Hvatti kjósanda til að strika yfir nafn Dags Tómas Arnar Þorláksson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 26. október 2024 18:39 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Arnar „Þetta eru skilaboð frá mér til stuðningsmanns, einkaskilaboð. Ég er oft í samskiptum við fólk sem er hrifið af Samfylkingunni og hefur alls konar skoðanir. Þarna var um að ræða einstakling sem hafði skoðanir á Degi B. Eggertssyni.“ Þetta segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu um einkaskilaboð sem hún sendi stuðningsmanni sem hann birti síðan á íbúahópi Grafarvogs á Facebook í dag. Skjáskot af skilaboðunum hafa verið í dreifingu manna á milli. Kristrún segir Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra, vera aukaleikara í stóra verkefni Samfylkingarinnar. Hún hvetur mögulegan kjósanda Samfylkingarinnar sem er ósáttur við Dag sem borgarstjóra í Reykjavík til að strika yfir nafn hans í kjörklefanum. Dagur stýri ekki Samfylkingunni heldur hún. Kalli ekki á afsökunarbeiðni Kristrún segir í samtali við Vísi að það sé eðlilegt að fólk sem vilji kjósa Samfylkinguna hafi mismunandi skoðanir á einstaka frambjóðendum. „Það eru líka einstaklingar sem hafa skoðanir á öðrum frambjóðendum. Það er auðvitað til fólk sem vill kjósa Samfylkinguna og líst vel á þær breytingar sem við höfum verið að boða fyrir Ísland en líst kannski ekki jafn vel á alla okkar frambjóðendur og það er bara eins og gengur og gerist.“ Spurð hvort að skilaboðin kalli á það hún biðji Dag afsökunar svarar Kristrún því neitandi. „Hann ákvað sjálfur að koma inn í þessu hlutverki. Þetta sýnir mikla auðmýkt hjá honum. Hann er ekki aðalleikarinn í þessu, ekki frekar en ég. Hann er ekki að sækjast eftir því að vera fremsti maður á blaði, ekki frekar en langflestir okkar frambjóðendur. Það sem skiptir mestu er að við erum með sameinaðan flokk.“ „Liggur beinast við að strika hann út“ Í skilaboðunum byrjar Kristrún á því að þakka íbúanum úr Grafarvogi fyrir að hafa samband. „Ég er formaður flokksins og stýri málefnaáherslum með stjórn flokksins. Dagur verður óbreyttur þingmaður, ekki ráðherra, hann situr ekki í stjórn flokksins og mun ekki sitja í ríkisstjórn. Í stórum breiðum flokki sem S er og þarf að vera til að leiða raunverulegar breytingar veljast alltaf inn einhverjir einstaklingar sem kjósendur hafa skiptar skoðanir á. Þannig hefur lýðræðið alltaf virkað,“ segir Kristrún. „En ég skil vel sjónarmið fólks sem vill ekki hafa hann og ef þú býrð og kýst í Reykjavíkur norður þar sem ég er oddviti og hann er í öðru sæti þá liggur beinast við að strika hann út í kjörklefanum. Ég bið þig að líta á heildarmyndina, áherslurnar sem ég hef barist fyrir undanfarin ár í húsnæðis-, efnahags- og heilbrigðismálum. Auðlindamálum. Það eru áherslurnar sem munu einkenna S í ríkisstjórn, ekki hvað borgin hefur gert. Dagur stýrir ekki S, ég geri það. Hann þarf að fylgja forystunni.“ „Hann er aukaleikari, ekki aðal“ Samfylkingin sé í dauðafæri til að leiða raunverulegar breytingar á samfélaginu. „Við megum ekki láta einn mann útiloka það - hann er aukaleikari, ekki aðal, í þessu verkefni. Staða hans á listanum breytir engu um áherslur S og þýðir ekki að ég sé samþykk öllu sem borgin hefur gert.“ Gífurleg endurnýjun hafi orðið á listum Samfylkingarinnar heilt yfir. „Nú reynir á okkur í S að sýna og sanna hvar við stöndum og við séum traustsins verð á næstu vikum. Hvet þig til að fylgjast með og gefa þessu tækifæri.“ Þjóðin fyrst og fremst í aðalhlutverki Spurð hvort að það orki tvímælis að vísa til frambjóðanda í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður sem aukaleikara sem muni ekki gegna ráðherraembætti, segir Kristrún í samtali við fréttastofu: „Hann hefur bara sjálfur lagt þetta til. Hann sækist eftir öðru sæti á listanum og er einmitt að koma inn sem stuðningsmaður. Við erum með fjöldann allan af fólki í aukahlutverki. Það er þjóðin fyrst og fremst sem er í aðalhlutverkinu. Þetta er allt eitthvað sem hann hefur sjálfur sagt í fjölmiðlum og sýnir að hann kemur inn á nýjan vettvang af ákveðinni auðmýkt. Ég er viss um að hann muni vera öflugur þingmaður fyrir Reykvíkinga og landið allt.“ Er ekki sérstakt að formaður flokksins beinlínis hvetji kjósendur til að strika fólk út? „Ef fólki líst vel á Samfylkinguna en ekki tiltekin frambjóðenda í sínu kjördæmi þá getur fólk kosið Samfylkinguna en strikað út frambjóðanda. Þannig eru reglurnar í okkar lýðræðislegum kosningum og það gildir um alla frambjóðendur og getur allt eins gilt um mig eins og hvern annan.“ Hún segir lykilatriðið vera að Samfylkingin sigri í komandi kosningum til að komast í stöðu til að leiða breytingar í landinu. Hún tekur fram að skoðanir fólks á einstökum frambjóðendum megi ekki trufla það verkefni. Skilaboðin í heild sinni Skilaboð Kristrúnar til stuðningsmanns má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Sæll og blessaður Tryggvi og takk fyrir að hafa samband Ég er formaður flokksins og stýri málefnaáherslum með stjórn flokksins. Dagur verður óbreyttur þingmaður, ekki ráðherra, hann situr ekki í stjórn flokksins og mun ekki sitja í ríkisstjórn. Í stórum breiðum flokki sem S er og þarf að vera til að leiða raunverulegar breytingar veljast alltaf inn einhverjir einstaklingar sem kjósendur hafa skiptar skoðanir á. Þannig hefur lýðræðið alltaf virkað. En ég skil vel sjónarmið fólks sem vill ekki hafa hann og ef þú býrð og kýst í Reykjavíkur norður þar sem ég er oddviti og hann er í öðru sæti þá liggur beinast við að strika hann út í kjörklefanum. Ég bið þig að líta á heildarmyndina, áherslurnar sem ég hef barist fyrir undanfarin ár í húsnæðis-, efnahags- og heilbrigðismálum. Auðlindamálum. Það eru áherslurnar sem munu einkenna S í ríkisstjórn, ekki hvað borgin hefur gert. Dagur stýrir ekki S, ég geri það. Hann þarf að fylgja forystunni. Við erum í dauðafæri til að leiða raunverulegar breytingar á samfélaginu. Við megum ekki láta einn mann útiloka það - hann er aukaleikari, ekki aðal, í þessu verkefni. Staða hans á listanum breytir engu um áherslur S og þýðir ekki að ég sé samþykk öllu sem borgin hefur gert. Það hefur orðið gífurleg endurnýjun á listum S heilt yfir! Nú reynir á okkur í S að sýna og sanna hvar við stöndum og við séum traustsins verð á næstu vikum. Hvet þig til að fylgjast með og gefa þessu tækifæri. Áfram gakk! Kristrún Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Þetta segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu um einkaskilaboð sem hún sendi stuðningsmanni sem hann birti síðan á íbúahópi Grafarvogs á Facebook í dag. Skjáskot af skilaboðunum hafa verið í dreifingu manna á milli. Kristrún segir Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra, vera aukaleikara í stóra verkefni Samfylkingarinnar. Hún hvetur mögulegan kjósanda Samfylkingarinnar sem er ósáttur við Dag sem borgarstjóra í Reykjavík til að strika yfir nafn hans í kjörklefanum. Dagur stýri ekki Samfylkingunni heldur hún. Kalli ekki á afsökunarbeiðni Kristrún segir í samtali við Vísi að það sé eðlilegt að fólk sem vilji kjósa Samfylkinguna hafi mismunandi skoðanir á einstaka frambjóðendum. „Það eru líka einstaklingar sem hafa skoðanir á öðrum frambjóðendum. Það er auðvitað til fólk sem vill kjósa Samfylkinguna og líst vel á þær breytingar sem við höfum verið að boða fyrir Ísland en líst kannski ekki jafn vel á alla okkar frambjóðendur og það er bara eins og gengur og gerist.“ Spurð hvort að skilaboðin kalli á það hún biðji Dag afsökunar svarar Kristrún því neitandi. „Hann ákvað sjálfur að koma inn í þessu hlutverki. Þetta sýnir mikla auðmýkt hjá honum. Hann er ekki aðalleikarinn í þessu, ekki frekar en ég. Hann er ekki að sækjast eftir því að vera fremsti maður á blaði, ekki frekar en langflestir okkar frambjóðendur. Það sem skiptir mestu er að við erum með sameinaðan flokk.“ „Liggur beinast við að strika hann út“ Í skilaboðunum byrjar Kristrún á því að þakka íbúanum úr Grafarvogi fyrir að hafa samband. „Ég er formaður flokksins og stýri málefnaáherslum með stjórn flokksins. Dagur verður óbreyttur þingmaður, ekki ráðherra, hann situr ekki í stjórn flokksins og mun ekki sitja í ríkisstjórn. Í stórum breiðum flokki sem S er og þarf að vera til að leiða raunverulegar breytingar veljast alltaf inn einhverjir einstaklingar sem kjósendur hafa skiptar skoðanir á. Þannig hefur lýðræðið alltaf virkað,“ segir Kristrún. „En ég skil vel sjónarmið fólks sem vill ekki hafa hann og ef þú býrð og kýst í Reykjavíkur norður þar sem ég er oddviti og hann er í öðru sæti þá liggur beinast við að strika hann út í kjörklefanum. Ég bið þig að líta á heildarmyndina, áherslurnar sem ég hef barist fyrir undanfarin ár í húsnæðis-, efnahags- og heilbrigðismálum. Auðlindamálum. Það eru áherslurnar sem munu einkenna S í ríkisstjórn, ekki hvað borgin hefur gert. Dagur stýrir ekki S, ég geri það. Hann þarf að fylgja forystunni.“ „Hann er aukaleikari, ekki aðal“ Samfylkingin sé í dauðafæri til að leiða raunverulegar breytingar á samfélaginu. „Við megum ekki láta einn mann útiloka það - hann er aukaleikari, ekki aðal, í þessu verkefni. Staða hans á listanum breytir engu um áherslur S og þýðir ekki að ég sé samþykk öllu sem borgin hefur gert.“ Gífurleg endurnýjun hafi orðið á listum Samfylkingarinnar heilt yfir. „Nú reynir á okkur í S að sýna og sanna hvar við stöndum og við séum traustsins verð á næstu vikum. Hvet þig til að fylgjast með og gefa þessu tækifæri.“ Þjóðin fyrst og fremst í aðalhlutverki Spurð hvort að það orki tvímælis að vísa til frambjóðanda í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður sem aukaleikara sem muni ekki gegna ráðherraembætti, segir Kristrún í samtali við fréttastofu: „Hann hefur bara sjálfur lagt þetta til. Hann sækist eftir öðru sæti á listanum og er einmitt að koma inn sem stuðningsmaður. Við erum með fjöldann allan af fólki í aukahlutverki. Það er þjóðin fyrst og fremst sem er í aðalhlutverkinu. Þetta er allt eitthvað sem hann hefur sjálfur sagt í fjölmiðlum og sýnir að hann kemur inn á nýjan vettvang af ákveðinni auðmýkt. Ég er viss um að hann muni vera öflugur þingmaður fyrir Reykvíkinga og landið allt.“ Er ekki sérstakt að formaður flokksins beinlínis hvetji kjósendur til að strika fólk út? „Ef fólki líst vel á Samfylkinguna en ekki tiltekin frambjóðenda í sínu kjördæmi þá getur fólk kosið Samfylkinguna en strikað út frambjóðanda. Þannig eru reglurnar í okkar lýðræðislegum kosningum og það gildir um alla frambjóðendur og getur allt eins gilt um mig eins og hvern annan.“ Hún segir lykilatriðið vera að Samfylkingin sigri í komandi kosningum til að komast í stöðu til að leiða breytingar í landinu. Hún tekur fram að skoðanir fólks á einstökum frambjóðendum megi ekki trufla það verkefni. Skilaboðin í heild sinni Skilaboð Kristrúnar til stuðningsmanns má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Sæll og blessaður Tryggvi og takk fyrir að hafa samband Ég er formaður flokksins og stýri málefnaáherslum með stjórn flokksins. Dagur verður óbreyttur þingmaður, ekki ráðherra, hann situr ekki í stjórn flokksins og mun ekki sitja í ríkisstjórn. Í stórum breiðum flokki sem S er og þarf að vera til að leiða raunverulegar breytingar veljast alltaf inn einhverjir einstaklingar sem kjósendur hafa skiptar skoðanir á. Þannig hefur lýðræðið alltaf virkað. En ég skil vel sjónarmið fólks sem vill ekki hafa hann og ef þú býrð og kýst í Reykjavíkur norður þar sem ég er oddviti og hann er í öðru sæti þá liggur beinast við að strika hann út í kjörklefanum. Ég bið þig að líta á heildarmyndina, áherslurnar sem ég hef barist fyrir undanfarin ár í húsnæðis-, efnahags- og heilbrigðismálum. Auðlindamálum. Það eru áherslurnar sem munu einkenna S í ríkisstjórn, ekki hvað borgin hefur gert. Dagur stýrir ekki S, ég geri það. Hann þarf að fylgja forystunni. Við erum í dauðafæri til að leiða raunverulegar breytingar á samfélaginu. Við megum ekki láta einn mann útiloka það - hann er aukaleikari, ekki aðal, í þessu verkefni. Staða hans á listanum breytir engu um áherslur S og þýðir ekki að ég sé samþykk öllu sem borgin hefur gert. Það hefur orðið gífurleg endurnýjun á listum S heilt yfir! Nú reynir á okkur í S að sýna og sanna hvar við stöndum og við séum traustsins verð á næstu vikum. Hvet þig til að fylgjast með og gefa þessu tækifæri. Áfram gakk! Kristrún
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira