Salah farinn heim til Liverpool: Ofbeldisfullir andstæðingar og hættulegur völlur Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2024 11:30 Salah fær góða hvíld fyrir komandi leikjatörn hjá Liverpool. Vísir/Getty Mohamed Salah hefur yfirgefið landsliðshóp Egyptalands og er farinn aftur heim til Liverpool. Egypski stjörnuleikmaðurinn var ekki spenntur fyrir seinni leik Egypta gegn Máritaníu. Mo Salah lék allan leik Egyptalands og Máritaníu í gær og skoraði síðara mark egypska liðsins í 2-0 sigri. Leikurinn fór fram á heimavelli Egypta en liðin mætast á nýjan leik á heimavelli Máritaníu á þriðjudaginn. Þar verður Salah hins vegar ekki með. Hann er floginn aftur til Liverpool en ákvörðunin var tekin í samráði við forráðamenn egypska knattspyrnusambandsins. Í yfirlýsingu egypska knattspyrnusambandsins sagði að Salah hefði átt fund með teymi landsliðsins og þjálfaranum Hossam Hassan. „Þar var ákveðið að gefa leikmanninum hvíld í næsta leik.“ Brotthvarf Salah úr landsliðshópnum kemur í kjölfarið á áhyggjum Egypta af grófum leikstíl Marítaníumanna og heimavelli liðsins. Eftir fyrri leik þjóðanna í gær sagði þjálfarinn að mögulega yrði Salah ekki með í seinni leiknum auk þess sem hann sagði mótherjana vera „ofbeldisfulla“. Leikurinn mun fara fram á Cheikha Ould Boidiya leikvanginum í Nouakchott en á honum er gervigras. „Ef einhver af mínum leikmönnum biður um að þurfa ekki að spila á gervigrasi, þá mun ég samþykkja það,“ sagði Hassan og ljóst að Egyptar eru ekki hrifnir af gervigrasvöllum. „Máritaníumenn spila grófan leik og með ofbeldisfullum tæklingum og völlurinn þeirra er ekki góður.“ Eftir sigurinn í gær sagði Salah að liðið hefði virkilega þurft að hafa fyrir sigrinum. Hann sagði að liðið þyrfti að spila hraðari og sókndjarfari fótbolta og að leikurinn gegn Máritaníu hefði verið erfiður. Forráðamenn Liverpool taka eflaust fagnandi á móti Salah sem fær nú lengri hvíld en áætlað var fyrir mikla leikjatörn sem framundan er hjá félaginu. Fyrirliðinn Virgil Van Dijk er líka mættur aftur í Bítlaborgina en hann fékk rautt spjald í leik Hollendinga og Ungverja í gær og verður í banni gegn Þjóðverjum á mánudag. Egyptaland Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Sjá meira
Mo Salah lék allan leik Egyptalands og Máritaníu í gær og skoraði síðara mark egypska liðsins í 2-0 sigri. Leikurinn fór fram á heimavelli Egypta en liðin mætast á nýjan leik á heimavelli Máritaníu á þriðjudaginn. Þar verður Salah hins vegar ekki með. Hann er floginn aftur til Liverpool en ákvörðunin var tekin í samráði við forráðamenn egypska knattspyrnusambandsins. Í yfirlýsingu egypska knattspyrnusambandsins sagði að Salah hefði átt fund með teymi landsliðsins og þjálfaranum Hossam Hassan. „Þar var ákveðið að gefa leikmanninum hvíld í næsta leik.“ Brotthvarf Salah úr landsliðshópnum kemur í kjölfarið á áhyggjum Egypta af grófum leikstíl Marítaníumanna og heimavelli liðsins. Eftir fyrri leik þjóðanna í gær sagði þjálfarinn að mögulega yrði Salah ekki með í seinni leiknum auk þess sem hann sagði mótherjana vera „ofbeldisfulla“. Leikurinn mun fara fram á Cheikha Ould Boidiya leikvanginum í Nouakchott en á honum er gervigras. „Ef einhver af mínum leikmönnum biður um að þurfa ekki að spila á gervigrasi, þá mun ég samþykkja það,“ sagði Hassan og ljóst að Egyptar eru ekki hrifnir af gervigrasvöllum. „Máritaníumenn spila grófan leik og með ofbeldisfullum tæklingum og völlurinn þeirra er ekki góður.“ Eftir sigurinn í gær sagði Salah að liðið hefði virkilega þurft að hafa fyrir sigrinum. Hann sagði að liðið þyrfti að spila hraðari og sókndjarfari fótbolta og að leikurinn gegn Máritaníu hefði verið erfiður. Forráðamenn Liverpool taka eflaust fagnandi á móti Salah sem fær nú lengri hvíld en áætlað var fyrir mikla leikjatörn sem framundan er hjá félaginu. Fyrirliðinn Virgil Van Dijk er líka mættur aftur í Bítlaborgina en hann fékk rautt spjald í leik Hollendinga og Ungverja í gær og verður í banni gegn Þjóðverjum á mánudag.
Egyptaland Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn