Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Bjarki Sigurðsson skrifar 24. október 2024 19:16 Soffía Emelía Bragadóttir er leikskólastjóri Mánagarðs. Vísir/Einar Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. Tuttugu og sjö börn af leikskólanum hafa greinst með e. coli og fjögur liggja inni á spítala vegna sýkingar. Tvö þeirra eru á gjörgæslu vegna alvarleika veikinda. Hin 23 börnin hafa verið send heim eru ekki með jafn alvarleg einkenni og eru undir eftirliti starfsmanna Landspítalans. Fyrsta smitið greindist á þriðjudag og að sögn sóttvarnalæknis eru allar líkur á að sýkingin komi úr mat sem börnin borðuðu. Rannsókn á upprunanum stendur yfir en tekur sinn tíma og óvíst hvort beri árangur. Meðal annars er til skoðunar hvort rekja megi sýkinguna til nautahakks sem börnin borðuðu fyrir helgi. Dæmi eru um að E. coli finnist í nautahakki. Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánagarðs, segir starfsmenn senda börnum og foreldrum þeirra kærar kveðjur. Starfsfólkið sé miður sín. „Við erum með alveg stórkostlegan foreldrahóp. Foreldrarnir hafa tekið þessu ótrúlega vel og sýnt þessu skilning. En að sjálfsögðu er fólk í áfalli, það gefur auga leið. Bæði starfsfólk og foreldrar. Og auðvitað er hugur allra hjá börnunum sem eru best veik uppi á barnaspítala,“ segir Soffía. Á leikskólanum eru rúmlega 120 börn.Vísir/Einar Leikskólinn verður sótthreinsaður á morgun frá toppi til táar. Soffía segir samstarf stjórnenda við heilbrigðisyfirvöld ganga afar vel. „Maður er í losti, maður er í adrenalínrússi. Bara að reyna að finna út úr þessu, finna hvað gerðist. Vinna með sóttvarnaryfirvöldum, heilbrigðiseftirliti, senda réttar upplýsingar til foreldra. Þetta er bara risa, risa, risa, risastórt verkefni,“ segir Soffía. Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira
Tuttugu og sjö börn af leikskólanum hafa greinst með e. coli og fjögur liggja inni á spítala vegna sýkingar. Tvö þeirra eru á gjörgæslu vegna alvarleika veikinda. Hin 23 börnin hafa verið send heim eru ekki með jafn alvarleg einkenni og eru undir eftirliti starfsmanna Landspítalans. Fyrsta smitið greindist á þriðjudag og að sögn sóttvarnalæknis eru allar líkur á að sýkingin komi úr mat sem börnin borðuðu. Rannsókn á upprunanum stendur yfir en tekur sinn tíma og óvíst hvort beri árangur. Meðal annars er til skoðunar hvort rekja megi sýkinguna til nautahakks sem börnin borðuðu fyrir helgi. Dæmi eru um að E. coli finnist í nautahakki. Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánagarðs, segir starfsmenn senda börnum og foreldrum þeirra kærar kveðjur. Starfsfólkið sé miður sín. „Við erum með alveg stórkostlegan foreldrahóp. Foreldrarnir hafa tekið þessu ótrúlega vel og sýnt þessu skilning. En að sjálfsögðu er fólk í áfalli, það gefur auga leið. Bæði starfsfólk og foreldrar. Og auðvitað er hugur allra hjá börnunum sem eru best veik uppi á barnaspítala,“ segir Soffía. Á leikskólanum eru rúmlega 120 börn.Vísir/Einar Leikskólinn verður sótthreinsaður á morgun frá toppi til táar. Soffía segir samstarf stjórnenda við heilbrigðisyfirvöld ganga afar vel. „Maður er í losti, maður er í adrenalínrússi. Bara að reyna að finna út úr þessu, finna hvað gerðist. Vinna með sóttvarnaryfirvöldum, heilbrigðiseftirliti, senda réttar upplýsingar til foreldra. Þetta er bara risa, risa, risa, risastórt verkefni,“ segir Soffía.
Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira