New York einum leik frá því að eignast aftur meistara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2024 13:02 Sabrina Ionescu fagnar sigurkörfu sinni fyrir New York Liberty í nótt. Getty/David Berding New York Liberty er í komið í 2-1 og þar með aðeins einum sigri frá því að tryggja sér WNBA meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liberty vann 80-77 sigur á Minnesota Lynx í þriðja leiknum í úrslitaeinvígi WNBA deildarinnar í körfubolta en leikurinn fór fram í Minneapolis í nótt. Hetja gestanna var Sabrina Ionescu sem skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti á síðustu sekúndum leiksins. Ionescu tók skotið af mjög löngu færi eins og má sjá hér fyrir neðan. ONE OF THE BIGGEST SHOTS IN LIBERTY FINALS HISTORY FROM SABRINA IONESCU 😱🔥The Liberty takes Game 3! #WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/Whv0AMnNl9— WNBA (@WNBA) October 17, 2024 Lynx vann fyrsta leikinn í framlengingu en Liberty svaraði með fjórtán stiga sigri í leik tvö. Lynx var komið tíu stigum eftir fyrsta leikhlutann í nótt en gestirnir frá New Tork unnu sig inn í leikinn og tryggðu sér sigur. Breanna Stewart var atkvæðamest hjá Liberty með 30 stig, 11 fráköst og 4 varin skot en hún hitti úr öllum tíu vítaskotum sínum. Ionescu var með 13 stig og 6 stoðsendingar en þær Leonie Fiebich og Jonquel Jones skoruðu einnig 13 stig. Napheesa Collier var að venju í fararbroddi hjá Lynx með 22 stig, 9 fráköst og 5 stolna bolta en Kayla McBride skoraði 19 stig. New York Liberty hefur þrisvar áður komist í úrslitaeinvígið en alltaf tapað. Hinni áströlsku Sandy Brondello hefur tekist að setja saman öflugt lið sem er einum sigri frá því að færa New York borg fyrsta körfuboltatitil sinn í NBA eða WNBA síðan New York Knicks vann árið 1973. Breanna Stewart dropped a 30-ball to power the Liberty to a clutch Game 3 win 🔥30 PTS | 11 REB | 4 BLK#WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/UFgGkhWeT7— WNBA (@WNBA) October 17, 2024 WNBA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjá meira
Liberty vann 80-77 sigur á Minnesota Lynx í þriðja leiknum í úrslitaeinvígi WNBA deildarinnar í körfubolta en leikurinn fór fram í Minneapolis í nótt. Hetja gestanna var Sabrina Ionescu sem skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti á síðustu sekúndum leiksins. Ionescu tók skotið af mjög löngu færi eins og má sjá hér fyrir neðan. ONE OF THE BIGGEST SHOTS IN LIBERTY FINALS HISTORY FROM SABRINA IONESCU 😱🔥The Liberty takes Game 3! #WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/Whv0AMnNl9— WNBA (@WNBA) October 17, 2024 Lynx vann fyrsta leikinn í framlengingu en Liberty svaraði með fjórtán stiga sigri í leik tvö. Lynx var komið tíu stigum eftir fyrsta leikhlutann í nótt en gestirnir frá New Tork unnu sig inn í leikinn og tryggðu sér sigur. Breanna Stewart var atkvæðamest hjá Liberty með 30 stig, 11 fráköst og 4 varin skot en hún hitti úr öllum tíu vítaskotum sínum. Ionescu var með 13 stig og 6 stoðsendingar en þær Leonie Fiebich og Jonquel Jones skoruðu einnig 13 stig. Napheesa Collier var að venju í fararbroddi hjá Lynx með 22 stig, 9 fráköst og 5 stolna bolta en Kayla McBride skoraði 19 stig. New York Liberty hefur þrisvar áður komist í úrslitaeinvígið en alltaf tapað. Hinni áströlsku Sandy Brondello hefur tekist að setja saman öflugt lið sem er einum sigri frá því að færa New York borg fyrsta körfuboltatitil sinn í NBA eða WNBA síðan New York Knicks vann árið 1973. Breanna Stewart dropped a 30-ball to power the Liberty to a clutch Game 3 win 🔥30 PTS | 11 REB | 4 BLK#WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/UFgGkhWeT7— WNBA (@WNBA) October 17, 2024
WNBA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjá meira