Þorsteinn hefur gaman að Trump en er frekar Harris megin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2024 14:45 Þorsteinn Halldórsson skellti upp úr þegar hann var spurður út í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. vísir/getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því bandaríska nokkrum dögum fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Landsliðsþjálfari Íslands var spurður að því á blaðamannafundi hvort hann styddi Donald Trump eða Kamölu Harris. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennlandsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag, eftir að hann hafði tilkynnt hópinn sem mætir Bandaríkjunum í tveimur vináttulandsleikjum seinna í þessum mánuði. Fyrri leikur Íslands og Bandaríkjanna fer fram í Austin, Texas 24. október. Þremur dögum síðar mætast liðin í Nashville, Tennessee. Þann 5. nóvember ganga Bandaríkjamenn svo að kjörborðinu og kjósa sér forseta. En hvorum megin stendur Þorsteinn í baráttunni um Hvíta húsið? „Ég bjóst ekki við þessari. Ég skal alveg viðurkenna það,“ sagði Þorsteinn áður en hann svaraði spurningunni óvæntu. „Ég veit það ekki. Mér finnst alveg gaman að Trump. Hann er svona skemmtiefni. Ég veit það ekki. Ég held að ég sé frekar Harris megin. Ég er samt ekkert þannig inni í pólitík í Bandaríkjunum að ég sé að hugsa þetta út frá ákveðnum hlutum. En mér finnst Trump ákveðið skemmtiefni en það er kannski ekki akkúrat það sem forseti Bandaríkjanna þarf að hafa.“ Þorsteinn gerði eina breytingu á landsliðshópnum frá síðustu leikjum þess í júlí. Sædís Rún Heiðarsdóttir kemur inn fyrir Kristínu Dís Árnadóttur. Leikirnir gegn Bandaríkjunum verða fyrstu leikir Íslands síðan það tryggði sér sæti á EM í Sviss á næsta ári. Bandaríkin urðu Ólympíumeistarar í París í sumar og eru á toppi styrkleikalista FIFA. Ísland er í 13. sæti hans og hefur aldrei verið ofar. Landslið kvenna í fótbolta Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennlandsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag, eftir að hann hafði tilkynnt hópinn sem mætir Bandaríkjunum í tveimur vináttulandsleikjum seinna í þessum mánuði. Fyrri leikur Íslands og Bandaríkjanna fer fram í Austin, Texas 24. október. Þremur dögum síðar mætast liðin í Nashville, Tennessee. Þann 5. nóvember ganga Bandaríkjamenn svo að kjörborðinu og kjósa sér forseta. En hvorum megin stendur Þorsteinn í baráttunni um Hvíta húsið? „Ég bjóst ekki við þessari. Ég skal alveg viðurkenna það,“ sagði Þorsteinn áður en hann svaraði spurningunni óvæntu. „Ég veit það ekki. Mér finnst alveg gaman að Trump. Hann er svona skemmtiefni. Ég veit það ekki. Ég held að ég sé frekar Harris megin. Ég er samt ekkert þannig inni í pólitík í Bandaríkjunum að ég sé að hugsa þetta út frá ákveðnum hlutum. En mér finnst Trump ákveðið skemmtiefni en það er kannski ekki akkúrat það sem forseti Bandaríkjanna þarf að hafa.“ Þorsteinn gerði eina breytingu á landsliðshópnum frá síðustu leikjum þess í júlí. Sædís Rún Heiðarsdóttir kemur inn fyrir Kristínu Dís Árnadóttur. Leikirnir gegn Bandaríkjunum verða fyrstu leikir Íslands síðan það tryggði sér sæti á EM í Sviss á næsta ári. Bandaríkin urðu Ólympíumeistarar í París í sumar og eru á toppi styrkleikalista FIFA. Ísland er í 13. sæti hans og hefur aldrei verið ofar.
Landslið kvenna í fótbolta Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira