„Það þarf að nýta auðlindir landsins, það er alveg ljóst“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. október 2024 23:54 Halla Hrund mun að öllum líkindum verma fyrsta sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir fráfarandi orkumálastjóri og verðandi oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi segir alveg ljóst að nýta þurfi auðlindir landsins, en nýtingin þurfi að vera ábyrg. Hún segir að Framsókn sé samvinnuflokkur sem geti unnið þvert á pólitíska hagsmuni. „Það er alveg ljóst að það þarf að vera mikil sókn framundan hjá Framsókn,“ svaraði Halla Hrund, þegar spurt var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvort stefna Framsóknar í orkumálum yrði nú varkárari en verið hefur. „En varðandi auðlindamálin þá eru þau sannarlega eitt af mínum lykilerindum, en það hefur samt verið þannig að á þeim tíma sem ég hef verið orkumálastjóri hefur bæði verið mikil sókn í jarðhitanum, og ég hef veitt leyfi fyrir fleiri megavöttum á síðustu þremur árum en var gert tíu árin á undan, þannig það er nú gömul mýta að þetta þýði varkárni í virkjunum,“ segir hún. Auðvitað muni flokkurinn þó tala fyrir ábyrgri auðlindanýtingu sem skili sér til samfélagsins. Hún segir að hennar meginerindi séu að passa upp á að við séum að fá sem mestan ábata fyrir samfélagið okkar úr ólíkum auðlindum. „Ég hef líka stórt og mikið landsbyggðarhjarta og það gleður mig mjög að fá að leiða Suðurkjördæmi, sem er ótrúlega fjölbreytt og spennandi kjördæmi sem á gríðarlega mikið inni,“ segir Halla. Þá segir hún að húsnæðismálin séu orðin þannig að venjulegt fólk sé að keppa við fagfjárfesta á opnum húsum. „Þetta er eitthvað sem er grundvallarskynsemismál að leysa og eitthvað sem ég mun beita mér fyrir,“ segir Halla Hrund. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Orkumál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
„Það er alveg ljóst að það þarf að vera mikil sókn framundan hjá Framsókn,“ svaraði Halla Hrund, þegar spurt var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvort stefna Framsóknar í orkumálum yrði nú varkárari en verið hefur. „En varðandi auðlindamálin þá eru þau sannarlega eitt af mínum lykilerindum, en það hefur samt verið þannig að á þeim tíma sem ég hef verið orkumálastjóri hefur bæði verið mikil sókn í jarðhitanum, og ég hef veitt leyfi fyrir fleiri megavöttum á síðustu þremur árum en var gert tíu árin á undan, þannig það er nú gömul mýta að þetta þýði varkárni í virkjunum,“ segir hún. Auðvitað muni flokkurinn þó tala fyrir ábyrgri auðlindanýtingu sem skili sér til samfélagsins. Hún segir að hennar meginerindi séu að passa upp á að við séum að fá sem mestan ábata fyrir samfélagið okkar úr ólíkum auðlindum. „Ég hef líka stórt og mikið landsbyggðarhjarta og það gleður mig mjög að fá að leiða Suðurkjördæmi, sem er ótrúlega fjölbreytt og spennandi kjördæmi sem á gríðarlega mikið inni,“ segir Halla. Þá segir hún að húsnæðismálin séu orðin þannig að venjulegt fólk sé að keppa við fagfjárfesta á opnum húsum. „Þetta er eitthvað sem er grundvallarskynsemismál að leysa og eitthvað sem ég mun beita mér fyrir,“ segir Halla Hrund.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Orkumál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum