„Það varð algjör sprenging“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2024 21:32 Nú er hægt að sækja vegabréf í Hagkaup, Skeifunni. Vísir/Sigurjón Yfirgnæfandi meirihluti umsækjenda um ný skilríki hafa óskað eftir að sækja þau í Hagkaup í Skeifunni eftir að opnað var á þann möguleika í gær. Kostnaður Þjóðskrár vegna þjónustusamnings við verslunina nemur kostnaði við eitt stöðugildi og þurfti verkefnið ekki að fara í útboð. Einhverjir töldu að um væri að ræða síðbúið aprílgabb þegar greint var frá því í gær að sækja vegabréf og nafnskírteini í verslun Hagkaupa í Skeifunni. Svo er hins vegar ekki og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa en síðan í gær hafa langflestir sem sótt hafa um nýtt vegabréf óskað eftir að sækja skilríki sín þangað að sögn Júlíu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Þjóðskrá. „Það varð algjör sprenging. Korter í tólf í gær opnaði á þennan möguleika hjá sýslumanni og 68 prósent allra þeirra sem sóttu um skilríki í gær völdu að sækja hér. Þannig að hér erum við í dag, fyrsta daginn, með fimmtíu skilríki og 78% þeirra sem hafa sótt um í dag hafa kosið að sækja hingað,“ segir Júlía, en það voru nýjustu tölur sem lágu fyrir þegar fréttastofa hitti á hana í Skeifunni síðdegis í dag. Hún segir hugmyndina fyrst og fremst að auka þjónustu við viðskiptavini stofnunarinnar. Meðal þess sem lá til grundvallar áður en hugmyndin var borin undir Hagkaup var staðsetning miðsvæðis og rúmur opnunartími sem auðveldi fólki að nálgast skilríki og komi í veg fyrir flöskuhálsa í móttöku Þjóðskrár. Júlía Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Þjóðskrá, er himinlifandi með hvernig tilraunaverkefnið hefur farið af stað.Vísir/Sigurjón „Þetta er tilraunaverkefni, það má aldrei gleymast. Og þjónustusamningurinn við Hagkaup er til sex mánaða. Það er enginn auka kostnaður fyrir einstaklinga og við gerðum bara ráð fyrir þessu í okkar áætlunum. Þetta er í rauninni bara eitt stöðugildi sirka en það í rauninni telur ekki af því að þegar að hætta hjá okkur sökum aldurs þá höfum við ekki verið að ráða í staðinn. Hjá Þjóðskrá er starfað eftir straumlínustjórnun og erum í stöðugum umbótum og þetta er bara partur af því,“ segir Júlía. Hún vill ekki svara því til hvað þjónustusamningurinn hljóðar upp á í krónum talið. „Það er bara okkar í milli en það er sirka stöðugildi,“ segir Júlía. „Þetta er innan útboðsskyldra upphæða. Þetta eru það lágar upphæðir. En svo að sjálfsögðu ef þetta verður lengra þá fer þetta í útboð, það er algjört skilyrði.“ Stjórnsýsla Verslun Vegabréf Reykjavík Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Einhverjir töldu að um væri að ræða síðbúið aprílgabb þegar greint var frá því í gær að sækja vegabréf og nafnskírteini í verslun Hagkaupa í Skeifunni. Svo er hins vegar ekki og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa en síðan í gær hafa langflestir sem sótt hafa um nýtt vegabréf óskað eftir að sækja skilríki sín þangað að sögn Júlíu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Þjóðskrá. „Það varð algjör sprenging. Korter í tólf í gær opnaði á þennan möguleika hjá sýslumanni og 68 prósent allra þeirra sem sóttu um skilríki í gær völdu að sækja hér. Þannig að hér erum við í dag, fyrsta daginn, með fimmtíu skilríki og 78% þeirra sem hafa sótt um í dag hafa kosið að sækja hingað,“ segir Júlía, en það voru nýjustu tölur sem lágu fyrir þegar fréttastofa hitti á hana í Skeifunni síðdegis í dag. Hún segir hugmyndina fyrst og fremst að auka þjónustu við viðskiptavini stofnunarinnar. Meðal þess sem lá til grundvallar áður en hugmyndin var borin undir Hagkaup var staðsetning miðsvæðis og rúmur opnunartími sem auðveldi fólki að nálgast skilríki og komi í veg fyrir flöskuhálsa í móttöku Þjóðskrár. Júlía Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Þjóðskrá, er himinlifandi með hvernig tilraunaverkefnið hefur farið af stað.Vísir/Sigurjón „Þetta er tilraunaverkefni, það má aldrei gleymast. Og þjónustusamningurinn við Hagkaup er til sex mánaða. Það er enginn auka kostnaður fyrir einstaklinga og við gerðum bara ráð fyrir þessu í okkar áætlunum. Þetta er í rauninni bara eitt stöðugildi sirka en það í rauninni telur ekki af því að þegar að hætta hjá okkur sökum aldurs þá höfum við ekki verið að ráða í staðinn. Hjá Þjóðskrá er starfað eftir straumlínustjórnun og erum í stöðugum umbótum og þetta er bara partur af því,“ segir Júlía. Hún vill ekki svara því til hvað þjónustusamningurinn hljóðar upp á í krónum talið. „Það er bara okkar í milli en það er sirka stöðugildi,“ segir Júlía. „Þetta er innan útboðsskyldra upphæða. Þetta eru það lágar upphæðir. En svo að sjálfsögðu ef þetta verður lengra þá fer þetta í útboð, það er algjört skilyrði.“
Stjórnsýsla Verslun Vegabréf Reykjavík Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira