæmdir hefjist vonandi í mars á næsta ári. Fyrst þurfi byggingarleyfi en mögulega yrði hægt að afhenda fyrstu íbúðirnar síðla árs 2027. „Ég hef nú sagt að þetta sé síðasti þéttingarreiturinn, sem það er. Kannski fátítt að byggja íbúðir svona nálægt kyrrlátri höfn eins og hér er. Þannig að þetta er einstakt að mörgu leyti,“ sagði Örn. Gert er ráð fyrir að byggðin verði blönduð og þar verði íbúðir fyrir stúdenta og þar að auki verði alls konar íbúðir í boði. Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Borgarráð hefur samþykkt tilboð M3 fasteignaþróunar ehf. í byggingarrétt við Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Heildargreiðslur til borgarinnar nema 3,2 milljörðum króna. Framkvæmdastjóri M3 kveðst spenntur fyrir uppbyggingu á því sem hann kallar síðasta þéttingarreit miðborgarinnar. 4. október 2024 10:18 Hillir loks undir framkvæmdir í Vesturbugt eftir sjö ára töf Félagið M3 fasteignaþróun var með hærra tilboð af tveimur í uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn sem opnuð voru á föstudag. Reykjavíkurborg rifti samningum við fyrri lóðarhafa sem sátu aðgerðarlausir í sjö ár eftir að hafa fengið lóðunum úthlutað til sín. 8. júlí 2024 12:58 Taka tvö í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur boðið út byggingarlóðir í Vesturbugt á ný. Borgin rifti samningi um uppbyggingu á svæðinu vegna áralangra vanefnda byggingafélags í fyrra. 21. júní 2024 14:31 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Sjá meira
Vorið 2017 var undirritað samkomulag um uppbyggingu íbúða í Vesturburgt og áttu framkvæmdir að hefjast átján mánuðum síðar. Rétturinn endaði í höndum Kaldalóns og eftir að ekkert bólaði á framkvæmdum árum saman, rifti Reykjavíkurborg samningum við Kaldalón í júní í fyrra. Á lóðunum Hlésgötu 1 og 2 verða 177 íbúðir í 2-5 hæða húsum auk bílakjallara og um 1.420 fermetra af atvinnuhúsnæði. Byggingarréttur er seldur á rúmlega 2,8 milljarða og álögð gatnagerðargjöld eru um 330 milljónir. Greiðslur til Reykjavíkurborgar nema því um 3,2 milljörðum króna, samkvæmt tilkynningu frá borginni. „Að lágmarki 25 prósent íbúða á byggingarreitnum eiga að vera leiguíbúðir samkvæmt deiliskipulagi. Þar af eiga Félagsbústaðir kauprétt á allt að fjórtán íbúðum og Félagsstofnun stúdenta á kauprétt á allt að fimmtíu íbúðum,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri M3 fasteignaþróunar, sagði í fréttum Stöðvar 2 að framkvæmdir hefjist vonandi í mars á næsta ári. Fyrst þurfi byggingarleyfi en mögulega yrði hægt að afhenda fyrstu íbúðirnar síðla árs 2027. „Ég hef nú sagt að þetta sé síðasti þéttingarreiturinn, sem það er. Kannski fátítt að byggja íbúðir svona nálægt kyrrlátri höfn eins og hér er. Þannig að þetta er einstakt að mörgu leyti,“ sagði Örn. Gert er ráð fyrir að byggðin verði blönduð og þar verði íbúðir fyrir stúdenta og þar að auki verði alls konar íbúðir í boði.
Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Borgarráð hefur samþykkt tilboð M3 fasteignaþróunar ehf. í byggingarrétt við Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Heildargreiðslur til borgarinnar nema 3,2 milljörðum króna. Framkvæmdastjóri M3 kveðst spenntur fyrir uppbyggingu á því sem hann kallar síðasta þéttingarreit miðborgarinnar. 4. október 2024 10:18 Hillir loks undir framkvæmdir í Vesturbugt eftir sjö ára töf Félagið M3 fasteignaþróun var með hærra tilboð af tveimur í uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn sem opnuð voru á föstudag. Reykjavíkurborg rifti samningum við fyrri lóðarhafa sem sátu aðgerðarlausir í sjö ár eftir að hafa fengið lóðunum úthlutað til sín. 8. júlí 2024 12:58 Taka tvö í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur boðið út byggingarlóðir í Vesturbugt á ný. Borgin rifti samningi um uppbyggingu á svæðinu vegna áralangra vanefnda byggingafélags í fyrra. 21. júní 2024 14:31 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Sjá meira
Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Borgarráð hefur samþykkt tilboð M3 fasteignaþróunar ehf. í byggingarrétt við Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Heildargreiðslur til borgarinnar nema 3,2 milljörðum króna. Framkvæmdastjóri M3 kveðst spenntur fyrir uppbyggingu á því sem hann kallar síðasta þéttingarreit miðborgarinnar. 4. október 2024 10:18
Hillir loks undir framkvæmdir í Vesturbugt eftir sjö ára töf Félagið M3 fasteignaþróun var með hærra tilboð af tveimur í uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn sem opnuð voru á föstudag. Reykjavíkurborg rifti samningum við fyrri lóðarhafa sem sátu aðgerðarlausir í sjö ár eftir að hafa fengið lóðunum úthlutað til sín. 8. júlí 2024 12:58
Taka tvö í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur boðið út byggingarlóðir í Vesturbugt á ný. Borgin rifti samningi um uppbyggingu á svæðinu vegna áralangra vanefnda byggingafélags í fyrra. 21. júní 2024 14:31