Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2024 11:40 Donald Trump, dansandi á sviði í gær. AP/Alex Brandon Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. Fundurinn var haldinn í úthverfi Philadelpiu og var Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta, með Trump á sviði. Eftir að kosningafundurinn hafði staðið yfir í um hálftíma þurfti að gera pásu þegar sjúkraliðar þurftu að hlúa að áhorfenda í salnum. Skömmu síðar þurfti að stöðva fundinn aftur vegna annars atviks í salnum þar sem hlúa þurfti að áhorfenda. Þegar hlúa þurfti að fyrsta áhorendanum lét Trump starfsmenn sína spila lagið Ave Maria og í seinna skiptið bað hann um sama lag en í flutning Luciano Pavarotti. Í frétt New York Times segir að eftir að Noem tilkynnti að búið væri að hlúa að seinni áhorfandanum hafi Trump ætlað að byrja að svara spurningum á nýjan leik en hætt við. „Ekki fleiri spurningar. Við skulum bara hlusta á tónlist. Gerum þetta að tónverki. Hver í helvítinu vill heyra spurningar?“ spurði Trump. Við það kallaði hann eftir því að tónlistin yrði spiluð á nýjan leik og þannig væri hægt að binda enda á fundinn og bað hann um að lagið YMCA með Village People yrði spilað. Það er lag sem Trump spilar iðulega þegar hann lýkur ræðum sínum en þegar laginu lauk virtist Trump hissa. „Það er enginn að fara. Hvað er að gerast?“ Tónlistin hélt áfram og á meðan stóð Trump áfram á sviðinu og vaggaði sér, í meira en hálftíma, á meðan lög eins og Nothing Compares 2 U, Hallelujah og November Rain voru spiluð. Á meðan á þessu stóð gengu margir af stuðningsmönnum Trumps úr salnum. Að endingu gekk aðstoðarmaður Trumps á sviðið og rétti honum blað. Trump skoðaði blaðið um stund, veifaði út í sal og gekk af sviðinu. Áhugasamir geta horft á kosningafundinn í gær í spilaranum hér að neðan. Hann byrjar þegar Trump lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að svara fleiri spurningum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Harris situr fyrir svörum hjá Fox News á morgun Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata, hefur samþykkt að veita Fox News viðtal, sem tekið verður á morgun og sýnt um kvöldið. 15. október 2024 07:04 Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01 Ekki grunaður um að hafa ætlað að drepa Trump Manninum sem var handtekinn á kosningafundi Donalds Trump í Kalíforníu um helgina hefur nú verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. 14. október 2024 08:55 Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. 12. október 2024 21:23 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Sjá meira
Fundurinn var haldinn í úthverfi Philadelpiu og var Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta, með Trump á sviði. Eftir að kosningafundurinn hafði staðið yfir í um hálftíma þurfti að gera pásu þegar sjúkraliðar þurftu að hlúa að áhorfenda í salnum. Skömmu síðar þurfti að stöðva fundinn aftur vegna annars atviks í salnum þar sem hlúa þurfti að áhorfenda. Þegar hlúa þurfti að fyrsta áhorendanum lét Trump starfsmenn sína spila lagið Ave Maria og í seinna skiptið bað hann um sama lag en í flutning Luciano Pavarotti. Í frétt New York Times segir að eftir að Noem tilkynnti að búið væri að hlúa að seinni áhorfandanum hafi Trump ætlað að byrja að svara spurningum á nýjan leik en hætt við. „Ekki fleiri spurningar. Við skulum bara hlusta á tónlist. Gerum þetta að tónverki. Hver í helvítinu vill heyra spurningar?“ spurði Trump. Við það kallaði hann eftir því að tónlistin yrði spiluð á nýjan leik og þannig væri hægt að binda enda á fundinn og bað hann um að lagið YMCA með Village People yrði spilað. Það er lag sem Trump spilar iðulega þegar hann lýkur ræðum sínum en þegar laginu lauk virtist Trump hissa. „Það er enginn að fara. Hvað er að gerast?“ Tónlistin hélt áfram og á meðan stóð Trump áfram á sviðinu og vaggaði sér, í meira en hálftíma, á meðan lög eins og Nothing Compares 2 U, Hallelujah og November Rain voru spiluð. Á meðan á þessu stóð gengu margir af stuðningsmönnum Trumps úr salnum. Að endingu gekk aðstoðarmaður Trumps á sviðið og rétti honum blað. Trump skoðaði blaðið um stund, veifaði út í sal og gekk af sviðinu. Áhugasamir geta horft á kosningafundinn í gær í spilaranum hér að neðan. Hann byrjar þegar Trump lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að svara fleiri spurningum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Harris situr fyrir svörum hjá Fox News á morgun Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata, hefur samþykkt að veita Fox News viðtal, sem tekið verður á morgun og sýnt um kvöldið. 15. október 2024 07:04 Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01 Ekki grunaður um að hafa ætlað að drepa Trump Manninum sem var handtekinn á kosningafundi Donalds Trump í Kalíforníu um helgina hefur nú verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. 14. október 2024 08:55 Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. 12. október 2024 21:23 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Sjá meira
Harris situr fyrir svörum hjá Fox News á morgun Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata, hefur samþykkt að veita Fox News viðtal, sem tekið verður á morgun og sýnt um kvöldið. 15. október 2024 07:04
Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01
Ekki grunaður um að hafa ætlað að drepa Trump Manninum sem var handtekinn á kosningafundi Donalds Trump í Kalíforníu um helgina hefur nú verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. 14. október 2024 08:55
Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. 12. október 2024 21:23