Loka Sæbraut á laugardag vegna kvikmyndatöku Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2024 09:28 Elli segir það ekki gerast meira ekta en að taka upp myndina í sama húsi og með sömu húsgögn og voru á fundinum sjálfum. Bylgjan og Vísir/Getty Sæbraut verður lokað frá klukkan 8 á laugardagsmorgun til klukkan 13 sama dag vegna kvikmyndatöku á Hollywoodmynd um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev í Höfða árið 1986. Sæbrautinni verður lokað frá Borgartúni og að Snorrabraut. Búast má við umferðartöfum vegna lokunarinnar. Framleiðslufyrirtækið Pegasus hefur leigt Höfða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, til 10. nóvember fyrir tökur myndarinnar. Elli Cassata eigandi Pegasus ræddi lokunina og myndina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við þurfum að loka Sæbrautinni því 1986 var hún auðvitað ekki til. Það var engin umferð og það gerist í myndinni að Reagan fer út úr Höfða og labbar bakvið og þá er hann nánast kominn út í brimið,“ segir Elli og að vegna þess þurfi þeir að loka Sæbrautinni. Hann segir 22 þúsund bíla hafa ekið um Sæbrautina á sama laugardegi í fyrra og því sé ljóst að ekki gangi að hafa hana opna við þessar tökur. Elli segir þetta stórt og mikið verkefni um stóra og mikla sögu sem margir tengi við. Fram kom í frétt RÚV um málið í vikunni að Pegasus greiðir borginni 6,3 milljónir fyrir leigu á Höfða. Elli segir það ekki hafa verið sjálfgefið að fá að leigja Höfða en að Reykjavíkurborg hafi verið afar liðleg og að borgarstjórarnir báðir, Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson, hafi verið allir af vilja gerðir við að hjálpa. Meira ekta að gera þetta í Höfða Elli segir að bæði leikararnir og leikstjórinn hafi talað um það í aðdraganda að það væri mögulega betra að byggja þetta í Hollywood og taka upp þar. „En svo löbbuðu þeir inn og það var eins og Gunnar Eyjólfsson sagði alltaf. Það var einhver „presence“. Þeim fannst þetta miklu merkilegra. Að sitja í sömu stólum, við sama borðið, sama mottan, sama myndin fyrir aftan og var. Þetta gerist ekki meira ekta,“ segir Elli. Hann segir strangar reglur um tökur í Höfða. Það megi ekki vera of margir inni í húsinu, ekki setja neitt á grasið, ekki breyta neinu og ekki koma við neitt. Það má ekki leggja nýtt rafmagn. Hann segir þetta hamla þeim að einhverju leyti en þau vinni með það. „Það er mikil virðing borin fyrir þessu og það er ekkert verið að trampa þarna á skítugum skónum.“ Frá vinstri má sjá Jared Harris, Jeff Daniels og J.K. Simmons.Vísir/Getty Tökur hófust á þriðjudaginn og byrjuðu úti en eru núna inni í Höfa og verða þar til í nóvember. Fleiri tökustaðir eru til dæmis Bláa lónið, Skeggjastaðir í Mosfellsdal og Reykjanesið. Myndinni er leikstýrt af Michael Russell Gunn. Leikarinn Jarred Harris fer með hlutverk Mikhaíl Gorbatsjev. Jeff Daniels leikur Reagan og J. K Simmons með hlutverk utanríkisráðherrans George Shultz. Elli segir leikstjórann hafa átt ítarleg samtöl við Shultz um það sem fór fram í Höfða og að myndin sé að miklu leyti byggð á þeim samtölum. Hann segir að framleiðendum langi að sýna myndina á Cannes í maí á næsta ári en að það gæti verið að hún verði ekki frumsýnd fyrr en í september á næsta ári. Meðal leikara í myndinni er JK Simmons Reykjavík Leiðtogafundurinn í Höfða Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Borgarstjórn Bandaríkin Sovétríkin Bítið Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Ein sú fegursta komin á fast Lífið Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Pegasus hefur leigt Höfða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, til 10. nóvember fyrir tökur myndarinnar. Elli Cassata eigandi Pegasus ræddi lokunina og myndina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við þurfum að loka Sæbrautinni því 1986 var hún auðvitað ekki til. Það var engin umferð og það gerist í myndinni að Reagan fer út úr Höfða og labbar bakvið og þá er hann nánast kominn út í brimið,“ segir Elli og að vegna þess þurfi þeir að loka Sæbrautinni. Hann segir 22 þúsund bíla hafa ekið um Sæbrautina á sama laugardegi í fyrra og því sé ljóst að ekki gangi að hafa hana opna við þessar tökur. Elli segir þetta stórt og mikið verkefni um stóra og mikla sögu sem margir tengi við. Fram kom í frétt RÚV um málið í vikunni að Pegasus greiðir borginni 6,3 milljónir fyrir leigu á Höfða. Elli segir það ekki hafa verið sjálfgefið að fá að leigja Höfða en að Reykjavíkurborg hafi verið afar liðleg og að borgarstjórarnir báðir, Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson, hafi verið allir af vilja gerðir við að hjálpa. Meira ekta að gera þetta í Höfða Elli segir að bæði leikararnir og leikstjórinn hafi talað um það í aðdraganda að það væri mögulega betra að byggja þetta í Hollywood og taka upp þar. „En svo löbbuðu þeir inn og það var eins og Gunnar Eyjólfsson sagði alltaf. Það var einhver „presence“. Þeim fannst þetta miklu merkilegra. Að sitja í sömu stólum, við sama borðið, sama mottan, sama myndin fyrir aftan og var. Þetta gerist ekki meira ekta,“ segir Elli. Hann segir strangar reglur um tökur í Höfða. Það megi ekki vera of margir inni í húsinu, ekki setja neitt á grasið, ekki breyta neinu og ekki koma við neitt. Það má ekki leggja nýtt rafmagn. Hann segir þetta hamla þeim að einhverju leyti en þau vinni með það. „Það er mikil virðing borin fyrir þessu og það er ekkert verið að trampa þarna á skítugum skónum.“ Frá vinstri má sjá Jared Harris, Jeff Daniels og J.K. Simmons.Vísir/Getty Tökur hófust á þriðjudaginn og byrjuðu úti en eru núna inni í Höfa og verða þar til í nóvember. Fleiri tökustaðir eru til dæmis Bláa lónið, Skeggjastaðir í Mosfellsdal og Reykjanesið. Myndinni er leikstýrt af Michael Russell Gunn. Leikarinn Jarred Harris fer með hlutverk Mikhaíl Gorbatsjev. Jeff Daniels leikur Reagan og J. K Simmons með hlutverk utanríkisráðherrans George Shultz. Elli segir leikstjórann hafa átt ítarleg samtöl við Shultz um það sem fór fram í Höfða og að myndin sé að miklu leyti byggð á þeim samtölum. Hann segir að framleiðendum langi að sýna myndina á Cannes í maí á næsta ári en að það gæti verið að hún verði ekki frumsýnd fyrr en í september á næsta ári. Meðal leikara í myndinni er JK Simmons
Reykjavík Leiðtogafundurinn í Höfða Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Borgarstjórn Bandaríkin Sovétríkin Bítið Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Ein sú fegursta komin á fast Lífið Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira