Ómissandi fjársjóður! Jasmina Vajzović Crnac skrifar 24. október 2024 07:16 Ómissandi fjársjóður! Kvenréttindadagurinn mikli er í dag og tilvalið að ræða stöðu innflytjendakvenna, kvenna af erlendum uppruna. Konur af erlendum uppruna í atvinnulífinu á Íslandi eiga betra skilið. Þær eru mikilvægur hluti af íslenskum vinnumarkaði. Þær koma frá fjölbreyttum menningarheimum og hafa mismunandi bakgrunn, en eiga það sameiginlegt að hafa flutt til Íslands í leit að betri tækifærum og lífsgæðum. Þrátt fyrir að margar konur af erlendum uppruna hafi náð að skapa sér gott líf á Íslandi, standa þær frammi fyrir ýmsum áskorunum á vinnumarkaði, ekki síst hindrunum sem eru margar. Tungumálahindranir eru oft stór áskorun sem getur haft áhrif á aðgengi að störfum og starfsþróun. Margar konur af erlendum uppruna eru yfirmenntaðar fyrir þau störf sem þær taka að sér, sem getur haft áhrif á sjálfsmynd þeirra og starfsánægju. Konur af erlendum uppruna vinna lengri vinnudag en innfæddar konur og eru oft á miklu lægri launum en aðrar konur. Atvinnumöguleikar kvenna af erlendum uppruna eru oft takmarkaðir við láglaunastörf í þjónustugeiranum, svo sem í hreingerningu, umönnun og veitingarekstri. Þetta getur leitt til þess að þær upplifi minni starfsöryggi og minni möguleika á starfsþróun. Þó hafa sumar konur af erlendum uppruna náð að brjótast út úr þessum ramma og skapa sér farsælan starfsferil í ýmsum greinum, en það er dropi í hafi og alls ekki nóg. Félagslegur stuðningur og tengslanet eru mikilvæg fyrir konur af erlendum uppruna til að ná árangri á vinnumarkaði. Með auknum stuðningi og betra aðgengi að endurmenntun og starfsþjálfun geta þessar konur nýtt hæfileika sína til fulls og lagt enn meira af mörkum til íslensks samfélags. Við þurfum líka að veita þeim tækifæri til að byggja upp tengslanet hér á landi. Konur af erlendum uppruna á Íslandi eru ómissandi hluti af vinnumarkaðinum. Þær hafa náð að leggja mikið af mörkum til samfélagsins. Við gætum ekki rekið ákveðna þjónustu ef það væri ekki fyrir þær. Með aukinni vitund og stuðningi getur samfélagið hjálpað þessum konum að blómstra og nýta hæfileika sína til fulls. Kerfi, samfélag, fyrirtæki og sumt fólk gefa stöðugt þau skilaboð að konur af erlendum uppruna séu ekki nóg. Þær séu ekki nógu góðar fyrir hin og þessi störf. Staðreyndin er aftur á móti sú að þær eru of hæfar, of klárar og of góðar fyrir íslenskt samfélag. Þetta er mannauður sem er vannýttur. Fjársjóður sem er ekki farið vel með. Til hamingju með kvenréttindadaginn, kæru konur! Höfundur er kona og innflytjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ómissandi fjársjóður! Kvenréttindadagurinn mikli er í dag og tilvalið að ræða stöðu innflytjendakvenna, kvenna af erlendum uppruna. Konur af erlendum uppruna í atvinnulífinu á Íslandi eiga betra skilið. Þær eru mikilvægur hluti af íslenskum vinnumarkaði. Þær koma frá fjölbreyttum menningarheimum og hafa mismunandi bakgrunn, en eiga það sameiginlegt að hafa flutt til Íslands í leit að betri tækifærum og lífsgæðum. Þrátt fyrir að margar konur af erlendum uppruna hafi náð að skapa sér gott líf á Íslandi, standa þær frammi fyrir ýmsum áskorunum á vinnumarkaði, ekki síst hindrunum sem eru margar. Tungumálahindranir eru oft stór áskorun sem getur haft áhrif á aðgengi að störfum og starfsþróun. Margar konur af erlendum uppruna eru yfirmenntaðar fyrir þau störf sem þær taka að sér, sem getur haft áhrif á sjálfsmynd þeirra og starfsánægju. Konur af erlendum uppruna vinna lengri vinnudag en innfæddar konur og eru oft á miklu lægri launum en aðrar konur. Atvinnumöguleikar kvenna af erlendum uppruna eru oft takmarkaðir við láglaunastörf í þjónustugeiranum, svo sem í hreingerningu, umönnun og veitingarekstri. Þetta getur leitt til þess að þær upplifi minni starfsöryggi og minni möguleika á starfsþróun. Þó hafa sumar konur af erlendum uppruna náð að brjótast út úr þessum ramma og skapa sér farsælan starfsferil í ýmsum greinum, en það er dropi í hafi og alls ekki nóg. Félagslegur stuðningur og tengslanet eru mikilvæg fyrir konur af erlendum uppruna til að ná árangri á vinnumarkaði. Með auknum stuðningi og betra aðgengi að endurmenntun og starfsþjálfun geta þessar konur nýtt hæfileika sína til fulls og lagt enn meira af mörkum til íslensks samfélags. Við þurfum líka að veita þeim tækifæri til að byggja upp tengslanet hér á landi. Konur af erlendum uppruna á Íslandi eru ómissandi hluti af vinnumarkaðinum. Þær hafa náð að leggja mikið af mörkum til samfélagsins. Við gætum ekki rekið ákveðna þjónustu ef það væri ekki fyrir þær. Með aukinni vitund og stuðningi getur samfélagið hjálpað þessum konum að blómstra og nýta hæfileika sína til fulls. Kerfi, samfélag, fyrirtæki og sumt fólk gefa stöðugt þau skilaboð að konur af erlendum uppruna séu ekki nóg. Þær séu ekki nógu góðar fyrir hin og þessi störf. Staðreyndin er aftur á móti sú að þær eru of hæfar, of klárar og of góðar fyrir íslenskt samfélag. Þetta er mannauður sem er vannýttur. Fjársjóður sem er ekki farið vel með. Til hamingju með kvenréttindadaginn, kæru konur! Höfundur er kona og innflytjandi.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar