Segjast ekki hafa fengið formlega kröfugerð frá kennurum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2024 11:36 Samninganefndir í kennaradeilunni sitja nú saman inni á fundi hjá Ríkissáttasemjara og ná saman um kjarasamning til að afstýra megi verkföllum sem bresta á í lok mánaðar. Magnús Þór Jónsson og Inga Rún Ólafsdóttir eru þar í lokahlutverkum. Vísir/Sigurjón Samninganefndir í kennaradeilunni komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun. Þetta var fyrsti fundur síðan boðað var til verkfalla sem eiga að bresta á í lok mánaðar. Formaður samninganefndar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir kennara ekki hafa formlega lagt fram kröfugerð og formaður Kennarasambandsins segir yfirvofandi verkföll skerpa fókusinn hjá öllum. Þann 29. október munu félagsmenn Kennarasambandsins í níu skólum um allt land leggja niður störf, sumir ótímabundið en aðrir tímabundið. Allt fer þetta eftir því hvort samninganefndir ríkis, sveitarfélaga og Kennarasambandsins nái saman í tæka tíð. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að mikil alvara sé komin í málið nú þegar boðað hefur verið til verkfalla. „Okkar ábyrgð er mikil að finna lausnir sem leysa þau.“ Ber ennþá mikið í milli? „Þeir hafa ekki lagt fram formlega kröfugerð og því vitum við ekki nákvæmlega hvað þarf til að leysa verkfallið en við erum svona að reyna að komast að því í samtali okkar í dag, hvað þarf til.“ Framhaldið óljóst Líkt og landsmenn vita sprakk ríkisstjórnin á dögunum og mikil óvissa hefur fylgt í kjölfarið. Þessar vendingar í pólitíkinni – þetta kannski snertir ekki það sem þið gerið hérna í dag eða hvað? „Auðvitað getur það haft einhver áhrif en að sjálfsögðu erum við að vinna okkar vinnu og það er bara mjög mikilvægt að hún sé ekki trufluð af neinu þannig að við höldum bara hér ótrauð áfram.“ Heldurðu að það sé möguleiki að afstýra verkföllum? „Það verður að koma í ljós,“ sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Verkföllin skerpi fókusinn Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins mætti jákvæður og glaðbeittur til fundarins í morgun og sagðist telja að yfirvofandi verkföll flýti vinnunni. Magnús Þór segist treysta öllum sem sitja við samningaborðið. Allt sé þetta reynslumikið fólk.Vísir/Sigurjón „Ég hef nú trú á því. Við erum öll reynslumikið fólk við borðið og við þekkjum að þetta er hluti af svona viðræðum en ég held að það stilli fókusinn að við vitum af því að við höfum ákveðinn dag sem við viljum hafa lokið samningi.“ Skiptir þessi dagur máli? Er hann þýðingamikill í þínum huga hvað framhaldið varðar? „Algjörlega. Ég held að allir dagar fram að 29. október og skiptir mjög miklu máli og þessi klárlega er upphafið að vegferð sem við erum að stýra okkur inn á. Þannig að já, hann skiptir mjög miklu máli,“ segir Magnús Þór. Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Tengdar fréttir Mikið undir á fyrsta sáttafundi eftir verkfallsboðun Í fyrramálið er mikilvægur fundur hjá Ríkissáttasemjara en umfangsmikil verkföll eru á dagskrá í lok mánaðar. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að enn beri mikið í milli en hann vonast til þess að deiluaðilar nái saman svo afstýra megi verkföllum. 15. október 2024 00:01 Vonast til að ná árangri áður en aðgerðir hefjast „Auðvitað verðum við vör við umræðu um það að fólk sé uggandi út af aðgerðum en við vissum það nú fyrir fram. Það vill enginn fara í aðgerðir og alla síst þeir sem hafa hagsmuni af því að mæta í skólann sinn.“ 12. október 2024 18:50 „Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. 11. október 2024 13:01 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Þann 29. október munu félagsmenn Kennarasambandsins í níu skólum um allt land leggja niður störf, sumir ótímabundið en aðrir tímabundið. Allt fer þetta eftir því hvort samninganefndir ríkis, sveitarfélaga og Kennarasambandsins nái saman í tæka tíð. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að mikil alvara sé komin í málið nú þegar boðað hefur verið til verkfalla. „Okkar ábyrgð er mikil að finna lausnir sem leysa þau.“ Ber ennþá mikið í milli? „Þeir hafa ekki lagt fram formlega kröfugerð og því vitum við ekki nákvæmlega hvað þarf til að leysa verkfallið en við erum svona að reyna að komast að því í samtali okkar í dag, hvað þarf til.“ Framhaldið óljóst Líkt og landsmenn vita sprakk ríkisstjórnin á dögunum og mikil óvissa hefur fylgt í kjölfarið. Þessar vendingar í pólitíkinni – þetta kannski snertir ekki það sem þið gerið hérna í dag eða hvað? „Auðvitað getur það haft einhver áhrif en að sjálfsögðu erum við að vinna okkar vinnu og það er bara mjög mikilvægt að hún sé ekki trufluð af neinu þannig að við höldum bara hér ótrauð áfram.“ Heldurðu að það sé möguleiki að afstýra verkföllum? „Það verður að koma í ljós,“ sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Verkföllin skerpi fókusinn Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins mætti jákvæður og glaðbeittur til fundarins í morgun og sagðist telja að yfirvofandi verkföll flýti vinnunni. Magnús Þór segist treysta öllum sem sitja við samningaborðið. Allt sé þetta reynslumikið fólk.Vísir/Sigurjón „Ég hef nú trú á því. Við erum öll reynslumikið fólk við borðið og við þekkjum að þetta er hluti af svona viðræðum en ég held að það stilli fókusinn að við vitum af því að við höfum ákveðinn dag sem við viljum hafa lokið samningi.“ Skiptir þessi dagur máli? Er hann þýðingamikill í þínum huga hvað framhaldið varðar? „Algjörlega. Ég held að allir dagar fram að 29. október og skiptir mjög miklu máli og þessi klárlega er upphafið að vegferð sem við erum að stýra okkur inn á. Þannig að já, hann skiptir mjög miklu máli,“ segir Magnús Þór.
Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Tengdar fréttir Mikið undir á fyrsta sáttafundi eftir verkfallsboðun Í fyrramálið er mikilvægur fundur hjá Ríkissáttasemjara en umfangsmikil verkföll eru á dagskrá í lok mánaðar. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að enn beri mikið í milli en hann vonast til þess að deiluaðilar nái saman svo afstýra megi verkföllum. 15. október 2024 00:01 Vonast til að ná árangri áður en aðgerðir hefjast „Auðvitað verðum við vör við umræðu um það að fólk sé uggandi út af aðgerðum en við vissum það nú fyrir fram. Það vill enginn fara í aðgerðir og alla síst þeir sem hafa hagsmuni af því að mæta í skólann sinn.“ 12. október 2024 18:50 „Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. 11. október 2024 13:01 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Mikið undir á fyrsta sáttafundi eftir verkfallsboðun Í fyrramálið er mikilvægur fundur hjá Ríkissáttasemjara en umfangsmikil verkföll eru á dagskrá í lok mánaðar. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að enn beri mikið í milli en hann vonast til þess að deiluaðilar nái saman svo afstýra megi verkföllum. 15. október 2024 00:01
Vonast til að ná árangri áður en aðgerðir hefjast „Auðvitað verðum við vör við umræðu um það að fólk sé uggandi út af aðgerðum en við vissum það nú fyrir fram. Það vill enginn fara í aðgerðir og alla síst þeir sem hafa hagsmuni af því að mæta í skólann sinn.“ 12. október 2024 18:50
„Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. 11. október 2024 13:01