Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Aron Guðmundsson skrifar 8. október 2024 12:31 Teitur hefur verið að hasla sér völl á golfvellinum og fór holu í höggi um daginn. Farið var yfir ótrúlega viku í lífi Njarðvíkingsins í Bónus Körfuboltakvöldi Vísir/Samsett mynd Í þætti Bónus Körfuboltakvölds eftir fyrstu umferð Bónus deildar karla í körfubolta var vika körfuboltagoðsagnarinnar Teits Örlygssonar rakin. Hún var merkileg fyrir margra hluta sakir. Teitur gerði garðinn frægan sem leikmaður Njarðvíkur á sínum tíma og varð tíu sinnum Íslandsmeistari með liðinu og fjórum sinnum valinn besti leikmaður efstu deildar. Njarðvík kvaddi Ljónagryfjuna, heimavöll sínn í síðustu viku, og voru heiðursmennirnir Rúnar Birgir Gíslason, Gunnar Freyr Steinsson og Óskar Ófeigur Jónsson búnir að taka saman tölfræði tengda leikjum Teits í Ljónagryfjunni sem er hreint út sagt ótrúleg og má sjá á skiltinu hér fyrir neðan. „Þetta er eitthvað annað. Þessi tölfræði sem hér hefur verið sett upp. Þessi gæi getur allt. Án gríns. Hann fór holu í höggi um daginn,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, betur þekktur sem Jonni, einn af sérfræðingum Körfuboltakvölds. „Þessi vika fyrir Teit var rosaleg,“ sagði Stefán Árni og í kjölfarið var spilað myndband úr fórum Teits er hann áttaði sig á því að hann hefði farið holu í höggi. Umrætt myndband má sjá í innslaginu hér fyrir neðan. „Skiljanleg viðbrögð. Þetta er afrek,“ bætti Stefán Árni við og sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds tóku undir það. „Þetta sýnir hvaða keppnisskap þessi drengur hefur að geyma,“ sagði Jonni. „Hann byrjaði að stunda golf fyrir ekki mörgum árum síðan og er all-in í því eins og hann var í körfuboltanum. Þetta er yndislegur drengur. Eins og við þekkjum. Var stórkostlegur íþróttamaður og er greinilega enn. Ekkert nema endalaus virðing gagnvart því sem að hann hefur afrekað.“ Klippa: Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Körfuboltakvöld Bónus-deild karla UMF Njarðvík Körfubolti Tengdar fréttir Teitur í Ljónagryfjunni: „Eitthvað við húsið og söguna sem náði því besta úr mönnum“ Ljónagryfjan. Íþróttahúsið sem hefur reynst Njarðvíkingum svo vel. Hefur verið formlega kvatt með síðasta keppnisleiknum í húsinu. Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson er einn þeirra sem hefur alist upp í húsinu. Upplifað þar stórar gleðistundir. En einnig þung töp. Við fengum hann til þess að leiða okkur í gegnum Ljónagryfjuna og segja frá sögu hennar. 3. október 2024 09:29 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Teitur gerði garðinn frægan sem leikmaður Njarðvíkur á sínum tíma og varð tíu sinnum Íslandsmeistari með liðinu og fjórum sinnum valinn besti leikmaður efstu deildar. Njarðvík kvaddi Ljónagryfjuna, heimavöll sínn í síðustu viku, og voru heiðursmennirnir Rúnar Birgir Gíslason, Gunnar Freyr Steinsson og Óskar Ófeigur Jónsson búnir að taka saman tölfræði tengda leikjum Teits í Ljónagryfjunni sem er hreint út sagt ótrúleg og má sjá á skiltinu hér fyrir neðan. „Þetta er eitthvað annað. Þessi tölfræði sem hér hefur verið sett upp. Þessi gæi getur allt. Án gríns. Hann fór holu í höggi um daginn,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, betur þekktur sem Jonni, einn af sérfræðingum Körfuboltakvölds. „Þessi vika fyrir Teit var rosaleg,“ sagði Stefán Árni og í kjölfarið var spilað myndband úr fórum Teits er hann áttaði sig á því að hann hefði farið holu í höggi. Umrætt myndband má sjá í innslaginu hér fyrir neðan. „Skiljanleg viðbrögð. Þetta er afrek,“ bætti Stefán Árni við og sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds tóku undir það. „Þetta sýnir hvaða keppnisskap þessi drengur hefur að geyma,“ sagði Jonni. „Hann byrjaði að stunda golf fyrir ekki mörgum árum síðan og er all-in í því eins og hann var í körfuboltanum. Þetta er yndislegur drengur. Eins og við þekkjum. Var stórkostlegur íþróttamaður og er greinilega enn. Ekkert nema endalaus virðing gagnvart því sem að hann hefur afrekað.“ Klippa: Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“
Körfuboltakvöld Bónus-deild karla UMF Njarðvík Körfubolti Tengdar fréttir Teitur í Ljónagryfjunni: „Eitthvað við húsið og söguna sem náði því besta úr mönnum“ Ljónagryfjan. Íþróttahúsið sem hefur reynst Njarðvíkingum svo vel. Hefur verið formlega kvatt með síðasta keppnisleiknum í húsinu. Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson er einn þeirra sem hefur alist upp í húsinu. Upplifað þar stórar gleðistundir. En einnig þung töp. Við fengum hann til þess að leiða okkur í gegnum Ljónagryfjuna og segja frá sögu hennar. 3. október 2024 09:29 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Teitur í Ljónagryfjunni: „Eitthvað við húsið og söguna sem náði því besta úr mönnum“ Ljónagryfjan. Íþróttahúsið sem hefur reynst Njarðvíkingum svo vel. Hefur verið formlega kvatt með síðasta keppnisleiknum í húsinu. Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson er einn þeirra sem hefur alist upp í húsinu. Upplifað þar stórar gleðistundir. En einnig þung töp. Við fengum hann til þess að leiða okkur í gegnum Ljónagryfjuna og segja frá sögu hennar. 3. október 2024 09:29