Fréttamenn í bölvuðum vandræðum í óveðrinu Jón Þór Stefánsson skrifar 10. október 2024 10:55 „Það er sársaukafullt að standa hérna úti,“ sagði Robert Ray, fréttamaður Fox. CNN/Fox Fellibylurinn Milton gekk á land í Flórída í nótt og hefur valdið miklum skaða. Fjölmiðlar vestanhafs keppast við að fjalla um storminn sem geysar. Nokkrir fréttamenn sem eru á vettvangi hafa lent í bölvuðum vandræðum í óveðrinu. Anderson Cooper, eitt helsta andlit CNN, var í beinni útsendingu á höfn við borgina Bradenton í Flórída að segja sjónvarpsáhorfendum frá áhirfum Milton þegar óþekktur hlutur fauk í andlitið á honum. „Þetta var ekki mjög gott. Við förum líklega inn eftir skamma stund,“ sagði hann strax í kjölfarið. Þrátt fyrir þetta lét Cooper höggið ekki á sig fá og hélt áfram að fjalla um óveðrið. Þulur CNN tók fram að það væri í góðu lagi með Cooper, en að aðstæður fréttamanna á vettvangi væru vissulega erfiðar. Robert Ray, fréttamaður Fox News, greindi frá því að stórt tré hefði fallið til jarðar einmitt þar sem hann hafði staðið andartaki áður. „Þetta tré féll beint á bílinn okkar,“ sagði Ray. Hann segist hafa verið nýbúinn að klára útsendingu þegar hann hafi farið inn í bíl og litið á símann sinn. Þá hafi hann heyrt stóran hvell, þegar fréttið féll. Þá sagðist hann óttast að annar hluti trésins, sem stóð enn, myndi falla líka. View this post on Instagram A post shared by FOX Weather (@foxweather) Þetta var ekki eina augnablikið sem vakti athygli hjá Robert Ray. Á meðan hann var í beinni útsendingu virtist hann eiga erfitt með að halda sér á jörðinni vegna mikils vinds. Hann lýsti því yfir að um væri að ræða verstu aðstæður sem hefðu komið upp á þessu fellibylatímabili. „Það er sársaukafullt að standa hérna úti,“ sagði Ray. View this post on Instagram A post shared by FOX Weather (@foxweather) Fellibylurinn Milton Bandaríkin Veður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Anderson Cooper, eitt helsta andlit CNN, var í beinni útsendingu á höfn við borgina Bradenton í Flórída að segja sjónvarpsáhorfendum frá áhirfum Milton þegar óþekktur hlutur fauk í andlitið á honum. „Þetta var ekki mjög gott. Við förum líklega inn eftir skamma stund,“ sagði hann strax í kjölfarið. Þrátt fyrir þetta lét Cooper höggið ekki á sig fá og hélt áfram að fjalla um óveðrið. Þulur CNN tók fram að það væri í góðu lagi með Cooper, en að aðstæður fréttamanna á vettvangi væru vissulega erfiðar. Robert Ray, fréttamaður Fox News, greindi frá því að stórt tré hefði fallið til jarðar einmitt þar sem hann hafði staðið andartaki áður. „Þetta tré féll beint á bílinn okkar,“ sagði Ray. Hann segist hafa verið nýbúinn að klára útsendingu þegar hann hafi farið inn í bíl og litið á símann sinn. Þá hafi hann heyrt stóran hvell, þegar fréttið féll. Þá sagðist hann óttast að annar hluti trésins, sem stóð enn, myndi falla líka. View this post on Instagram A post shared by FOX Weather (@foxweather) Þetta var ekki eina augnablikið sem vakti athygli hjá Robert Ray. Á meðan hann var í beinni útsendingu virtist hann eiga erfitt með að halda sér á jörðinni vegna mikils vinds. Hann lýsti því yfir að um væri að ræða verstu aðstæður sem hefðu komið upp á þessu fellibylatímabili. „Það er sársaukafullt að standa hérna úti,“ sagði Ray. View this post on Instagram A post shared by FOX Weather (@foxweather)
Fellibylurinn Milton Bandaríkin Veður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira