Hæstánægð með Höllu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. október 2024 12:36 Halla Tómasdóttir kom við í CBS-háskólanum í opinberri heimsókn sinni til Kaupmannahafnar. Vísir/Rafn Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn. Margt var um manninn í skólanum og þröngt setið í salnum. Nemendur voru spenntir að fá að beina spurningum að forsetanum sem á sér að sjálfsögðu langan feril að baki í alþjóðlega viðskiptalífinu sem marga nemendur skólans þyrstir að verða hluti af. Peter Møllgaard, rektor CBS, bauð Höllu velkomna og hélt stutta tölu. Þá steig Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, í ræðustól og í kjölfarið Sveinn Sölvason, framkvæmdastjóri Emblu Medical. Þá var opnað fyrir spurningar úr sal og var Halla rukkuð um ráð til kvenleiðtoga framtíðarinnar og mikilvægi siðferðis og framtíðarhyggju í viðskiptum. Halla sagði daga þess sem hún kallaði „gamla leiðtogaháttarins“ óframsækna liðna. Það var margt um manninn í CBS-háskólanum þar sem Halla Tómasdóttir kom við í dag.Vísir/Rafn Þær Ólöf Helga Þórmundsdóttir og Margrét María Marteinsdóttir tóku á móti Höllu fyrir hönd íslenskra nemenda skólans og ræddu við hana. „Hún er áhugaverð kona og það var rosa gaman að heyra hvað hún hafði að segja um kennslu og annað. Hún vildi síðan heyra hvernig okkur leið í CBS miðað við hvernig það er heima,“ segir Ólöf. Þær segja mikilvægt að Íslendingar geti sótt nám í Danmörku og að náið samband þjóðanna eflist. Það sé stór hópur íslenskra stúdenta við nám í Kaupmannahöfn sem styðji við bak hvert öðru. „Maður er ekki það langt frá Íslandi og lífið verður miklu einfaldara þegar maður getur treyst á náið bakland,“ segir Ólöf. Margrét er t.v. og Ólöf t.h.Vísir/Rafn Aðspurðar segja þær Höllu vera flottan fulltrúa Íslands. „Það er frábært hvað hún nær að tengja við unga fólkið og sem kona í viðskiptanámi finnst mér hún flott,“ segir Ólöf. „Hennar sýn á leiðtogafærni er rosalega áhugaverð og mér finnst gaman að fylgjast með henni,“ segir Margrét þá. Forseti Íslands Danmörk Háskólar Halla Tómasdóttir Íslendingar erlendis Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Sjá meira
Margt var um manninn í skólanum og þröngt setið í salnum. Nemendur voru spenntir að fá að beina spurningum að forsetanum sem á sér að sjálfsögðu langan feril að baki í alþjóðlega viðskiptalífinu sem marga nemendur skólans þyrstir að verða hluti af. Peter Møllgaard, rektor CBS, bauð Höllu velkomna og hélt stutta tölu. Þá steig Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, í ræðustól og í kjölfarið Sveinn Sölvason, framkvæmdastjóri Emblu Medical. Þá var opnað fyrir spurningar úr sal og var Halla rukkuð um ráð til kvenleiðtoga framtíðarinnar og mikilvægi siðferðis og framtíðarhyggju í viðskiptum. Halla sagði daga þess sem hún kallaði „gamla leiðtogaháttarins“ óframsækna liðna. Það var margt um manninn í CBS-háskólanum þar sem Halla Tómasdóttir kom við í dag.Vísir/Rafn Þær Ólöf Helga Þórmundsdóttir og Margrét María Marteinsdóttir tóku á móti Höllu fyrir hönd íslenskra nemenda skólans og ræddu við hana. „Hún er áhugaverð kona og það var rosa gaman að heyra hvað hún hafði að segja um kennslu og annað. Hún vildi síðan heyra hvernig okkur leið í CBS miðað við hvernig það er heima,“ segir Ólöf. Þær segja mikilvægt að Íslendingar geti sótt nám í Danmörku og að náið samband þjóðanna eflist. Það sé stór hópur íslenskra stúdenta við nám í Kaupmannahöfn sem styðji við bak hvert öðru. „Maður er ekki það langt frá Íslandi og lífið verður miklu einfaldara þegar maður getur treyst á náið bakland,“ segir Ólöf. Margrét er t.v. og Ólöf t.h.Vísir/Rafn Aðspurðar segja þær Höllu vera flottan fulltrúa Íslands. „Það er frábært hvað hún nær að tengja við unga fólkið og sem kona í viðskiptanámi finnst mér hún flott,“ segir Ólöf. „Hennar sýn á leiðtogafærni er rosalega áhugaverð og mér finnst gaman að fylgjast með henni,“ segir Margrét þá.
Forseti Íslands Danmörk Háskólar Halla Tómasdóttir Íslendingar erlendis Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Sjá meira