Menn geti komist upp með morð með því að berjast í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. október 2024 10:58 Ólympíugullhafinn Andrey Perlov hefur neitað að berjast í Úkraínu og verið refsað fyrir. Dómsyfirvöld í Novosibirsk Einstaklingum sem eru handteknir í Rússlandi býðst nú að berjast í Úkraínu gegn því að mál þeirra séu sett á bið og líklega felld niður. Samkvæmt BBC virðist langt gengið í að þvinga menn til að ganga að samkomulaginu. Andrey Perlov er einn af þessum mönnum en hann er þekktur fyrir að hafa unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum 1992. Perlov var handtekinn í mars og ákærður fyrir að hafa stolið milljónum frá knattspyrnufélagi í Novosibirsk, þar sem hann var framkvæmdastjóri. Perlov neitar sök en að sögn fjölskyldu hans sætir hann nú þrýstingi frá yfirvöldum um að fara og berjast í Úkraínu gegn því að málið verði sett á bið og mögulega fellt niður þegar stríðinu lýkur. Samkvæmt umfjöllun BBC hafa menn neitað að ganga að ofangreindu tilboði, af ýmsum ástæðum. Sumir eru á móti stríðinu og aðrir óttast að deyja á vígvellinum, eins og Yaroslav Lipavsky, sem gekk í herinn þegar hann var 18 ára til að freista þess að komast undan því að verða dæmdur glæpamaður. Yaroslav, sem átti von á barni á þessum tíma, var sendur beint til Úkraínu og lést viku seinna. Alina Perlov, dóttir Andrey Perlov, segir að föður sínum hafi verið refsað fyrir að neita og fara með málið í fjölmiðla. Hann hafi verið færður í strangara úrræði og enn þrýst á hann að skrifa undir að berjast í Úkraínu. Þegar hann hafi enn neitað hafi honum verið meinað að ræða við fjölskyldu sína. Lögum samkvæmt er nú bæði saksóknurum og lögmönnum skylt að upplýsa menn sem hafa verið handteknir um þann möguleika að fara til Úkraínu til að berjast gegn því að fá mál sitt á bið. Rússar hafa hins vegar verið að notast við fanga á vígvellinum frá því að Wagner-málaliðasamtökin hófu að safna liði í fangelsum landsins. Samtökin eru talin hafa teflt fram um það bil 50 þúsund föngum á vígvellinum og að um 17 þúsund hafi látist í bardögum um Bakhmut á einu ári. Olga Romanova, framkvæmdastjóri Russia Behind Bars, segir þróunina mikið áhyggjuefni en lögin þýði í raun að maður getur framið morð og sloppið við gæsluvarðhald og réttarhöld með því að bjóðas til að fara til Úkraínu. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mannréttindi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Andrey Perlov er einn af þessum mönnum en hann er þekktur fyrir að hafa unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum 1992. Perlov var handtekinn í mars og ákærður fyrir að hafa stolið milljónum frá knattspyrnufélagi í Novosibirsk, þar sem hann var framkvæmdastjóri. Perlov neitar sök en að sögn fjölskyldu hans sætir hann nú þrýstingi frá yfirvöldum um að fara og berjast í Úkraínu gegn því að málið verði sett á bið og mögulega fellt niður þegar stríðinu lýkur. Samkvæmt umfjöllun BBC hafa menn neitað að ganga að ofangreindu tilboði, af ýmsum ástæðum. Sumir eru á móti stríðinu og aðrir óttast að deyja á vígvellinum, eins og Yaroslav Lipavsky, sem gekk í herinn þegar hann var 18 ára til að freista þess að komast undan því að verða dæmdur glæpamaður. Yaroslav, sem átti von á barni á þessum tíma, var sendur beint til Úkraínu og lést viku seinna. Alina Perlov, dóttir Andrey Perlov, segir að föður sínum hafi verið refsað fyrir að neita og fara með málið í fjölmiðla. Hann hafi verið færður í strangara úrræði og enn þrýst á hann að skrifa undir að berjast í Úkraínu. Þegar hann hafi enn neitað hafi honum verið meinað að ræða við fjölskyldu sína. Lögum samkvæmt er nú bæði saksóknurum og lögmönnum skylt að upplýsa menn sem hafa verið handteknir um þann möguleika að fara til Úkraínu til að berjast gegn því að fá mál sitt á bið. Rússar hafa hins vegar verið að notast við fanga á vígvellinum frá því að Wagner-málaliðasamtökin hófu að safna liði í fangelsum landsins. Samtökin eru talin hafa teflt fram um það bil 50 þúsund föngum á vígvellinum og að um 17 þúsund hafi látist í bardögum um Bakhmut á einu ári. Olga Romanova, framkvæmdastjóri Russia Behind Bars, segir þróunina mikið áhyggjuefni en lögin þýði í raun að maður getur framið morð og sloppið við gæsluvarðhald og réttarhöld með því að bjóðas til að fara til Úkraínu. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mannréttindi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira