„Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. október 2024 22:52 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, lét gamminn geysa. vísir / anton brink Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hafði helling að segja um DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, eftir 113-84 tap í Smáranum í kvöld. „Við vorum bara flatir og ósamstilltir. Náðum aldrei að kveikja neinn neista. Ég hafði engin svör og við sem heild vorum bara ekki með þetta í dag,“ sagði hann snöggt um leikinn áður en talið færðist að atvikum kvöldsins utan vallar. Kominn tími á að taka á Kane DeAndre Kane og Courvoisier McCauley lentu í áflogum í hálfleik, sem áttu sér aðdraganda í fyrri hálfleik og drógu dilk á eftir sér allan seinni hálfleikinn. „Ég sé þetta ekki, talað um að Kane komi labbandi yfir, þið skoðið þetta bara á myndbandi. En ég ætla að biðja sambandið og aganefnd að taka á þessu, það er mjög óeðlilegt þegar annað liðið er bara að hita upp að einhver leikmaður fari að búa til læti. Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja, maðurinn er búinn að vera í eitt og hálft í ár í einhverju djöfulsins bulli sem tengist ekkert körfubolta,“ sagði Viðar um Kane. „Það þarf bara að taka á þessu. Þetta er ekki eini leikurinn og þetta er ekki eina atvikið. Sumir segja að þetta sé gaman en þetta er bara asnalegt að kóa með þessu, taka á þessu og spila körfubolta.“ Devon Thomas óviðráðanlegur Viðar færði talið þá að leiknum sjálfum og sagði Grindavík hafa átt sigurinn skilið. „Við vorum slakir í dag, þeir voru góðir. Devon Thomas var geggjaður, stjórnaði öllu og var frábær. Við réðum ekkert við hann, ég hafði engin svör og ekki neitt. Þess vegna dóminera þeir þennan leik, við áttum ekki séns.“ Tókust ekki í hendur Eftir leik tóku leikmenn Hattar ekki í hendur leikmanna Grindavíkur. „Nei, nei, nei,“ greip Viðar fram í þegar undirritaður sagði að þeir hafi neitað því að takast í hendur. „Ég segi við mína menn, af því ég nenni ekki kjaftæði og rugli, að labba inn í klefa. Þeir neita því ekki, þeir voru hikandi yfir þessu en ég tók þessa ákvörðun. Þetta var ekki vanvirðing við Grindavík, við viljum bara ekki að menn fari í bann útaf einhverju bulli, mönnum var heitt í hamsi og mínir menn svekktir. Hinir, eða ekki hinir það er bara einn, sem er eins og trúður hérna. Ég vildi bara losna við það. Ég var búinn að tilkynna dómurum það og þeir töldu það skynsamlegt, þannig ekki ásaka mína menn um að ætla að neita að taka í höndina, það er lélegt hjá þér.“ Dauðvorkennir formanni Grindavíkur Að lokum var Viðar spurður út í atvik sem átti sér stað rétt áður en viðtalið hófst. Hann stóð þá í miklu rifrildi við Ingiberg Þ. Jónasson, formann körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Ekki heyrðist greinilega hvað fór þeirra á milli en Viðar þurfti á endanum að rífa sig lausan frá Ingibergi og segja honum að fara svo viðtalið gæti hafist. „Ég vorkenni honum bara. Að þurfa að vera með þetta í höndunum, erfitt fyrir þá að vera ekki að taka á þessu, það er bara kóað með þessu sem Kane er með í gangi. Ég tjáði mig um það og hann [Ingibergur] er kannski ekki sammála en það eru bara mín augu. Ingibergur er ágætis kunningi minn og ég var ekkert að rífast við hann, við erum bara ekki sammála og ég var að segja honum að ég dauðvorkenni honum að vera í þessari stöðu.“ Ekki heitt í hamsi, bara svekktur með frammistöðuna „Mér er ekkert heitt í hamsi, þú hefur greinilega ekki tekið viðtal við mig þegar ég er reiður. Ég er bara svekktur með frammistöðuna, hún var ekki nógu góð. Við ætlum bara að hlaða batteríin og vera klárir í Njarðvík á fimmtudaginn,“ sagði Viðar að lokum. Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira
„Við vorum bara flatir og ósamstilltir. Náðum aldrei að kveikja neinn neista. Ég hafði engin svör og við sem heild vorum bara ekki með þetta í dag,“ sagði hann snöggt um leikinn áður en talið færðist að atvikum kvöldsins utan vallar. Kominn tími á að taka á Kane DeAndre Kane og Courvoisier McCauley lentu í áflogum í hálfleik, sem áttu sér aðdraganda í fyrri hálfleik og drógu dilk á eftir sér allan seinni hálfleikinn. „Ég sé þetta ekki, talað um að Kane komi labbandi yfir, þið skoðið þetta bara á myndbandi. En ég ætla að biðja sambandið og aganefnd að taka á þessu, það er mjög óeðlilegt þegar annað liðið er bara að hita upp að einhver leikmaður fari að búa til læti. Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja, maðurinn er búinn að vera í eitt og hálft í ár í einhverju djöfulsins bulli sem tengist ekkert körfubolta,“ sagði Viðar um Kane. „Það þarf bara að taka á þessu. Þetta er ekki eini leikurinn og þetta er ekki eina atvikið. Sumir segja að þetta sé gaman en þetta er bara asnalegt að kóa með þessu, taka á þessu og spila körfubolta.“ Devon Thomas óviðráðanlegur Viðar færði talið þá að leiknum sjálfum og sagði Grindavík hafa átt sigurinn skilið. „Við vorum slakir í dag, þeir voru góðir. Devon Thomas var geggjaður, stjórnaði öllu og var frábær. Við réðum ekkert við hann, ég hafði engin svör og ekki neitt. Þess vegna dóminera þeir þennan leik, við áttum ekki séns.“ Tókust ekki í hendur Eftir leik tóku leikmenn Hattar ekki í hendur leikmanna Grindavíkur. „Nei, nei, nei,“ greip Viðar fram í þegar undirritaður sagði að þeir hafi neitað því að takast í hendur. „Ég segi við mína menn, af því ég nenni ekki kjaftæði og rugli, að labba inn í klefa. Þeir neita því ekki, þeir voru hikandi yfir þessu en ég tók þessa ákvörðun. Þetta var ekki vanvirðing við Grindavík, við viljum bara ekki að menn fari í bann útaf einhverju bulli, mönnum var heitt í hamsi og mínir menn svekktir. Hinir, eða ekki hinir það er bara einn, sem er eins og trúður hérna. Ég vildi bara losna við það. Ég var búinn að tilkynna dómurum það og þeir töldu það skynsamlegt, þannig ekki ásaka mína menn um að ætla að neita að taka í höndina, það er lélegt hjá þér.“ Dauðvorkennir formanni Grindavíkur Að lokum var Viðar spurður út í atvik sem átti sér stað rétt áður en viðtalið hófst. Hann stóð þá í miklu rifrildi við Ingiberg Þ. Jónasson, formann körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Ekki heyrðist greinilega hvað fór þeirra á milli en Viðar þurfti á endanum að rífa sig lausan frá Ingibergi og segja honum að fara svo viðtalið gæti hafist. „Ég vorkenni honum bara. Að þurfa að vera með þetta í höndunum, erfitt fyrir þá að vera ekki að taka á þessu, það er bara kóað með þessu sem Kane er með í gangi. Ég tjáði mig um það og hann [Ingibergur] er kannski ekki sammála en það eru bara mín augu. Ingibergur er ágætis kunningi minn og ég var ekkert að rífast við hann, við erum bara ekki sammála og ég var að segja honum að ég dauðvorkenni honum að vera í þessari stöðu.“ Ekki heitt í hamsi, bara svekktur með frammistöðuna „Mér er ekkert heitt í hamsi, þú hefur greinilega ekki tekið viðtal við mig þegar ég er reiður. Ég er bara svekktur með frammistöðuna, hún var ekki nógu góð. Við ætlum bara að hlaða batteríin og vera klárir í Njarðvík á fimmtudaginn,“ sagði Viðar að lokum.
Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira