Kennarar í MR samþykkja verkfall Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2024 13:52 Meirihluti kennara samþykkti að fara í verkfall sem hefst 11. nóvember nái kennarar ekki að semja fyrir þann tíma. Vísir/Vilhelm Niðurstaða atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls í Menntaskólanum í Reykjavík liggur fyrir. Mikill meirihluti styður boðun verkfalls. Þar með hafa verið boðaðar aðgerðir í tíu skólum í lok mánaðar og byrjun næsta mánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandinu. Þar kemur fram að yfirgnæfandi meirihluti kennara í Menntaskólanum í Reykjavík (MR) hafi samþykkt að boða verkfall 11. nóvember næstkomandi, hafi samningar ekki náðst. Öll aðildarfélög Kennarasambandsins eru án kjarasamnings. Framhaldsskólafélögin tvö, FF og FS, hafa verið án samnings síðan 31. mars síðastliðinn. Grunnskólafélögin tvö, FG og SÍ, leikskólafélögin tvö, FL og FSL, og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum hafa verið án samnings síðan 31. maí síðastliðinn. MR er annar framhaldsskólinn sem boðar til verkfalls en Fjölbrautaskóli Suðurlands samþykkti verkfallsboðun í síðustu viku. Atkvæðagreiðsla hófst í MR klukkan 11 í fyrradag og lauk klukkan 11 í dag. Kjörsókn var 93 prósent, já sagði 81 prósent. Þar með hafa félagsmenn Kennarasambandsins í tíu skólum samþykkt verkfallsaðgerðir í lok mánaðar og byrjun næsta mánaðar. Kærðu verkföllin til Félagsdóms Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynnti í gær að þau væru búin að stefna Kennarasambandinu fyrir Félagsdóm vegna yfirvofandi verkfalla. Sambandið telur boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð liggi fyrir í kjaradeilunni. Formaður Kennarasambandsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær það engin áhrif hafa á boðið verkföll. „Það að menn velji að fara þessa leið, að skoða einhvers konar formgallakæru, hefur ekki áhrif á verkföllin. Það sem hefur áhrif á þau er hvernig okkur mun ganga í húsakynnum ríkissáttasemjara næstu daga að leysa úr því verkefni að gera kjarasamning fyrir íslenska kennara,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tímabundin og ótímabundin verkföll Boðuð eru tímabundin verkföll í tveimur framhaldsskólum, í FSu, frá 29. október til 20. desember og í MR, frá 11. nóvember til 20. desember og í Tónlistarskóla Ísafjarðar, frá 29. október til 20. desember. Þá eru einnig boðuð tímabundin verkföll í þremur grunnskólum, Áslandsskóla, Laugalækjarskóla og Lundarskóla, frá 29. október til 22. nóvember. Boðuð eru ótímabundin verkföll í fjórum leikskólum frá 29. október. Þetta eru Leikskóli Seltjarnarness, Holt í Reykjanesbæ, Drafnarsteinn í Reykjavík og Ársalir á Sauðárkróki. Fréttin hefur verið uppfærð. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir „Kennarar eru ekki eyland í kjarabaráttunni“ Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hjá SA segir að viðbótarhækkanir til kennarastéttarinnar geti raskað kjarasátt í landinu. Kennarar séu ekki eyland, fleiri hópar eigi eftir að klára sína samninga. Þá segir hann að samanburður einkageirans og hins opinbera sé snúinn því margir kostnaðarliðir, umfram laun, hvíli á herðum opinberra vinnuveitenda. 17. október 2024 12:02 Kjarasamningar opinberra starfsmanna megi ekki raska kjarasátt „Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum.“ 17. október 2024 06:53 Stefna kennurum fyrir félagsdóm Samband íslenskra sveitarfélaga hefur stefnt Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdóm. Sambandið telur boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð liggi fyrir í kjaradeilunni. 16. október 2024 12:21 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Þar kemur fram að yfirgnæfandi meirihluti kennara í Menntaskólanum í Reykjavík (MR) hafi samþykkt að boða verkfall 11. nóvember næstkomandi, hafi samningar ekki náðst. Öll aðildarfélög Kennarasambandsins eru án kjarasamnings. Framhaldsskólafélögin tvö, FF og FS, hafa verið án samnings síðan 31. mars síðastliðinn. Grunnskólafélögin tvö, FG og SÍ, leikskólafélögin tvö, FL og FSL, og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum hafa verið án samnings síðan 31. maí síðastliðinn. MR er annar framhaldsskólinn sem boðar til verkfalls en Fjölbrautaskóli Suðurlands samþykkti verkfallsboðun í síðustu viku. Atkvæðagreiðsla hófst í MR klukkan 11 í fyrradag og lauk klukkan 11 í dag. Kjörsókn var 93 prósent, já sagði 81 prósent. Þar með hafa félagsmenn Kennarasambandsins í tíu skólum samþykkt verkfallsaðgerðir í lok mánaðar og byrjun næsta mánaðar. Kærðu verkföllin til Félagsdóms Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynnti í gær að þau væru búin að stefna Kennarasambandinu fyrir Félagsdóm vegna yfirvofandi verkfalla. Sambandið telur boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð liggi fyrir í kjaradeilunni. Formaður Kennarasambandsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær það engin áhrif hafa á boðið verkföll. „Það að menn velji að fara þessa leið, að skoða einhvers konar formgallakæru, hefur ekki áhrif á verkföllin. Það sem hefur áhrif á þau er hvernig okkur mun ganga í húsakynnum ríkissáttasemjara næstu daga að leysa úr því verkefni að gera kjarasamning fyrir íslenska kennara,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tímabundin og ótímabundin verkföll Boðuð eru tímabundin verkföll í tveimur framhaldsskólum, í FSu, frá 29. október til 20. desember og í MR, frá 11. nóvember til 20. desember og í Tónlistarskóla Ísafjarðar, frá 29. október til 20. desember. Þá eru einnig boðuð tímabundin verkföll í þremur grunnskólum, Áslandsskóla, Laugalækjarskóla og Lundarskóla, frá 29. október til 22. nóvember. Boðuð eru ótímabundin verkföll í fjórum leikskólum frá 29. október. Þetta eru Leikskóli Seltjarnarness, Holt í Reykjanesbæ, Drafnarsteinn í Reykjavík og Ársalir á Sauðárkróki. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir „Kennarar eru ekki eyland í kjarabaráttunni“ Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hjá SA segir að viðbótarhækkanir til kennarastéttarinnar geti raskað kjarasátt í landinu. Kennarar séu ekki eyland, fleiri hópar eigi eftir að klára sína samninga. Þá segir hann að samanburður einkageirans og hins opinbera sé snúinn því margir kostnaðarliðir, umfram laun, hvíli á herðum opinberra vinnuveitenda. 17. október 2024 12:02 Kjarasamningar opinberra starfsmanna megi ekki raska kjarasátt „Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum.“ 17. október 2024 06:53 Stefna kennurum fyrir félagsdóm Samband íslenskra sveitarfélaga hefur stefnt Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdóm. Sambandið telur boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð liggi fyrir í kjaradeilunni. 16. október 2024 12:21 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
„Kennarar eru ekki eyland í kjarabaráttunni“ Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hjá SA segir að viðbótarhækkanir til kennarastéttarinnar geti raskað kjarasátt í landinu. Kennarar séu ekki eyland, fleiri hópar eigi eftir að klára sína samninga. Þá segir hann að samanburður einkageirans og hins opinbera sé snúinn því margir kostnaðarliðir, umfram laun, hvíli á herðum opinberra vinnuveitenda. 17. október 2024 12:02
Kjarasamningar opinberra starfsmanna megi ekki raska kjarasátt „Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum.“ 17. október 2024 06:53
Stefna kennurum fyrir félagsdóm Samband íslenskra sveitarfélaga hefur stefnt Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdóm. Sambandið telur boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð liggi fyrir í kjaradeilunni. 16. október 2024 12:21