Klófestu leigumorðingja sem dulbjó sig sem gamlan mann Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2024 09:05 Lögreglumenn á vettvangi þegar sakborningar í málinu voru handteknir í Belgrad 15. október 2024. Til hægri er sílikongríman sem morðinginn notaði til þess að dulbúa sig sem eldriborgara. Europol Lögreglan í Serbíu handtók í gær leigumorðingja sem myrti mann í Belgrad fyrir skipulögð glæpasamtök árið 2021. Leigumorðinginn er sagður hafa dulbúið sig sem gamlan mann til þess að nálgast fórnarlambið. Upplýsingar sem Evrópulögreglan komst yfir úr dulkóðuðu samskiptaforriti sem skipulögð glæpasamtök hafa nýtt sér komu lögreglu á slóð leigumorðingjans. Hann var handtekinn í Belgrad í samstarfi við Evrópulögregluna í gær, að því er segir í tilkynningu frá henni. Samskiptin leiddu í ljós hvernig höfuðpaur skipulagðra glæpasamtaka réð morðingjanna til verksins og skipulagði morðið. Þannig lagði hann á ráðin um hvernig morðinginn kæmist undan og réð tvo aðra menn til þess að fylgjast með fórnarlambinu auk þess sem hann útvegaði skotvopnið sem var flutt sérstaklega til landsins fyrir morðið. Leigumorðinginn dulbjó sig sem gamlan mann með sílíkongrímu og haltraði. Hann skaut fórnarlambið svo í höfuðið þegar það gekk fram hjá honum. Morðið er sagt hafa verið hefndaraðgerð glæpasamtakanna. Skotvopnið sem launmorðinginn notaði var flutt sérstaklega inn til Serbíu fyrir morðið.Europol Auk morðingjans voru höfuðpaur glæpasamtakanna sem skipulagði morðið og hinir vitorðsmennirnir tveir handteknir í aðgerðinni í gær. Ekki er nefnt sérstaklega í tilkynningu Europol úr hvaða dulkóðaða samskiptaforriti gögnin sem leiddi hana á spor morðingjans komu. Hundruð glæpamanna hafa hins vegar verið teknir höndum eftir að evrópska löggæslustofnanir náðu að brjótast inn í og hlera samskipti í forritinu EncroChat. Samskipti úr EncroChat voru meðal annars lögð fram í saltdreifaramálinu svokallaða þegar það kom fyrir dóm árið 2022. Lögreglumál Serbía Erlend sakamál Fjarskipti Samfélagsmiðlar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Upplýsingar sem Evrópulögreglan komst yfir úr dulkóðuðu samskiptaforriti sem skipulögð glæpasamtök hafa nýtt sér komu lögreglu á slóð leigumorðingjans. Hann var handtekinn í Belgrad í samstarfi við Evrópulögregluna í gær, að því er segir í tilkynningu frá henni. Samskiptin leiddu í ljós hvernig höfuðpaur skipulagðra glæpasamtaka réð morðingjanna til verksins og skipulagði morðið. Þannig lagði hann á ráðin um hvernig morðinginn kæmist undan og réð tvo aðra menn til þess að fylgjast með fórnarlambinu auk þess sem hann útvegaði skotvopnið sem var flutt sérstaklega til landsins fyrir morðið. Leigumorðinginn dulbjó sig sem gamlan mann með sílíkongrímu og haltraði. Hann skaut fórnarlambið svo í höfuðið þegar það gekk fram hjá honum. Morðið er sagt hafa verið hefndaraðgerð glæpasamtakanna. Skotvopnið sem launmorðinginn notaði var flutt sérstaklega inn til Serbíu fyrir morðið.Europol Auk morðingjans voru höfuðpaur glæpasamtakanna sem skipulagði morðið og hinir vitorðsmennirnir tveir handteknir í aðgerðinni í gær. Ekki er nefnt sérstaklega í tilkynningu Europol úr hvaða dulkóðaða samskiptaforriti gögnin sem leiddi hana á spor morðingjans komu. Hundruð glæpamanna hafa hins vegar verið teknir höndum eftir að evrópska löggæslustofnanir náðu að brjótast inn í og hlera samskipti í forritinu EncroChat. Samskipti úr EncroChat voru meðal annars lögð fram í saltdreifaramálinu svokallaða þegar það kom fyrir dóm árið 2022.
Lögreglumál Serbía Erlend sakamál Fjarskipti Samfélagsmiðlar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira