Tíu börn með einkenni E.Coli-sýkingar Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2024 09:09 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að E.Coli-smit sé staðfest hjá tveimur barnanna og í tilfellum annarra sé málið í vinnslu. Vísir/Arnar Tíu börn á leikskólanum Mánagarði höfðu í gærkvöldi leitað á sjúkrahús með einkenni E.Coli-sýkingar. Fjögur eru nú inniliggjandi til eftirlits og fjögur til viðbótar höfðu leitað á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta staðfestir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Hún segir að sérstakur stýrihópur muni koma saman í dag til að kanna málið og taka ákvarðanir í framhaldinu. „Þetta getur verið alvarleg sýking og við vitum um þónokkur börn sem eru með einkenni. Það er því verið að fylgjast vel með þessu og kafa dýpra í málið.“ Mánagarður er leikskóli rekinn af Félagsstofnun stúdenta við Eggertsgötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Mikilvægt að fylgjast með Guðrún segir að E.Coli-smit sé staðfest hjá tveimur barnanna og í tilfellum annarra sé málið í vinnslu. „Það sem þarf að hafa í huga, þeir sem hafa verið í kringum þetta, það er að fylgjast vel með börnunum sínum. Ef þau hafa einhver einkenni, sérstaklega uppköst, niðurgang sem er algengast, kviðverkir, hiti, þá þarf að leita til heilbrigðisþjónstunnar. Ef það eru klár einkenni, þá á að fara á Barnaspítalann. Það er líka hægt að hringja í heilsugæsluna þar sem hægt er að fá ráðgjöf.“ Yfirlett matartengt Guðrún segir að um sé að ræða bakteríu sem geti valdið alvarlegri meltingarsýkingu. „Oft gengur þetta yfir að sjálfu sér. Það á ekki að nota nein sýklalyf gegn þessu. Þetta er matartengd sýking yfirleitt. Þetta er svokölluð súna, þannig að þessi baktería kemur upprunalega frá dýrum. Getur komið beint frá dýrum en oftast er þetta matartengt. Þetta getur líka verið í vatni, en er helst í nautakjöti, salati. Þetta er því spurning um hreinlæti og meðhöndlun matar.“ Hægt er að lesa um E.Coli-bakteríu og meðhöndlun á vef embættis landlæknis og Matvælastofnunar. Leikskólar Reykjavík Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit E. coli-sýking á Mánagarði Tengdar fréttir Segist ekki geta tjáð sig um innlagnir vegna E. coli sýkingar „Við erum rétt mætt og að fara yfir stöðuna,“ segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánagarðs, sem var lokað í gær vegna alvarlegrar E. coli sýkingar. 23. október 2024 07:58 Leikskóla lokað vegna E.coli sýkingar Leikskólanum Mánagarði í Reykjavík hefur verið lokað samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis vegna alvarlegrar E.coli sýkingar. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. október 2024 00:03 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Þetta staðfestir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Hún segir að sérstakur stýrihópur muni koma saman í dag til að kanna málið og taka ákvarðanir í framhaldinu. „Þetta getur verið alvarleg sýking og við vitum um þónokkur börn sem eru með einkenni. Það er því verið að fylgjast vel með þessu og kafa dýpra í málið.“ Mánagarður er leikskóli rekinn af Félagsstofnun stúdenta við Eggertsgötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Mikilvægt að fylgjast með Guðrún segir að E.Coli-smit sé staðfest hjá tveimur barnanna og í tilfellum annarra sé málið í vinnslu. „Það sem þarf að hafa í huga, þeir sem hafa verið í kringum þetta, það er að fylgjast vel með börnunum sínum. Ef þau hafa einhver einkenni, sérstaklega uppköst, niðurgang sem er algengast, kviðverkir, hiti, þá þarf að leita til heilbrigðisþjónstunnar. Ef það eru klár einkenni, þá á að fara á Barnaspítalann. Það er líka hægt að hringja í heilsugæsluna þar sem hægt er að fá ráðgjöf.“ Yfirlett matartengt Guðrún segir að um sé að ræða bakteríu sem geti valdið alvarlegri meltingarsýkingu. „Oft gengur þetta yfir að sjálfu sér. Það á ekki að nota nein sýklalyf gegn þessu. Þetta er matartengd sýking yfirleitt. Þetta er svokölluð súna, þannig að þessi baktería kemur upprunalega frá dýrum. Getur komið beint frá dýrum en oftast er þetta matartengt. Þetta getur líka verið í vatni, en er helst í nautakjöti, salati. Þetta er því spurning um hreinlæti og meðhöndlun matar.“ Hægt er að lesa um E.Coli-bakteríu og meðhöndlun á vef embættis landlæknis og Matvælastofnunar.
Leikskólar Reykjavík Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit E. coli-sýking á Mánagarði Tengdar fréttir Segist ekki geta tjáð sig um innlagnir vegna E. coli sýkingar „Við erum rétt mætt og að fara yfir stöðuna,“ segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánagarðs, sem var lokað í gær vegna alvarlegrar E. coli sýkingar. 23. október 2024 07:58 Leikskóla lokað vegna E.coli sýkingar Leikskólanum Mánagarði í Reykjavík hefur verið lokað samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis vegna alvarlegrar E.coli sýkingar. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. október 2024 00:03 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Segist ekki geta tjáð sig um innlagnir vegna E. coli sýkingar „Við erum rétt mætt og að fara yfir stöðuna,“ segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánagarðs, sem var lokað í gær vegna alvarlegrar E. coli sýkingar. 23. október 2024 07:58
Leikskóla lokað vegna E.coli sýkingar Leikskólanum Mánagarði í Reykjavík hefur verið lokað samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis vegna alvarlegrar E.coli sýkingar. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. október 2024 00:03