Ákærður fyrir að nauðga barnungri frænku sinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2024 17:03 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga náfrænku sinni á barnsaldri. Við húsleit lögreglu kom í ljós að maðurinn hafði mikið magn barnaníðsefnis, þar á meðal af stúlkunni, í fórum sínum. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að maðurinn hafi framið brotin frá 1. ágúst 2014 fram til síðla árs 2017. Hann hafi í fjölda skipta haft samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna, á heimili hennar, heimili mannsins og í bifreið. Maðurinn hafi nýtt sér yfirburði sökum aldurs og þess sað hann var náfrændi hennar. Í ákærunni segir að maðurinn hafi látið stúlkuna hafa munnmök við sig, farið með fingur inn í leggöng hennar, látið hana fróa honum, þuklað á brjóstum hennar og kynfærum innan- og utanklæða og kysst hana tungukossum. Framangreind háttsemi teljist varða við nauðgunarákvæði hegningarlaga. Framleiddi og skoðaði barnaníðsefni Maðurinn er einnig ákærður fyrir háttsemi sem snýr að barnaníðsefni. Hann hafi tekið mynd af stúlku þar sem hafi sést í brjóst og kynfæri hennar og þannig framleitt myndefni sem sýni barn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. „Með háttsemi sinni særði ákærði blygðunarsemi stúlkunnar og sýndi henni ósiðlegt og ruddalegt athæfi,“ segir í ákærunni. Við húsleit lögreglu hjá manninum í nóvember 2022 fannst bæði sími og fartölva hans. Þar hafði hann í vörslum sínum myndefni sem sýndi börn á klámfenginn hátt. Þá segir í ákæru að maðurinn hafi vistað myndir af stúlkunni klæddri nærfatatopp en útbúið falsað myndefni þar sem búið var að farlægja fatnað stúlkunnar þannig hún virtist nakin. Ósiðlegt og ruddalegt athæfi, segir héraðssaksóknari. Þá segir að maðurinn hafi í fartölvu sinni skoðað og haft í vörslum sínum mikið magn barnaníðsefnis. Hann hafi opnað að minnsta kosti 60 mismunandi slíkar síður og alls skoðað 4577 undirsíður þeirra. Loks er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot en við húsleitina fannst sömuleiðis svört skammbyssa, af gerðinni Zoraki, og svört gasbyssa. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að maðurinn hafi framið brotin frá 1. ágúst 2014 fram til síðla árs 2017. Hann hafi í fjölda skipta haft samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna, á heimili hennar, heimili mannsins og í bifreið. Maðurinn hafi nýtt sér yfirburði sökum aldurs og þess sað hann var náfrændi hennar. Í ákærunni segir að maðurinn hafi látið stúlkuna hafa munnmök við sig, farið með fingur inn í leggöng hennar, látið hana fróa honum, þuklað á brjóstum hennar og kynfærum innan- og utanklæða og kysst hana tungukossum. Framangreind háttsemi teljist varða við nauðgunarákvæði hegningarlaga. Framleiddi og skoðaði barnaníðsefni Maðurinn er einnig ákærður fyrir háttsemi sem snýr að barnaníðsefni. Hann hafi tekið mynd af stúlku þar sem hafi sést í brjóst og kynfæri hennar og þannig framleitt myndefni sem sýni barn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. „Með háttsemi sinni særði ákærði blygðunarsemi stúlkunnar og sýndi henni ósiðlegt og ruddalegt athæfi,“ segir í ákærunni. Við húsleit lögreglu hjá manninum í nóvember 2022 fannst bæði sími og fartölva hans. Þar hafði hann í vörslum sínum myndefni sem sýndi börn á klámfenginn hátt. Þá segir í ákæru að maðurinn hafi vistað myndir af stúlkunni klæddri nærfatatopp en útbúið falsað myndefni þar sem búið var að farlægja fatnað stúlkunnar þannig hún virtist nakin. Ósiðlegt og ruddalegt athæfi, segir héraðssaksóknari. Þá segir að maðurinn hafi í fartölvu sinni skoðað og haft í vörslum sínum mikið magn barnaníðsefnis. Hann hafi opnað að minnsta kosti 60 mismunandi slíkar síður og alls skoðað 4577 undirsíður þeirra. Loks er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot en við húsleitina fannst sömuleiðis svört skammbyssa, af gerðinni Zoraki, og svört gasbyssa.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira