Mikið tjón eftir að herbergið fylltist af vatni Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2024 09:01 Hurðin er skemmd eftir vatnið sem fyllti hálft herbergið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Vísir/vilhelm Umtalsvert tjón varð í kjallara fjölbýlishúss í Maríubakka í Breiðholti í síðustu viku þegar vatn flæddi upp að hurðarhún í lagnarými hússins. Lekinn varð þegar starfsmenn Veitna skiptu um inntaksloku í kaldavatnslögin í Maríubakkanum. Lögnin er frá árinu 1968 og er samkvæmt upplýsingum frá Veitum „ekki komin á tíma“. Fyrir tæpri viku síðan var greint frá því í fréttum að umfangsmikill leki hefði orðið í húsi í Maríubakka. Herbergi í húsinu fylltist af vatni upp að hurðarhúni. Nokkrum dögum síðar birti Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mynd af lekanum. Eins og má sjá að ofan var umfangsmikill líklega rétta orðið til að lýsa honum. Herbergið fylltist af vatni upp að hurðarhúni hurðarinnar.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Lekinn átti sér stað í lagnarými hússins en vatnið lak svo út og í geymslur við hlið lagnarýmisins. Í samtali við íbúa í húsinu kom fram að lekinn hafi orðið snemma um morguninn. „Ég var í samskiptum við verktakana og hafði hleypt þeim inn um morguninn. Kem niður um tíuleytið og mæti þá öðrum þeirra að moka vatni út úr kjallaranum og þá var búið að ræsa út slökkviliðið til að dæla út. Slökkviliðið lauk sér svo af um hádegið,“ segir íbúinn sem vildi ekki láta nafns síns getið. Sjá einnig: Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Hún segir að enn sé verið að meta hversu mikið tjón varð við lekann en hana gruni að tjónið verði töluvert. Töluverðar skemmdir eru á dóti í geymslunum.Vísir/Vilhelm „Í fljótu bragði eru allar hurðar í þessum hluta hússins ónýtar, veggir og gólf eru illa farin. Það flæddi inn á stigaganginn og ég er bara að bíða og sjá hvernig að teppið þar kemur undan þurrkun. Ég er í samskiptum við tryggingafélög, bæði húsfélagsins og Veitna að sjá hvort og hversu mikið af þessu tjóni verður bætt,“ segir hún. Það hafi flætt inn í flestar geymslur í kjallaranum og orðið talsvert tjón þar. Annar lekinn á árinu Hún segir þetta í annað sinn á sex mánuðum sem flæðir inn í kjallarann þegar lögn gefur sig. „Þann 11. maí síðastliðinn fór heitavatnsinntakið inn í húsið í kjölfar þess að stór leki varð við Breiðholtsskóla. Þegar að þrýstingi var hleypt aftur á kerfið gaf lögnin sig við húsvegginn og flæddi inn.“ Vatnið lak úr herberginu og inn á ganginn í kjallaranum.Vísir/Vilhelm Hún segir Veitur ekki hafa bætt það tjón og húsfélagstrygging bæti bara fyrir tjón af vegum vatns innanhúss. Þá hafi teppið á stigaganginum orðið verst úti. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum geta þau ekki svarað því hvort þau beri ábyrgð á tjóninu. Þá segir enn fremur að atvikin tvö séu algjörlega óskyld. „Almennt þegar tjón verða á lögnum Veitna er best er að tilkynna það beint til VÍS sem sér alfarið um tryggingar fyrir okkur og þar eru málin unnin eins hratt og mögulegt er. Að öðru leyti getum við ekki veitt upplýsingar um einstaka viðskiptavini.“ Hurðin í herberginu sem lak inn er skemmd.Vísir/Vilhelm Vatn Reykjavík Slökkvilið Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Fyrir tæpri viku síðan var greint frá því í fréttum að umfangsmikill leki hefði orðið í húsi í Maríubakka. Herbergi í húsinu fylltist af vatni upp að hurðarhúni. Nokkrum dögum síðar birti Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mynd af lekanum. Eins og má sjá að ofan var umfangsmikill líklega rétta orðið til að lýsa honum. Herbergið fylltist af vatni upp að hurðarhúni hurðarinnar.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Lekinn átti sér stað í lagnarými hússins en vatnið lak svo út og í geymslur við hlið lagnarýmisins. Í samtali við íbúa í húsinu kom fram að lekinn hafi orðið snemma um morguninn. „Ég var í samskiptum við verktakana og hafði hleypt þeim inn um morguninn. Kem niður um tíuleytið og mæti þá öðrum þeirra að moka vatni út úr kjallaranum og þá var búið að ræsa út slökkviliðið til að dæla út. Slökkviliðið lauk sér svo af um hádegið,“ segir íbúinn sem vildi ekki láta nafns síns getið. Sjá einnig: Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Hún segir að enn sé verið að meta hversu mikið tjón varð við lekann en hana gruni að tjónið verði töluvert. Töluverðar skemmdir eru á dóti í geymslunum.Vísir/Vilhelm „Í fljótu bragði eru allar hurðar í þessum hluta hússins ónýtar, veggir og gólf eru illa farin. Það flæddi inn á stigaganginn og ég er bara að bíða og sjá hvernig að teppið þar kemur undan þurrkun. Ég er í samskiptum við tryggingafélög, bæði húsfélagsins og Veitna að sjá hvort og hversu mikið af þessu tjóni verður bætt,“ segir hún. Það hafi flætt inn í flestar geymslur í kjallaranum og orðið talsvert tjón þar. Annar lekinn á árinu Hún segir þetta í annað sinn á sex mánuðum sem flæðir inn í kjallarann þegar lögn gefur sig. „Þann 11. maí síðastliðinn fór heitavatnsinntakið inn í húsið í kjölfar þess að stór leki varð við Breiðholtsskóla. Þegar að þrýstingi var hleypt aftur á kerfið gaf lögnin sig við húsvegginn og flæddi inn.“ Vatnið lak úr herberginu og inn á ganginn í kjallaranum.Vísir/Vilhelm Hún segir Veitur ekki hafa bætt það tjón og húsfélagstrygging bæti bara fyrir tjón af vegum vatns innanhúss. Þá hafi teppið á stigaganginum orðið verst úti. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum geta þau ekki svarað því hvort þau beri ábyrgð á tjóninu. Þá segir enn fremur að atvikin tvö séu algjörlega óskyld. „Almennt þegar tjón verða á lögnum Veitna er best er að tilkynna það beint til VÍS sem sér alfarið um tryggingar fyrir okkur og þar eru málin unnin eins hratt og mögulegt er. Að öðru leyti getum við ekki veitt upplýsingar um einstaka viðskiptavini.“ Hurðin í herberginu sem lak inn er skemmd.Vísir/Vilhelm
Vatn Reykjavík Slökkvilið Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels